Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.03.2011, Blaðsíða 17

Neytendablaðið - 01.03.2011, Blaðsíða 17
læknisþjónustu og lyf en innan við 10% í mat. Ætti þetta ekki að vera öfugt?“ Ekki bara spurning um bragð „Ég réttlæti aukinn matarkostnað fjölskyldunnar með því að lífræni maturinn gefi okkur meiri og betri næringu, sé bragðmeiri og –betri, sé ekki erfðabreyttur og engin hætta sé á eiturefnaleifum. Fram hafa komið fjölmargar rannsóknir sem sýna fram á með óyggjandi hætti að lífrænt ræktuð matvæli innihaldi meira af vítamínum, steinefnum, andoxunarefnum og öðrum næringarefnum. Bragð er auðvitað einstaklingsbundið og hvet ég fólk til að kaupa lífræna agúrku, tómat eða epli og svo hefðbundna framleiðslu og bera saman.“ Oddný ítrekar að lífræn ræktun snúist þó um margt annað en bragðið. „Með því að kaupa lífrænar vörur er ég að draga úr mengun því öll þessi skordýra­, arfa­, sveppa­ og önnur eiturefni og hormónar sem notuð eru í hefðbundinni ræktun ásamt tilbúna áburðinum valda gríðarlegum umhverfisspjöllum. Þau síast niður í jarðveginn, út í hafið og í grunnvatnið og drepa ekki einungis það sem þau eiga að drepa heldur einnig mikilvægar örverur og dýr og raska því jafnvæginu í náttúrunni. Það er þó meðferð sláturdýra sem skiptir mig einna mestu máli. Ég hef kynnt mér vel hvernig farið er með búfé á hinum svokölluðu verksmiðjubúum og er það oft efni í hryllingsmynd og aldrei ásættanlegt. Það á líka við hér á landi í alifugla­ og svínarækt, þ.m.t. eggjaframleiðslu og að nokkru leyti í mjólkurframleiðslu og nautgriparækt.“ Betur farið með dýran mat „Til að vega upp á móti auknum kostnaði fer maður líka að fara betur með vöruna því maður ber meiri virðingu fyrir henni, bæði vegna verðsins en einnig vegna þess að maður veit hve mikið var lagt í hana við ræktun og framleiðslu. Talið er að samfélagið hendi hátt í 50% af þeim mat sem framleiddur er, sem er auðvitað hræðileg sóun. Að auki mættum við flest við því að borða aðeins minna jafnvel þó við séum ekki of þung. Hingað til hefur allt snúist um að bjóða meira af einhverju fyrir sama verð en oft er dregið úr gæðum á móti. Er ekki ánægjulegra að maula lítið magn af hágæða lífrænu súkkulaði með Fair Trade vottun en að gúffa í sig risa Snickers sem dæmi?“ Mikið aðgengi að óhollum mat Aðspurð segir Oddný að Íslendingar séu almennt ekki nógu vel upplýstir um hollt mataræði. „Mér finnst Ísland vera svolítið eins og litla Ameríka og það kom mér á óvart hvað framboðið af óhollustu hér var orðið gríðarlegt. Nánast alveg sama hvar maður er; næringarsnauður skyndibiti er í seilingarfjarlægð, uppfullur af viðbættri fitu, sykri, salti og alls kyns aukefnum. Í ofanálag eru hinir svokölluðu nammibarir og sælgæti alls staðar. Ég tek hins vegar eftir mikilli vitundarvakningu og maður opnar varla netið eða blað, kveikir á sjónvarpi eða útvarpi án þess að verið sé að fjalla um mataræði og heilsu og matsölustaðir með hollum réttum spretta upp eins og gorkúlur. Sífellt fleiri verslanir bjóða lífrænt vottaðar vörur og úrvalið hefur stóraukist.“ Breytt neyslumynstur lífsspursmál Oddný segir að heilsufarsleg vandmál vegna óhollrar fæðu séu ómæld. „Lífsstílssjúkdómar eins og áunnin sykursýki, krabbamein, hjarta­ og æðasjúkdómar er núna algengasta dánarorsökin og gríðarstór baggi á heilbrigðiskerfinu. Slíkir sjúkdómar finnast varla hjá ættbálkum sem ekki hafa tekið upp vestrænan lífsstíl. Í dag sé ég þetta sem stærsta og mikilvægasta mál samfélagsins því með breytingu á neyslu bætum við ekki einungis heilsu okkar og vellíðan heldur drögum einnig úr mengun og ágangi á náttúruauðlindir.“ Ísland er eftirbátur „Hefðbundin matvælaframleiðsla, þ.m.t. garðyrkja og verksmiðju­ búskapur, mengar meira og gengur hraðar á náttúruauðlindir en flestar aðrar greinar iðnaðar í heiminum í dag. En til að gera Íslend ingum kleift að skipta yfir í lífrænar vörur er lykilatriði að íslenskir bændur og framleiðendur taki við sér og stórauki ræktun og framleiðslu lífrænna vara. Stjórnvöld þurfa að móta stefnu um að auka lífræna ræktun í landinu en á því sviði er Ísland verulegur eftirbátur annarra þjóða. Kosturinn fyrir neytendur og umhverfið er sá að þá þarf að flytja minna af vörum yfir lönd og höf og verðið ætti að lækka,“ segir Oddný að lokum. Sjá meira um samtökin á www.lifraen.is Oddný sótti vikulega körfu fulla af nýuppteknum lífrænum ávöxtum og grænmeti sem ræktað var í grenndinni. 17 NEYTENDABLA‹I‹ 1. TBL. 2011

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.