Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.03.2011, Blaðsíða 7

Neytendablaðið - 01.03.2011, Blaðsíða 7
Samkvæmt nýjustu tölum eru 193.000 Íslendingar á Facebook. Sumir eru þar eingöngu til að fylgjast með hvað aðrir segja og gera, en deila litlu um sjálfa sig. Aðrir tjá sig oft á dag um fólk, fréttir og eigin stöðu í lífinu. Sumir kæra sig ekki um neinar myndir á Facebook á meðan aðrir deila myndum af sjálfum sér, fjölskyldu og vinum. Þannig er Facebook; hátterni eins misjafnt og menn eru margir! Ekkert er ókeypis Skilmálar Facebook hafa lengi verið í umræðunni og gagnrýndir af neytendasamtökum víða um heim. Viðskiptahugmyndin að baki Facebook byggist á að safna sem mestum upplýsingum um sem flesta notendur en það gerir fyrirtækið gríðarlega mikils virði. Þótt allir geti notað Facebook ókeypis greiða þeir í raun fyrir með persónuupplýsingum sem þeir gefa upp . Leiðin að markhópnum Markaðsmenn voru fljótir að átta sig á möguleikum Facebook og í dag hafa fjölmargir seljendur komið sér fyrir á Facebook þar sem þeir auglýsa vörur og þjónustu. Persónuupplýsingar notenda, t.d. um þjóðerni, aldur, kyn og áhugamál, hjálpa auglýsendum að afmarka markhópinn sem markaðssetningin á að beinast að og hvergi er auðveldara aðgengi að þessum upplýsingum en einmitt á Facebook. Iðar af lífi Seljendur nota fleiri leiðir en venjulegar auglýsingar. Hver sem er getur stofnað hóp eða aðdáendasíðu á Facebook til að vekja athygli á verslun, þjónustu, málstað eða hverju sem er. Facebook er markaðstorg sem iðar af lífi. Rétt eins og í raunheimum finnast þar allar gerðir seljenda; stór og smá fyrirtæki, einyrkjar, götusalar og tombólukrakkar. Útsmognar leiðir Markaðsmenn virkja einnig notendur til að breiða út boðskap sinn. Söluherferðir byrja oft á Facebook. Aðdáendum er safnað og þeim jafnvel gefin von um vinning, skrifi þeir eitthvað jákvætt um vöruna og deili síðunni. Stundum hefst herferð án þess að upp sé gefið hvaða vöru eða þjónustu er um að ræða. Til dæmis náði smálánafyrirtæki að safna þúsundum aðdáenda áður en upplýst var hvaða þjónusta var í boði. Það virðist vera auðvelt að ráðskast með fólk á þessum vettvangi. Aðilar með töfralausnir eins og megrunar­ og heilsuvörur eru áberandi og lítið eftirlit með því hvort heilsufullyrðingar eða alhæfingar um eiginleika vöru séu réttar. Áhættan er kaupandans Sumir nýta sér Facebook til að selja fötin úr skápnum sínum og margir eru tilbúnir að taka áhættuna þó þeir hafi ekki tök á að máta eða skila flíkinni. Svo eru aðrir sem bjóðast til að kaupa varning í útlöndum og taka þá að sér að flytja inn eða senda eftir að greiðsla hefur borist. Dæmi er um að því sé lofað að farið verði fram hjá tollalögum, en það er kaupandinn sem tekur áhættuna ef það fer úrskeiðis. Viðskipti milli tveggja einstaklinga falla ekki undir neytendakaup en sé um lögaðila (hefðbundinn seljanda) að ræða gilda ýmsar reglur sem þarf að fylgja. Takmarkaðar upplýsingar Það virðist vera lítið eftirlit með starfseminni sem fer fram á Facebook og margar reglur eru brotnar án þess að einfalt sé fyrir neytandann að ná fram rétti sínum. Upplýsingar er oft mjög takmarkaðar og það er varasamt að kaupa af vefsvæði sem birtir engar upplýsingar um seljandann nema netfang. Sumir seljendur hafa eingöngu starfsemi á Facebook og þar rétt eins og hjá öðrum vefverslunum gilda lög um húsgöngu­ og fjarsölu þegar salan fer fram í atvinnuskyni. Eftirlit með lögunum er í höndum Neytendastofu. ÞH Facebook speglar samfélagið Götusalar, þrautskipulögð markaðssetning og allt þar á milli 7 NEYTENDABLA‹I‹ 1. TBL. 2011

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.