Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.03.2011, Síða 11

Neytendablaðið - 01.03.2011, Síða 11
Ónæmir stofnar berast í fólk Bakteríur sem valda sýkingum í dýrum geta orðið ónæmar fyrir ákveðn um sýklalyfjum rétt eins og bakteríur í mönnum. Hættan er sú að hættulegir bakteríustofnar í dýrum, sem eru ónæmir fyrir ákveðnu sýklalyfi, berist yfir í fólk. Það þykir því sérstaklega vara samt þegar dýrum eru gefin sömu lyf og mönnum. Nokkrar rannsóknir hafa þegar sýnt fram á tengsl sýklalyfjanotkunar í dýrum og sýklalyfjaónæmis í fólki. Árið 1995 heimilaði FDA notk un sýklalyfsins flúórókínólón í alifuglarækt til að fyrirbyggja sjúk dóma. Árið 1999 var sagt frá rannsókn í New England Journal of Medicine sem sýndi fram á að manneskja sem var með bakteríu­ sýkingu var ónæm fyrir lyfinu flúórókínólón. Talið var öruggt að manneskjan hefði smitaðist af þessum ónæma stofni með því að borða kjúkling sem hafði fengið lyfið. FDA bannaði lyfið sem fyrir­ byggj andi meðferð í kjúklingarækt árið 2000. Sett hafa verið lög í Evrópu Árið 2006 var Evrópusambandið búið að banna alla notkun sýkla­ lyfja í búfjárrækt, nema í læknisfræðilegum tilgangi, en nokk ur Evrópu lönd, svo sem Svíþjóð og Danmörk, höfðu gripið í taum ana mun fyrr. Á Íslandi hefur aldrei verið leyft að nota sýkla lyf í fóður til að stuðla að vaxtaraukandi áhrifum. Þá gilda hér sér stakar reglur um heimild dýralækna til að ávísa sýklalyfjum og eru öll sýklalyf sem ætluð eru búfé á Íslandi lyfseðilskyld. Þörf á að herða löggjöf Þróunin í Bandaríkjunum hefur verið allt önnur og mun hægari en í Evrópu en margir hafa þó vaxandi áhyggjur af stöðu mála. Um þessar mundir er hart tekist á um sýklalyfjanotkun í landbúnaði og hafa fjölmörg mikilvæg hagsmunasamtök hvatt þingið til að herða löggjöfina. Það er ekki vanþörf á, því um 70% af öllum seld um sýklalyfjum í Bandaríkjunum eru gefin heilbrigðum dýrum. Tals­ menn landbúnaðarins berjast margir gegn lagabreytingum og halda því fram að notkun sýklalyfjanna sé innan skynsamlegra marka en samkvæmt frétt á CBS nota 73% bænda sýklalyf reglulega fyrir búfénað sinn án þess að ráðfæra sig við dýralækni. Lagafrumvarp um takmarkanir við sýklalyfjanotkun í landbúnaði hefur nú legið fyrir bandaríska þinginu frá 2009. Sýklalyf í landbúnaði Mikil lyfjanotkun í búfjárrækt vestanhafs veldur áhyggjum Sýklalyfjanotkun í landbúnaði hefur löngum valdið áhyggjum. Algengt er að sýklalyf séu notuð til að meðhöndla veik dýr en það er ekki sú notkun sem amast er við. Fyrir meira en hálfri öld gaf bandaríska matvælastofnunin (FDA) hins vegar leyfi fyrir því að sýklalyf væru sett út í fóður sem fyrirbyggjandi meðferð, þ.e. til að koma í veg fyrir sjúkdóma. Markmiðið með slíkri lyfjagjöf er einnig að flýta fyrir vexti dýra og er þá talað um að lyfin séu notuð sem vaxtarauki eða „growth promoter“. Sýklalyf í litlu magni sem gefin eru yfir langan tíma stuðla að aukinni þyngd þar sem lyfin halda aftur af bakteríum í maga og þörmum sem geta komið í veg fyrir eðlilega upptöku næringarefna. Dýrin þyngjast þannig fyrr og eru hraustari sem kemur sér vel fyrir framleiðendur. 11 NEYTENDABLA‹I‹ 1. TBL. 2011

x

Neytendablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.