Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.03.2011, Blaðsíða 5

Neytendablaðið - 01.03.2011, Blaðsíða 5
Frá leiðbeininga- og kvörtunarfljónustunni „Neytendasamtökin taka aðeins við kvörtunum frá félags- mönn um. Margir ganga í samtökin þegar þeir kvarta. Árgjaldið er kr. 300. Á það skal sérstaklega bent, að samtökin hafa ekki hug á að vinna fyrir fólk, sem móðgast, þegar það fær e.t.v. ekki fullar bætur í eitt skipti. Neytendasamtökin beina þeim tilmælum til ósanngjarns fólks, að það garfi sjálft í sínum málum. Til að gefa hugmynd um hvað við er átt með þessum orðum, endurtökum við kveðju konu nokkurrar, sem ekki fékk þær bætur – er hún vildi: „Ég sé enga ástæðu til að vera í samtökum, sem geta ekki gert meira fyrir mig en þetta.“ Í greininni er fólki bent á að kvarta skriflega finnist því óþægilegt að kvarta munnlega. Er á það bent að vélrituð bréf hafi betri áhrif en handrituð og hvað varðar innihald bréfsins sé mikilvægt að fólk haldi sig við staðreyndir og forðist æsing, gífuryrði og háð. Mikilvægt sé að geyma afrit af bréfinu. Þegar kvartað er beint við seljanda eigi ekki að þrasa eða rífast né biðja seljanda um að gera sér greiða. Einungis eigi að fara þess á leit við hann að kvörtunarefnið verði athugað. Best sé þá að tala einslega við verslunarstjóra eða eiganda því oft þýði lítið að bera fram kvörtun við afgreiðslufólk. Í lok greinar er hnykkt út með því að það eina sem dugi neytendum þegar þeir kvarta sé kurteisi og þolinmæði. Margar þessara ráðlegginga eiga við enn í dag því víst er að kurt eisi og yfirvegun er vænlegri til árangurs en æsingur og læti. Kvört­ un ar­ og leiðbeiningaþjónustan treystir sér þó ekki til að gefa það út að ekki verði unnið fyrir fólk sem er með eitthvert múður, en sem betur fer eru samskipti starfsmanna og félagsmanna í langflestum til fellum með miklum ágætum. Heimild Neytendablaðið 2. tbl. 1971 Vinnum ekki fyrir fólk sem móðgast... Í blaðinu eru neytendur minntir á mikilvægi þess að koma kvörtunum á framfæri. „Flestum þykir leiðinlegt að kvarta og í mörgum tilvikum er það einnig erfitt. Sumum finnst engin ástæða til að koma kvörtun á framfæri sérstaklega – þegar um lágar fjárhæðir er að ræða. Í þessu sambandi máttu minnast eftirfarandi: þegar þú kvartar ekki - leggur þú þitt af mörkum til að draga úr rétti kaupenda. Það að þú nennir ekki að kvarta getur komið náunga þínum illa.“ Samkvæmt grein í gömlu Neytendablaði er kurteisi og þolinmæði það eina sem dugar neytendum þegar þeir kvarta. Mynd: Ólafur K. Magnússon. Ýmsar gersemar má finna í gömlum Neytendablöðum. Í grein frá 1971 má sjá skilaboð til þeirra sem þurfa að kvarta og þar er ekkert verið að skafa utan af hlutunum. Orðrétt segir: 5 NEYTENDABLA‹I‹ 1. TBL. 2011

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.