Frjáls verslun - 01.01.2006, Blaðsíða 18
FRÉTTIR
18 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 6
Þekkingardagur FVH:
Actavis og Hreiðar Már
Róbert Wessman, forstjóri Actavis, tekur hér við verðlaununum úr
hendi Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands.
Anna Lísa Sigurjónsdóttir, kennari og eiginkona Hreiðars Más
Sigurðssonar, forstjóra Kaupþings banka, tekur við verðlaununum
fyrir hans hönd. FV-myndir: Geir Ólafsson.
Actavis Group hlaut
Þekkingarverðlaun Félags
viðskiptafræðinga og hagfræð-
inga á árlegum þekkingardegi
félagsins nýlega og Hreiðar
Már Sigurðsson, forstjóri
Kaupþings banka, var við sama
tækifæri útnefndur viðskipta-
fræðingur ársins. Actavis var
eitt þriggja fyrirtækja sem
voru tilnefnd til verðlaunanna,
en hin voru Avion Group og
Bakkavör Group. Yfirskrift
þekkingardagsins að þessu
sinni var stefnumótun og voru
verðlaunin veitt því fyrirtæki
sem þótti hafa skarað fram úr
á sviði stefnumótunar. Þetta
er í sjötta sinn sem verðlaunin
eru veitt.
Jakob Sigurðsson, forstjóri Alfesca, og Kristján Loftsson, forstjóri
Hvals.
SÍF verður Alfesca
Fjöldi manns þáði boð SÍF um að
vera viðstaddur þegar nýtt nafn
og merki félagsins var afhjúpað
í Listasafni Reykjavíkur 9.
febrúar. Eftir að Ólafur Ólafsson
stjórnarformaður hafði boðið
gesti velkomna kynnti Jakob
Sigurðsson forstjóri sögu félags-
ins, tilurð nafnsins og starfsemi
þess í dag. Fram kom hjá Jakobi
að gamla nafnið ætti sér rætur í
hefðbundinni verslun með sjávar-
afurðir en nýtt nafn og merki er
tilkomið vegna umfangsmikilla
breytinga á starfsemi félags-
ins. Því er ætlað að vera tákn
fyrir nútímalegt og framsækið
matvælafyrirtæki sem hefur að
markmiði að vera leiðandi í fram-
leiðslu og sölu tilbúinna rétta
og sælkera- og hátíðarmatvöru
í Evrópu.
Ólafur Ólafsson, stjórnarformaður Alfesca, ásamt gestum frá HSH
Nordbank sem staddir voru hér á landi, þeim Flemming Elhöj,
Michael Hörslund og Gunnari Petersen sem raunar er Íslendingur.