Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.03.2011, Síða 4

Neytendablaðið - 01.03.2011, Síða 4
Frá leiðbeininga- og kvörtunarfljónustunni Í viðskiptum fólks við tryggingafélög kemur oft upp ágreiningur sem ekki tekst að leysa úr og er málum því gjarnan skotið til úr skurð a nefndar vátryggingamála. Málafjöldi fyrir nefndinni er afar mikill og hafa henni borist um 3.000 mál til meðferðar síðast liðin tíu ár. Greiða þarf 6.000 krónur ef mál er lagt fyrir nefnd ina en það gjald fæst endurgreitt ef niðurstaðan er neyt- anda í vil. Dæmi um mál - parket bætt Vatnsleki kom upp í eldhúsi og skemmdi parket en um var að ræða samfellt parket sem náði yfir eldhús, hol og stofu. Tryggingafélagið vildi að skipt yrði um parket í eldhúsinu og settir skillistar milli eldhúsgólfsins og stofu­ og holgólfsins. Neytandinn lagði hins vegar til að hinu skemmda parketi yrði skipt út fyrir nýtt og allt gólf efnið síðan slípað saman enda mundi gólfið þá vera í sama ástandi og fyrir tjónið. Nefndin féllst á þessa tillögu enda yrði þá áfram sami heildarsvipur á öllu gólfinu auk þess sem fasteignin mundi ekki rýrna að verðgildi eða gæðum. Dæmi um mál - gæludýratrygging Í öðru máli sem fór fyrir nefndina hafði neytandi tekið gæludýra­ tryggingu vegna tíkar að upphæð 300.000 kr. Tíkin dó og þegar neytandinn ætlaði að innheimta bæturnar neitaði tryggingafélagið að greiða nema 180.000 kr. og taldi að markaðsvirði tíkarinnar væri ekki meira. Nefndin taldi þó að tryggingafélagið hefði ekki getað sýnt fram á að virði dýrsins væri minna en tiltekið var í skír­ teini. Var félaginu því gert að greiða bætur í samræmi við það, eða 300.000 kr. Vátryggingamál Maður nokkur fór í frí til Filippseyja. Hann tók sér leigubíl á hótelið og skildi ferðatöskurnar eftir í bílnum eftir að hafa beðið leigu­ bíl stjór ann að koma með töskurnar inn á eftir sér. Svo fór hins vegar að leigubílstjórinn keyrði burt með töskurnar innanborðs. Maðurinn fór því fram á bætur úr innbúskaskótryggingu sinni. Tryggingafélagið hafnaði bótaskyldu með vísan til ákvæðis í skilmálum um að félagið bæti ekki tjón sem verður þegar vátryggður gleymir hlut, misleggur eða týnir. Ennfremur byggði félagið á því að tjón á munum sem stolið væri úr ólæstum bílum, eða munum sem skildir væru eftir á almannafæri, bættist ekki. Nefndin féllst hins vegar ekki á að maðurinn hefði týnt eða gleymt töskunum og taldi ekki hægt að rekja tjónið til þess að töskurnar hefðu verið skildar eftir á almannafæri. Var tryggingafélaginu því gert að bæta tjónið. Á síðasta ári bárust ríflega 10.000 erindi til leiðbeininga­ og kvört unar þjónustu Neytendasamtakanna. Flestar fyrirspurnir vörðuðu raftæki, fjármála­ og innheimtufyrirtæki, bifreiðar og önnur farar tæki og fjarskiptafyrirtæki. Í fimmta sæti voru svo fyrirspurnir vegna húsaleigumála og jukust þær um 90% milli ára. Þá höfðu Neytendasamtökin milligöngu í 199 kvörtunarmálum, en flest málanna vörðuðu Evrópsku neytendaaðstoðina og viðskipti við fjarskiptafyrirtæki. Aldrei hafa fleiri mál borist Evrópsku neyt enda aðstoðinni en í fyrra. Ársskýrslurnar má finna á www.ns.is og www.ena.is. Þar er að finna ýmsar tölfræðiupplýsingar auk dæma um mál sem komu til kasta Neytendasamtakanna á síðasta ári. Ágreiningur við tryggingafélög Yfir hverju er mest kvartað? – raftæki, fjármál, bifreiðar og húsaleiga Algengt er að fólk tryggi gæludýrin sín. 4 NEYTENDABLA‹I‹ 1. TBL. 2011

x

Neytendablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.