Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.03.2011, Blaðsíða 23

Neytendablaðið - 01.03.2011, Blaðsíða 23
Neytendasamtökin hafa ítrekað hvatt til þess að hollustumerkið Skráargatið verði tekið upp á Íslandi. Í febrúar sendu samtökin í fjórða sinn erindi til ráðherra og hvöttu hann til að ganga í málið. Siv Friðleifsdóttir tók í framhaldinu málið upp á sína arma og lagði það fyrir á Alþingi ásamt þingmönnum úr öllum flokkum. Skráargatinu stungið ofan í skúffu Neytendasamtökin sátu fund á vegum Matvælastofnunar árið 2009 þar sem fjölmargar stofnanir og hagsmunasamtök lýstu yfir stuðn ingi við Skráargatið. Talsmenn framleiðenda og verslunar og þjónustu voru hins vegar ekki jafn jákvæðir og sáu merkinu ýmis­ legt til foráttu. Skráargatið var sett ofan í skúffu og því miður virðist afstaða framleiðenda hafa skipt sköpum. Heilnæm íslensk framleiðsla? Komið hefur fram í máli Matvælastofnunar að erfitt sé að ráðast í innleiðingu merkisins ef framleiðendur eru neikvæðir. Neytenda­ samtökin skilja ekki hvers vegna íslenskir framleiðendur eru nei kvæð ari gagnvart Skráargatinu en framleiðendur í Svíþjóð, Danmörku og Noregi. Mikið hefur verið rætt um hollustu og hrein­ leika íslenskra matvæla og ætti hollustuvottun eins og skráargatið því að vera kærkomin fyrir íslenska framleiðendur. Framleiðendur eiga ekki að ráða för Neytendasamtökin draga í efa að framleiðendur séu almennt nei kvæðir þótt það eigi ef til vill við um nokkra stóra markaðs­ ráðandi aðila. Reyndar hefur komið í ljós að sumir stórir fram leið­ endur eru jákvæðir því Myllan hefur til dæmis sagst myndu nota skráargatið á hollustubrauð sín. Neytendasamtökin telja óþarft að hafa áhyggjur af því að framleiðendur taki ekki við sér þegar merkið verður komið í notkun. Ef neytendur vilja vörur með Skráargatinu munu framleiðendur að sjálfsögðu bregðast við þeim kröfum. Á Facebook hefur verið myndaður hópur til stuðn- ings skráar gatinu og eru allir hvattir til að leggja má linu lið. Merkið er valkvætt fyrir framleiðendur og einungis þau matvæli sem eru hollust í sínum flokki mega bera það, þ.e. þær tegundir sem ná að uppfylla ákveðin skilyrði varðandi hlutfall sykurs, fitu, salts og trefja. Skráargatið á dagskrá Eins og fjallað var um í síðasta tölublaði hefur borið á því að kín verskar furuhnetur sem ekki eru ætlaðar til manneldis séu til sölu. Verði neytendur varir við óbragð af furuhnetum og brenglað bragð skyn eftir neyslu þeirra er rétt að tilkynna það til Matvæla­ stofn unar. Í kjölfar frétta um óætu hneturnar samdi Leifur Árnason, félags­ maður Neytendasamtakanna, eftirfarandi limru: Af munninum þallar þau þjást, og þvílík er andskotans ást, á kínverskri hnetu, sú hefur þá getu, að aldrei mun óbragð út mást. Óbragð af furuhnetum Kallað eftir hreinni léttjógúrt Félagsmaður hafði samband og vildi koma á framfæri ábendingu. Hann hefur í mörg ár passað mataræðið og reynt að velja matvörur sem innihalda lágt hlutfall sykurs og fitu. Hrein jógúrt er þar af leiðandi vara sem er oft á borði hans. Lengi vel var einungis hægt að kaupa hreina jógúrt í lítilli dós en árið 2009 kom á markað hrein jógúrt í hálfs lítra fernum. Félagsmaðurinn fagnaði þessu framtaki en hann vildi gjarnan að hægt væri að kaupa hreina léttjógúrt (þ.e. hreina jógúrt sem inniheldur mjög lítið hlutfall fitu). Neytendablaðið höfðu samband við Mjólkursamsöluna og fengu eftirfarandi svar: „Hvað varðar hreina léttjógúrt þá hefur sá möguleiki lengi verið til umræðu hjá okkur, en ekki fengið nægilegt brautargengi hingað til. Ástæðan fyrir því er meðal annars tiltölulega lítil hreyfing á hreinu jógúrtinni á markaði, en svo virðist sem aðrar hreinar vörur eigi frekar upp á pallborðið en hreina jógúrtin, svo sem Ab­mjólk og súrmjólk. Einnig höfum við sjaldan fengið ábendingar frá neytendum um að koma með hreina léttjógúrt. Það hefur þó aldrei verið slegið alveg af borðinu og aldrei að vita nema hún eigi eftir að líta dagsins ljós á næstu misserum.“ 23 NEYTENDABLA‹I‹ 1. TBL. 2011

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.