Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.03.2011, Blaðsíða 12

Neytendablaðið - 01.03.2011, Blaðsíða 12
Nýjar reglur varðandi forverðmerkingar á kjötvörum tóku gildi 1. mars sl. og er nú óheimilt að forverðmerkja kjötvörur sem seldar eru í staðlaðri þyngd, svo sem flestar tegundir af pylsum, tilbúnir réttir og flestar tegundir áleggs. Margar verslanir virðast eiga erfitt með að koma verðmerkingum í lag og hafa fjölmargar kvartanir borist Neytendasamtökunum. Á heimasíðu Samkeppniseftirlitsins má sjá greinargóð svör sem við nokkrum spurningum sem óneitanlega vakna við þessar breytingar. Hvernig verða kjötvörur verðmerktar hér eftir? Svar: Það er matvöruverslana að sjá til þess að verðmerkingar séu forsvaranlegar og í samræmi við reglur Neytendastofu. Sem dæmi má nefna að matvöruverslanir geta verðmerkt pakkningar sem eru að staðlaðri þyngd (allar jafn þungar) með hillumerkingu eða merkingu við pinna (t.d. fyrir áleggspakkingar) eins og tíðkast um fjöldamargar dagvörur. Einnig geta matvöruverslanir verðmerkt hverja og eina pakkningu sjálfar. Verslanir hafa frest til 1. júní nk. til þess að útfæra verðmerkingar á óstöðluðum vörum (t.d. lambalærum, kjúlingabringum í bakka o.fl.). Neytendastofa er nú að huga að breytingum á reglum um verðmerkingar þar sem kveðið verður á um það hvernig nýta megi strikamerki við verðmerkingar á óstöðluðum vörum. Er þá átt við að svokallaðir verðskannar (eða strikalesarar) séu aðgengilegir fyrir viðskiptavini verslana þannig að þeir geti borið strikamerki upp strikalesurunum og á þann hátt fengið upplýsingar um verð hverrar vörueiningar jafnvel þó hver pakkning sé mismunandi að þyngd. Leiða breytingarnar til hærra verðs á viðkomandi vörum? Svar: Því hefur verið haldið fram að breytingarnar leiði til umfangsmikils kostnaðarauka fyrir verslanir, sem nú þurfi að ráðast í dýrar breytingar í verslunum sínum og annast verðmerkingar með óhagkvæmari hætti en áður. Samkeppniseftirlitið telur ekki að svo þurfi að vera. Þannig benda athuganir Samkeppniseftirlitsins t.d. ekki til þess að svokallaðir verðskannar séu fjárfesting af því tagi að hún þurfi að hafa áhrif á verð verslana á viðkomandi vörum. Þá er rétt að benda á að nú þegar kjötvinnslufyrirtæki hætta að verðmerkja vörur með tilheyrandi kostnaði, ætti jafnvel að skapast svigrúm til lækkunar á heildsöluverði viðkomandi vara, enda leggjast af ítarleg samskipti kjötvinnslufyrirtækja og matvöruverslana um smásöluverð. Hér skiptir hins vegar máli hvaða leiðir verslanir velja við verðmerkingar. Ætla verður að þær leiti hagkvæmra leiða í því sambandi. Er hægt að treysta því að vörur sem kallaðar eru staðlaðar og eru merktar á hillu séu í raun allar í sömu þyngd? Svar: Mörg kjötvinnslufyrirtæki búa yfir tækjabúnaði sem gerir þeim kleift að staðla þyngd vöru með nákvæmum hætti, eða innan skekkjumarka sem þau hafa samkvæmt reglum. Breytingarnar munu að líkindum leiða til þess að kjötvinnslufyrirtæki muni hér eftir staðla þyngd á fleiri vörum en hingað til hefur tíðkast. Það er til hagsbóta fyrir neytendur. Verðmerkingum á kjötvörum ábótavant Neytendasamtökin stóðu fyrir könnun á leiguverði en mjög hefur skort á slíkar upplýsingar hingað til. Leigjendur voru beðnir að leggja samtökunum lið og taka þátt í rafrænni könnun. Þátttakan var vonum framar og alls bárust svör frá 814 leigjendum. Flestir þeirra búa á höfuðborgarsvæðinu og er póstnúmer 101 vinsælast. Meðalverð fyrir þriggja herbergja íbúð, sem er algengasta leigu­ formið, er rúmar 118.000 krónur en tæpar 92.000 krónur fyrir tveggja herbergja íbúð. Niðurstöður könnunarinnar, auk ítarlegrar umfjöllunar um leigu ­ mark aðinn, má sjá í skýrslunni Leiguverð á heimasíðu Neytenda­ samtak anna ns.is undir leigjendur. Verðkönnun á leigumarkaði 12 NEYTENDABLA‹I‹ 1. TBL. 2011

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.