Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.03.2011, Blaðsíða 20

Neytendablaðið - 01.03.2011, Blaðsíða 20
Allt of mörg brunaslys verða á Íslandi sökum þeirrar hefðar að leiða jarðhita og hveravatn um og yfir 80°C heitt frá hitaveitu- grind, án meðhöndlunar, í neysluvatnslagnir íbúðahúsa. Flest brunaslys af völdum heits vatns eiga sér stað á baðherberginu og eru börn og eldra fólk í mestri hættu auk fólks með tak mark aða hreyfigetu. Svo mörg eru slysin að Orkuveita Reykjavíkur, Sjóvá, Forvarnar­ húsið og Landspítalinn fóru í átak fyrir nokkrum árum til að vekja athygli á hættunni. Svavar T. Óskarsson starfar hjá Orkuveit unni. Hann sagði í samtali við Neytendablaðið að það hefði viðgengist alltof lengi hér á landi að leiða allt að 80°C heitt vatn í neyslu­ vatnslagnir en því var í raun ekki breytt fyrr en með byggingar­ regl um árið 2003. Eftir stendur þó að í mjög mörgum húsum þarf að grípa til að gerða til að minnka hættuna á brunaslysum af völdum heits vatns. Svavar segir einkum tvennt til ráða. Annars vegar að lækka neyslu­ vatns hita frá hitaveitugrind niður í 60­65°C og hins vegar að tryggja að öll blöndunartæki séu með sjálfvirka hitastýrða blöndun. Hámarkshitastillir (38­45°C) ætti að vera fyrir sturtur, baðkör og setlaugar. Rétt er að hafa í huga að til að fyrirbyggja bakteríuvöxt í neysluvatnskerfum fyrir heitt vatn er ráðlagt að vatnshiti sé hvergi lægri en 50­55°C að töppunarstað. Svavar segir fulla ástæðu fyrir íbúðaeigendur, sérstaklega í eldri húsum, að tryggja að öryggi fólks stafi ekki hætta af heita vatns ­ notkun. Það verði þó ekki gert nema að fá löggiltan pípulagninga­ meistara í verkið. Sjá ráðleggingar um heitavatnsnotkun á www.stillumhitann.is Varúð - heitt vatn! - stillum hitann hóflega Neytendastarf er í allra þágu 10-11 11-11 Actavis Apótekið Arion banki Atlantsolía Bananar Borgun Bónus BT Byko Creditinfo Eimskip Frumherji Hagkaup Hátækni Heilsuhúsið Húsasmiðjan Iceland Express Icelandair IKEA Ísfugl Íslandsbanki Íslandspóstur Kaskó Kjarval Krónan Landsbankinn Lyfja Matfugl N1 Nettó Nóatún Office 1 Orkan Ormsson Penninn Rúmfatalagerinn Rönning Samkaup-Strax Samkaup-Úrval Samskip Samsung setrið Securitas Shell Síminn Sláturfélag Suðurlands Sölufélag garðyrkjumanna Tal Valitor Vátryggingafélag Íslands Vífilfell Vínbúð Vodafone Vörður tryggingar Öryggismiðstöðin 20 NEYTENDABLA‹I‹ 1. TBL. 2011

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.