Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.03.2011, Blaðsíða 10

Neytendablaðið - 01.03.2011, Blaðsíða 10
Neytendablaðið hafði samband við sóttvarnarsvið Landlæknis- embættis ins til að fræðast nánar um afstöðu yfirvalda. Þórólfur Guðnason yfirlæknir varð fyrir svörum. Með hvaða hætti ætla heilbrigðisyfirvöld að stemma stigu við of notk un sýklalyfja hér á landi? „Á undanförnum árum hafa heilbrigðisyfirvöld hvatt til skyn­ sam legrar notkunar sýklalyfja með fræðslu og útgáfu klín ískra leiðbeininga. Einnig hefur verið sett af stað sérstakt átak um skynsamlega notkun sýklalyfja í samvinnu við lækna heil brigðis­ stofnunar Suðurlands. Niðurstaðan í því átaki mun gefa leiðbein­ ingar um áframhaldandi vinnu á þessum vettvangi á komandi árum.“ Þórólfur segir ennfremur að það sé mikil einföldun að tala um ofnotkun sýklalyfja. Frekar mætti tala um að heilbrigðisyfirvöld ætli að stemma stigu við óskynsamlegri notkun sýklalyfja. Hafa heilbrigðisyfirvöld áhyggjur af mjög hárri tíðni miðeyrnabólgu í íslenskum börnum og sýklalyfjaávísunum vegna hennar? „Tíðni miðeyrnabólgu hér á landi svipar mjög til tíðni miðeyrnabólgu í nálægum löndum. Á vegum Landlæknisembættisins hafa verið gefnar út klínískar leiðbeiningar um meðferð við miðeyrnabólgu. Einnig er áætlað að hefja almenna bólusetningu hjá börnum á þessu ári gegn bakteríum sem m.a. geta valdið miðeyrnabólgu. Vonir standa til að bólusetningin muni draga verulega úr miðeyrnabólgu, sýkla lyfjanotkun og hljóðhimnurörum hjá börnum.“ En hversu raunhæft er það að læknar geti fylgt klínískum leið­ beiningum um meðferð við miðeyrnabólgu ef flest veik börn fá þjónustu á skyndivöktum? Þórólfur segir ósannað að börn fái frekar ávísað sýklalyfjum utan dagvinnutíma enda séu það sömu læknar sem sjái börn á daginn og utan dagvinnutíma. „Það eru engin skynsamleg rök fyrir því að læknar fylgi klínískum leiðbeiningum einungis á daginn en ekki utan dagvinnutíma. Gjöf sýklalyfja við sýkingum er alltaf háð mati læknis og þau gefin í samvinnu við foreldra.“ Væri ekki bæði hagkvæmara og skynsamlegra að auka þjónustu heilsu gæslunnar á dagvinnutíma í stað þess að flest veik börn sæki þjónustu á skyndivöktum? Þórólfur bendir á að opinberar áætlanir að undanförnu hafi miðað að því að fjölga heilsugæslulæknum en því miði hægt. „Veikindi barna ber oft brátt að og í dag verða foreldrar oft að leita með börn sín á skyndivaktir. Það er því ekki óeðlilegt að flestar mið eyrnabólgur greinist á skyndivöktum bæði á dagvinnutíma og utan dagvinnutíma.“ Hvað gera heilbrigðisyfirvöld? meta gang sýkingarinnar og endurmeta þörf á sýklalyfjameðferð.“ Vilhjálmur Ari segir nýjustu klínísku leiðbeiningar um meðferð eyrna bólgu og annarra loftvegasýkinga gera ráð fyrir að leitað sé til heilsugæslunnar þar sem möguleiki er á fræðslu og eftirfylgni. Ekki gefist tími til slíks á skyndivöktum nema að litlu leyti, auk þess sem þar komi alltaf nýir aðilar að málum. Norðurlandamet í sýklalyfjanotkun Vilhjálmur Ari bendir á að hér á landi sé sýklalyfjanotkun mun meiri en á hinum Norðurlöndunum og breiðvirkari lyf meira notuð. Mun urinn á milli landa er allt að 40%, þegar Ísland er borið saman við Svíþjóð, en hann er minnstur á milli Íslands og Finnlands, um 15%. Ástæðuna segir Vilhjálmur Ari geta verið þá að mun meira sé lagt upp úr skyndilausnum og vaktþjónustu hér á landi en fastri heim ilis læknaþjónustu, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu. Heilsugæsla eða skyndilausn „Það er mikilvægt að veik börn geti sótt þjónustu á heilsugæsluna þar sem foreldrar geta fengið fræðslu og þar sem auðveldara er að fylgj ast með þróun sýkinga en minni líkur eru þá á að gripið sé til skyndilausna á borð við sýklalyf,“ segir Vilhjálmur Ari. Með núverandi fyrirkomulagi, þar sem mikil undirmönnun er í heilsu­ gæslunni á höfuðborgarsvæðinu og mikið álag á vaktþjónustuna, sé hins vegar ekki hægt að fylgja þessum leiðbeiningum nema að takmörkuðu leyti. Miðað við hin Norðurlöndin vanti um 45 heim­ ilis lækna í Reykjavík og nágrenni og vaktþjónustan sé marg föld miðað við í nágrannalöndunum. Bólusetning skammtímalausn? Stjórnvöld hafa í hyggju að bólusetja gegn pneumókokkum og Vil hjálmur Ari segir að bólusetning muni lægja öldurnar tíma­ bundið. Hins vegar sé ljóst að ef ekkert annað verður að gert, svo sem að draga úr sýklalyfjanotkuninni, komi aðrir ónæmir stofn ar til með að leysa þá gömlu af hólmi og eru ekki til staðar í bólu efninu. Það sé því mikilvægt að gripið verði til viðamikilla ráð stafana í heilsugæslu­ og vaktþjónustunni áður en börn lenda í þeirri stöðu að fá ekki meðferð við alvarlegum sýkingum í náinni framtíð. Vilhjálmur Ari segir ábyrgð heilbrigðisyfirvalda mikla en þegar hafi viðhlítandi ráðstafanir dregist úr hófi. Sem betur fer sé þó ungbarna eftirlitið ennþá öflugt fyrir frísk börn; börnin fæðist heilbrigð og ungbarnadauði sé hvergi lægri í heiminum. Sama verði ekki sagt um þjónustu við veik börn, nema þau allra veikustu. „Sjálf skapaður heilbrigðisvandi er nú að verða stærsta vandamálið.“ segir Vilhjálmur Ari að lokum. 10 NEYTENDABLA‹I‹ 1. TBL. 2011

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.