Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.03.2011, Blaðsíða 22

Neytendablaðið - 01.03.2011, Blaðsíða 22
Wal-Mart keðjan í Bandaríkjunum hefur tilkynnt um nýja fimm ára áætlun sem miðar að því að auka hollustu þeirra matvæla sem keðjan selur. Markmiðið er að lækka hlutfall salts, sykurs og óhollrar fitu í sem flestum vörum auk þess sem verð á grænmeti og ávöxtum verður lækkað. Þetta framtak er meðal annars afrakstur viðræðna sem fyrirtækið hefur átt við Michelle Obama, forsetafrú Bandaríkjanna, en hún hefur verið ötull talsmaður fyrir bættu mataræði og sýnt lýðheilsu­ málum mikinn áhuga. Michelle tók formlega þátt í að kynna þessi áform ásamt forsvarsmönnum Wal­Mart í janúar síðastliðnum. Þetta er í fyrsta skipti sem hún styður við framtak ákveðins fyrirtækis og vakti það nokkra athygli. Sjálf segist Michelle sann­ færð um að fyrst fyrirtæki eins og Wal­Mart sé tilbúið að gera breyt ingar af þeim toga sem hér um ræðir sé ástæða til bjartsýni. Önnur fyrirtæki hafa reyndar áður tekið svipuð skref. Þannig lofaði ConAgra Foods því að lækka saltinnihald í vörum sínum um 20% fyrir 2015 og mörg fyrirtæki hafa sagst ætla að hætta að nota transfitusýrur. Þar sem Wal­Mart selur meiri mat en nokkur önnur keðja í Bandaríkjunum og kaupir gríðarlegt magn af þarlendum fram leiðendum telja næringarfræðingar að þessar breytingar fyrirtækisins geti haft veruleg áhrif á úrval og verðlag á hollum mat vælum. Michael Jacobson, sem starfar hjá óháðum samtökum, Center for Science in Public Interest, segir Wal­Mart vera í álíka stöðu og matvælastofnun Bandaríkjanna (FDA). Keðjan geti í raun ýtt mat væla iðnaðinum í rétta átt. lofar hollari mat Merkingar við nammibari -reglum ekki fylgt Það virðist nær undantekning að innihaldslýsing sé til staðar við hina vinsælu nammibari þótt reglur kveði á um annað. Neytenda­ samtökin hafa sent heilbrigðiseftirlitum sveitarfélaga erindi þar sem óskað var eftir að ástandið verði kannað og bætt úr málum þar sem þess er þörf. Kallað eftir Smiley-kerfi Neytendasamtökin hafa sent erindi til stjórn­ valda þar sem þau eru hvött til að taka upp Smiley­kerfið, eða bros karla kerfið, sem Danir innleiddu fyrir nokkrum árum. Kerf ið gengur í suttu máli út á að eftirlits­ skýrsl ur heil brigðisfulltrúa eru gerðar opinberar. Þannig geta neytendur kynnt sér nýjustu úttektina á veit inga­ hús um, bakaríum, ísbúðum eða öðrum þeim stöðum sem höndla með mat. Ítarleg grein um Smiley­kerfið birtist í 2. tbl. Neyt enda blaðsins árið 2009 en hana má einnig finna á heima síðunni. Leiðrétting Í síðasta blaði var fjallað um D­vítamínneyslu. Þau leiðu mistök urðu að rangar upplýsingar voru gefnar upp og var skammtur mældur í míkgrógrömmum of hár. Rétt er: Börn og fullorðnir: 10 µg (míkrógrömm) eða 400 IU (inter­ national units). Eldri en 61 árs: 15 µg (míkrógrömm) eða 600 IU (inter­ nation al units) Michelle Obama hefur beitt sér fyrir bættri lýðheilsu í tíð sinni sem forsetafrú. Nammibarir í verslunum Hagkaups eru merktir eins og reglur segja til um. 22 NEYTENDABLA‹I‹ 1. TBL. 2011

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.