Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.03.2011, Page 6

Neytendablaðið - 01.03.2011, Page 6
Ég rakst á DVD­disk með Stundinni okkar í verslunarleiðangri á dögunum. Nokkur eintök af disknum voru í rekka sem var greini­ lega verðmerktur: 999 kr. Það þótti mér gott verð og ég fleygði því eintaki í körfuna eftir að barnið hafði kinkað kolli til samþykkis. Þegar heim var komið renndi ég yfir kassastrimilinn og sá þá mér til undrunar að verslunin hafði innheimt 2.999 kr. fyrir diskinn góða. Ég gerði mér því aðra ferð í verslunina með krumpaðan strimilinn í vas anum. Þegar ég kom að rekkanum með DVD­diskunum sá ég að þar stóð enn stóru letri 999 kr. Það var ekki fyrr en maður rýndi í smáa letrið fyrir ofan að í ljós kom að verðið átti við disk með Strump unum en ekki Stundinni okkar. Samt var verðmiðinn greinilega við rekka með Stundinni okkar. Í kjölfarið hnippti ég í starfskonu og bað kurteislega um að fá að gera athuga semd við verðmerkingar í versluninni. Þegar ég hafði skýrt málið fyrir henni svaraði hún því til að maður gæti lítið gert við því sem viðskiptavinir tækju upp á og vildi því greinilega meina að einhver viðskiptavinur hefði sett diskinn í rangan rekka. Ég benti henni á að þarna væru að minnsta kosti þrír diskar í rekk­ anum. Þótti mér ótrúlegt að einhver viðskiptavinur hefði tekið sig til og enduraðað þeim öllum. ,„Maður hefur nú orðið vitni að ýmsu,“ svaraði afgreiðslukonan um leið og hún tók diskana og setti á réttan stað í hillunni. Loks tókst henni að kreista upp svolitla afsökunarbeiðni sem mér hefði þótt vænt um að heyra fyrr í sam talinu, helst fyrir varnarræðuna. Það sem fór mest í taugarnar á mér við þessa uppákomu var einmitt tregða starfskonunnar til að viðurkenna mistök verslunarinnar. Þess í stað var skuldinni um svifa laust skellt á einhverja óprúttna viðskiptavini. Einar Jónsson Efnið formaldehýð er eitt þeirra varasömu efna sem notuð eru í neysluvörum. Komist fólk í snertingu við efnið í háum styrk getur það haft ertandi áhrif á augu, húð og slímhúð og getur jafnvel valdið asmakasti hjá asmaveikum. Dæmi eru um að fólk geti þróað með sér óþol fyrir efninu og rannsóknir á dýrum sýna að efnið er krabbameinsvaldandi. Það er því ástæða til að forðast efnið enda þótt það sé einungis leyft í litlu magni í almennum neysluvörum Hársléttivörur Í Þýskalandi hefur opinber stofnun á sviði áhættumats og vöru­ öryggis (BfR) upplýst að hárvörur sem notaðar eru til að slétta hár innihaldi oft og tíðum of mikið af efninu formaldehýð. Ráðleggur stofnunin neytendum og hárgreiðslufólki að forðast þessar vörur. Innan Evrópusambandsins er óheimilt að nota form aldehýð í hár vörur. Neytendur og hárgreiðslufólk virðist samt sem áður nálg ast slíkar vörur í gegnum netið eða með bein um innflutningi án þess gera sér grein fyrir því hversu skað legar þær eru. Í sænska Neytendablaðinu Råd och Rön segir frá nýrri hársléttimeð ferð sem nýtur vaxandi vinsælda og kallast Brazilian Blowout. Hárið mun haldast slétt og glansandi í 12 vikur en þá þarf að endurtaka með ferð. Það sem veldur áhyggjum er að í sumum til fell um er mikið magn af formaldehýði í efnunum sem notuð eru og yfir völd í Kanada hafa t.d. fundið Blowout­vöru þar sem styrkur formalde hýðs var heil 12%. Rotvarnarefni í snyrtivörum Leyft er að nota formaldehýð í naglaherði en styrkurinn má ekki vera meiri en 5%. Þá er leyfilegt að nota efnið sem rotvarnar­ efni í snyrtivörur, svo framarlega sem styrkurinn fer ekki upp fyrir 0,2%. Skylt er að þó merkja efnið á umbúðir snyrtivara ef styrk ur inn er meiri en 0,05% Vefnaðarvörur Formaldehýð er gjarnan notað í vefnaðarvöru til að koma í veg fyrir krumpur. Reglur um leyfilegt magn efnisins eru breytilegar eftir því hvort fatnaður snertir húð eða ekki. Kröfurnar eru t.d. ekki eins strangar ef um útivistarfatnað er að ræða. Þær vörur sem einna helst innihalda of mikið formaldehýð samkvæmt banda rískri rann sókn eru straufríar skyrtur, buxur og koddaver. Því er mælt með því að straufríar vörur séu þvegnar fyrir notk­ un, jafnvel nokkr um sinnum. Hvar er þjónustulundin? Formaldehýð í neysluvörum 6 NEYTENDABLA‹I‹ 1. TBL. 2011

x

Neytendablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.