Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.03.2011, Blaðsíða 14

Neytendablaðið - 01.03.2011, Blaðsíða 14
Neytendasamtökin könnuðu úrvalið af þvottavélum og fundu alls 110 tegundir til sölu hérlendis. Af þessum 110 vélum kostuðu 38 vélar minna en 100.000 kr., 43 vélar voru á bilinu 100.000 til 150.000 kr., 20 vélar á bilinu 150.000 til 200.000 kr. og 9 vélar kostuðu meira en 200.000 kr. Þvottavélar af tegundinni Asko voru áberandi meðal dýrari véla og Candy meðal þeirra ódýrustu. Markaðskönnunin er aðgengileg félagsmönnum á www.ns.is. Könnun ICRT (International Research and Testing) náði til um 200 þvottavéla. Einungis 10 af þeim voru til sölu á Íslandi og flestar í dýrari kantinum eða yfir 150.000 kr. 75% þvottavéla sem eru til sölu á Íslandi kosta hins vegar minna en 150.000 kr. Gæði véla frá einstökum framleiðendum Þó að erfitt sé að mæla með einstökum þvottavélum er þó hægt, með fyrirvara, að mæla með einstökum framleiðendum. Könnun ICRT sýnir einhverja (þó ekki undantekningarlausa) fylgni á milli gæða og merkja og vélar frá sama framleiðanda eru oft með sömu hönnun og nýta sama búnað. Í neðri töflunni á næstu síðu eru birtar meðaleinkunnir og hæstu og lægstu einkunnir sem þvottavélar hvers framleiðanda fengu í könnun ICRT. Taflan sýnir einnig fjölda véla sem voru í könnuninni og tölurnar verða marktækari eftir því sem vélunum fjölgar. Þá sýnir taflan meðalverð á þvottavélum hvers framleiðanda á Íslandi og fjölda véla sem voru í markaðskönnun Neytendasamtakanna. Sjá má að það er góð fylgni á milli verðs á íslenskum markaði og gæða í könnun ICRT. Sumir framleiðendur skera sig þó úr og virðast almennt van­ eða ofmetnir m.t.t. verðlagningar. Vélar frá Asko, dýrasta framleiðendanum, koma ekki eins vel út í könnuninni og ætla mætti út frá hinu háa verði. Miele virðist hins vegar almennt vera öruggur kostur fyrir þá sem vilja hágæða þvottavél. Whirlpool fær góðar einkunnir og verðið er jafnframt hóflegt og það sama má segja um Beko. LG og Gorenje virðast hinsvegar ofmetnar. Þvottavélar frá Candy fá að meðaltali mjög lágar einkunnir, meðal annars þær tvær sem eru til sölu á Íslandi, en verðið er einnig lágt. Tekið skal fram að hér eru sýndar meðaltalseinkunnir allra véla frá öllum framleiðendum sem voru með í gæðakönnun ICRT en ekki einkunnir einstakra þvottavéla. Þessar upplýsingar eru því í besta falli ákveðin vísbending. Mikilvægir eiginleikar Íslenskt stjórnborð. Einungis ein af þeim tíu vélum sem er í gæðakönnuninni er með íslenskt stjórnborð. Markaðskönnunin sýndi að allar vélar frá Siemens (til sölu hjá Smith & Norland), sumar vélar frá AEG (til sölu hjá Ormsson) og sumar vélar frá Whirlpool (til sölu hjá Heimilistækjum) eru með íslenskt stjórnborð. Allar aðrar vélar eru með stjórnborð á ensku eða öðrum erlendum tungumálum. Snúningshraði. Hámarkssnúningshraði getur skipt máli. Óformleg könnun Neytendasamtakanna bendir til þess að einungis um helmingur Íslendinga noti þurrkara reglulega. Hraður snúningur þeytir miklu vatni úr þvottinum sem þornar þá fyrr á snúrum. Ókosturinn er hins vegar sá að álagið á þvottinn eykst eftir því sem hraði vindunnar er meiri og þar með slitnar þvotturinn fyrr. Þumalputtaregla er að því hraðar sem vélin snýst, því dýrari er hún. Ódýrustu vélarnar eru með allt að 1000 eða 1200 snúningum á mínútu. Hægt er að fá þvottavél með snúning uppá allt að 1400/ mín. fyrir minna en 100.000 kr. (sérstaklega frá Whirlpool, til sölu hjá Elko og Heimilistækjum) en vélar með snúning uppá allt að 1600/mín. kosta frá 110.000 kr. (þær ódýrustu eru frá Hotpoint Ariston og eru til sölu í Elko). Aðeins örfáar dýrar vélar geta snúið hraðar en 1600/mín. Þvottavélar Fylgni milli verðs og gæða – með undantekningum þó Hotpoint Ariston ECO7D149 er ásættanleg en þó ekki framúrskarandi vél og er í ódýrari kantinum. Miele W1714 fær mjög góðar einkunnir og þvær sérstaklega vel. Hún er hins vegar dýr og ekki er hægt að stilla hana fram í tímann. 14 NEYTENDABLA‹I‹ 1. TBL. 2011

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.