Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.03.2011, Qupperneq 9

Neytendablaðið - 01.03.2011, Qupperneq 9
Bakteríustofnar verða ónæmir Bakteríur sem kallast pneumókokkar eru algengasta ástæða bakteríu sýkinga í loftvegum, svo sem miðeyrnabólgu hjá börnum. Lungna bólga af völdum þessara baktería er einnig ein algengasta dauða orsök aldraðra um allan heim. Nú er svo komið að á Íslandi, eins og víðar þar sem sýklalyfjanotkunin hefur verið mikil, hefur allt að helmingur pneumókokka verið skilgreindur sem ónæmur fyrir sýklalyfjum. Meirihluti barna, sem hefur verið nýlega á sýklalyfjum, ber síðan þessar bakteríur í nefkoki og getur smitað önnur börn, m.a. á leikskólunum. Vilhjálmur Ari bendir á að það þurfi því að beita öflugri aðferðum til að vinna bug á sýkingum, svo sem að gefa helmingi stærri skammta en áður eða sterkustu sýklalyf sem völ er á og aðeins er hægt að gefa í æð eða vöðva á sjúkrahúsum. Vandamálið sé því miklu verra og alvarlegra hér á landi en í nágrannalöndunum og það tengist meðal annars mikilli sýklalyfjanotkun ungra barna um árabil. Þriðja hvert barn fær rör Tíðni eyrnabólgu í börnum á Íslandi sem meðhöndluð er með sýkla lyfjum er mjög há en að sögn Vilhjálms Ara fá hátt í 80% barna eyrnabólgu á fyrstu tveimur aldursárunum og sum oft. Þrátt fyrir að miðeyrnabólga lagist oftast af sjálfu sér er langalgengast að hún sé meðhöndluð strax með sýklalyfjum. Endurteknar sýkingar í börnum geta m.a. leitt til þess að setja þarf rör í hljóðhimnuna. Á Íslandi fékk þriðja hvert barn á Íslandi rör í hljóðhimnu árið 2003 en um svipað leyti fengu einungis milli 10­20% barna á hinum Norðurlöndunum rör og aðeins um 4% í Bandaríkjunum. Sýklalyfjanotkun barna kortlögð Rannsókn Vilhjáms Ara var framkvæmd í þremur áföngum á árunum 1992­2003 á 1­6 ára gömlum börnum, búsettum í Hafnar­ firði, Vestmannaeyjum, Bolungarvík og á Egilsstöðum. Mikill mun ur var á sýklalyfjaávísunum til barna eftir búsetu þeirra. Minnst var sýklalyfjanotkunin á Egilsstöðum og þar minnkaði hún um 66% á rann sóknartímanum og var þrisvar sinnum minni en notk unin í Vestmannaeyjum þar sem sýklalyfjanotkun var mest í lok rann sóknatímabilsins. Að sama skapi fækkaði aðgerðum þar sem rör eru sett í hljóðhimnu umtalsvert á Egilsstöðum en fjölgaði í Vestmanna eyjum. „Þannig voru vísbendingar í rannsókninni um að með því að fækka meðferðum við miðeyrnabólgu með sýklalyfjum mætti bæta eyrnaheilsu barna og fækka sýkingum og ástæðum fyrir röraísetningu. Fyrir utan að draga úr sýklalyfjaónæmi með skyn samlegri notkun lyfja má sennilega líka draga úr sýkingartíðni barna þar sem minni inngrip í normalflóruna þýða færri sýkingar í fram haldinu,“ segir Vilhjálmur Ari. Markverður árangur á Austurlandi Að sögn Vilhjálms Ara má fyrst og fremst þakka þennan árangur á Egilsstöðum óbeinu inngripi sem fólst í fræðslu heilbrigðisstarfsfólks og upplýsingum til almennings um skynsamlega og markvissa notkun sýklalyfja, ekki síst þegar um vægar eyrnabólgur barna var að ræða. „Árangurinn sýnir líka vel hvað hægt er að gera ef vilji er fyrir hendi og að hægt er að bæta lýðheilsu barna með skyn­ samlegri notkun lyfja.“ Þekking foreldra skiptir máli Rannsóknin leiddi í ljós að foreldrar eru líklegri til að sækjast eftir sýklalyfjameðferð, jafnvel gegn kvefi, ef þeir hafa áður fengið sýklalyfjameðferð fyrir barnið sitt. Foreldrar á Egilsstöðum voru hins vegar meðvitaðri um afleiðingar ofnotkunar sýklalyfja í sam bandi við hættu á auknu sýklalyfjaónæmi og voru tilbúnari en foreldrar á öðrum stöðum að bíða með sýklalyfjagjöf gegn vægum sýk ingum. „Niðurstöðurnar sýna því glöggt mikilvægi fræðslu og eftir fylgni, helst hjá sama lækninum sem á þá auðveldara með að Miðeyrnabólga er einn algengasti kvillinn sem hrjáir íslensk börn. 9 NEYTENDABLA‹I‹ 1. TBL. 2011

x

Neytendablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.