Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.03.2011, Blaðsíða 15

Neytendablaðið - 01.03.2011, Blaðsíða 15
Stærð. Þú borgar einnig fyrir stærð. Fyrir minna en 100.000 kr. fæst vél sem tekur allt að 5 eða 6 kílóum. Vélar sem taka 7 kíló kosta í flestum tilfellum meira en 100.000 kr og fyrir 8 kílóa stærð er verðið frá 130.000 kr. En neytendur ættu að greina notkun sína því stærri vélar nota meira rafmagn. Margir þvo oft í viku og lítið í einu á meðan aðrir eiga sína sérstöku þvottadaga og setja þá meiri þvott í vélina. Stilling fram í tímann. Það getur verið kostur að eiga vél sem hægt er að stilla fram í tímann. Meira en 90% vélanna í könnun ICRT er hægt að stilla að minnsta kosti 8 tíma fram í tímann, flestar lengur. Athyglisvert er þó að ekki er hægt að stilla Miele W1714 og Miele W1613 fram í tímann en þessar vélar voru að öðru leyti með hæstu einkunnir þeirra véla sem eru til sölu á Íslandi. Rafmagnsnotkun. Í september 2010 innleiddi Evrópusambandið nýtt flokkunarkerfi fyrir rafmagnsnotkun þvottavéla. Gamla „A“ flokknum var skipt upp í fjóra flokka: A, A+, A++, og A+++. Allar vélar í könnuninni hér ná A flokki eða meira og er orkunýtni varla sá þáttur sem skiptir íslenska neytendur mestu máli. Samkvæmt könnun með sparometer­mæli sem Neytendasamtökin bjóða félags­ mönnum til láns kostar þvotturinn frá 4 krónum upp í 17 krónur, allt eftir hitastigi og vinduhraða. Vatnsnotkun. Kalt vatn er ekki mælt á flestum íslenskum heimilum og því eru fæstir að velta því fyrir sér hversu mikið vatn vélin notar. Það ætti þó ekki að vera ókostur að vélin noti mikið vatn. Það gæti verið trygging fyrir betri skolun á þvottinum. Framhlaðin eða topphlaðin? Næstum því allar þvottavélar sem eru til sölu á Íslandi eru fram­ hlaðnar, þ.e. þvotturinn er settur í þær að framan. Helsti ókosturinn við þær er að drasl á það til að festast í gúmmihringnum við hurðina sem þarf að hreinsa reglulega. Framleiðandi Meðaltals- einkunn Lægsta einkunn Hæsta einkunn Fjöldi véla í könnun ICRT Miele 3.8 3.6 4.0 12 Siemens 3.5 3.1 3.8 9 Bosch 3.4 3.1 3.7 20 Samsung 3.4 3.2 3.6 11 Whirlpool 3.4 3.0 3.7 19 AEG 3.4 3.2 3.6 10 Asko 3.3 3.3 3.3 2 Bauknecht 3.3 3.1 3.4 4 Beko 3.3 3.1 3.5 5 LG 3.2 2.1 3.9 10 Electrolux 3.1 2.8 3.4 14 Zanussi 3.1 3.0 3.2 4 Hotpoint Ariston 3.1 2.2 3.5 8 Gorenje 3.1 2.9 3.1 4 Elektro Helios 3.1 3.1 3.1 1 Candy 2.8 2.1 3.4 10 Hoover 2.7 2.3 3.1 4 Panasonic 1.9 1.8 1.9 2 Framleiðandi Vél Verð Hjá Heildareinkunn Þvottur Skolun Vinding Þægindi í notkun Miele W1714 196.900 Eirvík 3.7 4.4 3.1 3.4 3.3 Miele W1613 177.950 Eirvík 3.6 3.7 3.0 3.7 3.6 AEG-Electrolux Lavamat 74850A 169.900 Ormsson 3.5 4.1 2.2 3.7 3.4 Asko W6564w 215.800 Fönix 3.3 4.3 0.6 2.9 2.6 Electrolux EWF147580W 159.900 Rafha 3.1 3.4 2.5 3.4 2.6 Hotpoint Ariston ECO7D149 99.995 Elko 3.1 3.0 2.0 2.6 2.8 Gorenje WA82145 152.900 Rönning 3.0 3.4 2.0 3.1 3.2 Electrolux EWC1350 105.995 Húsasmiðjan 2.8 3.9 2.5 2.4 2.1 Candy CTDF1206 79.989 Max* 2.5 2.5 2.4 2.8 2.5 Candy AQUA100F 94.995 Elko 2.2 2.2 2.3 2.2 1.7 Panasonic NA-147VB2 109.989 Max 1.9 1.9 2.0 3.6 2.6 *A þessu verði í Max. 87.995 kr. hjá Elko og 89.990 kr. hjá Einari Farestveit. MEÐALEINKUNNIR OG MEÐALVERÐ HELSTU ÞVOTTAVÉLAFRAMLEIÐENDA GÆÐAKÖNNUN © ICRT og Neytendablaðið 2011. Gefnar er einkunnir á kvarðanum 0,5 - 5,5 þar sem 0,5 er lakast og 5,5 er best © ICRT og Neytendablaðið 2011. Gefnar er einkunnir á kvarðanum 0,5 - 5,5 þar sem 0,5 er lakast og 5,5 er best 15 NEYTENDABLA‹I‹ 1. TBL. 2011

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.