Frjáls verslun - 01.01.2006, Blaðsíða 28
28 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 6
Viðskiptasamsteypa:
EXISTA (og Kaupþing banki)
Bræðurnir Lýður og Ágúst Guðmundssynir eru aðaleigendur Exista,
stærsta hluthafans í Kaupþingi banka, Símanum og Bakkavör Group.
HELSTA EIGN BAKKAVARAR HOLDING
Bræðurnir Lýður og Ágúst Guðmundssynir.
Bræðurnir í Bakkavör, Lýður og Ágúst Guðmundssynir, eru aðaleigendur
Exista, stærsta hluthafans í Kaupþingi
banka, Símanum og Bakkavör Group.
Þræðirnir liggja þannig að þeir eiga fjár-
festingarfélagið Bakkavör Holding sem
aftur á 59% eignarhlut í Exista á móti
19% eignarhlut Kaupþings banka og 22%
hlut sjö sparisjóða. Frá því þeir bræður
eignuðust fyrst stóran hluta í Kaupþingi
banka hafa þeir eðli málsins samkvæmt
unnið mjög náið með Sigurði Einarssyni,
stjórnarformanni bankans, og Hreiðari
Má Sigurðssyni, forstjóra hans. Exista og
Kaupþing banki hafa fjárfest samhliða í
Símanum og VÍS - fyrir utan að eiga svo
hvort í öðru.
Það er Exista sem er í reynd fjár-
festingarfélag þeirra bræðra, en þar er
Erlendur Hjaltason forstjóri. Exista ehf.
á dótturfélag í Hollandi sem heitir Exista
B.V. og þetta hollenska félag er skráð
fyrir eignunum í öðrum félögum.
Helstu eignir Exista B.V. eru 21%
hlutur í Kaupþingi banka, 45% hlutur í
Símanum (KB banki á 30% í Símanum),
29% hlutur í Bakkavör Group og 20% í
VÍS (KB banki á 25% í VÍS).
Vegna krosstengslanna, þ.e. að Exista
á í Kaupþingi banka og bankinn á í Exista,
getur hlutabréfaverð skrúfast upp hækki
verðið í einu fyrirtæki. Gefum okkur t.d.
að hlutabréfin í Bakkavör Group hækki
skyndilega í verði þá hækkar Exista og
við það hækkar Kaupþing banki líka
þar sem hann á 19% í Exista. En um leið
og bankinn hækkar þá heldur spírallinn
áfram og Exista hækkar aftur í verði. Allt
byrjaði þetta á því að bréfin í Bakkavör
Group hækkuðu. Sömu áhrif kæmu fram
ef Síminn yrði skyndilega verðmætari.
EXISTA
59%
Helstu eignir Exista
• KAUPÞING BANKI (21%)
• SÍMINN (45%)
• BAKKAVÖR GROUP (29%)
• VÍS (20%)