Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.03.2011, Blaðsíða 21

Neytendablaðið - 01.03.2011, Blaðsíða 21
Heimasími Þeir sem eru með heimasíma geta nú valið um þrjár áskriftarleiðir hjá Símanum og fimm hjá Vodafone. Auk þess eru Tal, Símafélagið og Hringdu með heimasímaþjónustu og bjóða hvert um sig uppá eina áskriftarleið. Samtals bjóðast neytendum því ellefu áskriftarleiðir vegna heimasímaþjónustu. Farsíminn Fyrir farsímanotendur er enn flóknara að velja áskriftarleið. Samkvæmt gjaldskrá Símans finnast hjá fyrirtækinu fimmtán leiðir fyrir almenna áskrift og frelsi. Hjá Vodafone finnast tíu leiðir, átta hjá Tali og fimm hjá Nova. Þá býður Alterna eina leið fyrir áskrift og eina fyrir frelsi. Meðvitaður neytandi sem notar venjulegan farsíma þarf því að taka afstöðu til fjörutíu áskriftarleiða hjá þessum fimm farsímafyrirtækjum. Breitt úrval Fólk gæti því haft nóg að gera við að fylgjast með kjörum á markaðnum til að finna áskriftarleiðir sem henta. Sjálfsagt bjóða fyrirtækin svo afslátt ef fjarskiptaþjónustan er öll hjá einu og sama fyrirtækinu. Það er því margt sem fjarskiptaneytendur þurfa að taka afstöðu til. Tímamæling Lengi vel var símtal mælt í sekúndum (ásamt upphafsgjaldi). Símafyrirtækin hafa síðan breytt mælingum á lengd símtala og nú er það þannig að þau eru mæld í sextíu sekúndna skrefum hjá öllum símafyrirtækjum nema Símafélaginu. Neytendasamtökin hafa frá upphafi gagnrýnt þá þróun að lengja tímaeininguna og bent á að slíkt minnki gegnsæi og sé í raun dulin verðhækkun. Tvívegis hafa Neytendasamtökin sent erindi til Póst­ og fjarskiptastofnunar (PFS) sem tekur undir þessi sjónarmið en telur sig ekki hafa lagaleg úrræði til að bregðast við. Nota 10 sekúndur en greiða fyrir 60 Neytendasamtökin hafa nokkrum sinnum gert kannanir á símtalakostnaði þar sem stuðst hefur verið við fyrirfram gefna lengd símtala. Símafyrirtækin gagnrýndu samtökin fyrir að reikna með of löngum símtölum (2­5 mínútur). Því var haldið fram að meðallengd símtala væri innan við 10 sekúndur og að það gerði könnunina ómarktæka að gera ráð fyrir eins löngum símtölum og samtökin gengu út frá. Síðan þá hafa símafyrirtækin lengt tímamælinguna úr 1 sekúndu uppí 10 sekúndur hvert skref og nú síðast úr 10 í 60 sekúndna skref. Það er því alls ekki hægt að halda því fram að það sé neytendum til góða að þurfa að greiða fyrir 60 sekúndna símtöl þegar þau eru í raun oftast um 10 sekúndur að sögn fyrirtækjanna sjálfra. Dulin verðhækkun Í samantekt PFS frá apríl 2009 kemur fram að breytingin úr sekúndumælingu í mínútumælingu valdi ein og sér um 30% hækkun á símareikningum fólks. Það er vafasamt hvort réttlætanlegt sé að gjaldfæra fyrir ónotaðan tíma, þ.e. þjónustu sem hvorki var veitt né notuð. PFS hefur ekki heimild skv. fjarskiptalögum til að hafa afskipti af verðlagningu á smásölustigi eða markaðssetningu og getur ekki sett reglur um framkvæmd tímamælinga og takmarkað þannig viðskiptafrelsi símafyrirtækjanna. Neytendasamtökin hafa nú sent erindi til innanríkisráðherra og farið fram á að PFS verði gert kleift að hafa afskipti af verðlagningu á fjarskiptamarkaði. Flókið og ógegnsætt Símafyrirtækin telja nægjanlegt að bjóða upp á breitt úrval áskriftarleiða og gefa sér að hver og einn geti fundið leið sem hentar. En flókið framboð og ógegnsæi í verðlagningu er ekki til að efla neytendavitund eða samkeppni. Neytendur eru ráðvilltir og hafa sjaldnast tíma eða yfirsýn til að finna áskriftarleið sem hentar þeim best. Þeir vilja rauntímamælingu og samanburðarhæfar gjaldskrár á fjarskiptamarkaði. ÞH Ef þú talar í 20 sekúndur borgarðu samt fyrir eina mínútu. Fjarskiptafyrirtækin flækja málin Lengi vel byggðist innheimta vegna símaþjónustu á raunverulegri notkun. Gjald- skráin var einföld og gegnsæ. Neytandinn þurfti ekki að fara í djúpa greiningu á hegðun sinni í fjarskiptum. Hann þurfti ekki að teikna upp fjölskyldutré og vina- hóp eða halda bókhald yfir þá sem hann hefur samskipti við í dagsins önn. Áskrift fólst í mánaðargjaldi, startgjaldi og sekúndumælingu; það var sem sagt rukkað fyrir raunverulega notkun. Hægt og bítandi bættust við áskriftarleiðir og skilmálar þjón ustunnar breyttust.

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.