Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2006, Blaðsíða 85

Frjáls verslun - 01.01.2006, Blaðsíða 85
F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 6 85 L U N D Ú N A P I S T I L L S I G R Ú N A R ROGER MOORE, ÓMÁLAÐ MÁLVERK HALLGRÍMS OG GÓÐGERÐAMÁL þekkt er á meðal auðugra manna hér í Bretlandi: að láta gott af sér leiða. Að gefa til góðgerðasamtaka er rótgróin hefð í Bretlandi og forráðamenn þeirra íslensku fyrirtækja sem hér hafa haslað sér völl hafa örugglega ekki komist hjá að kynnast henni. Það er auðvitað hægt að hafa ýmsan háttinn á. Einn er að tryggja að alltaf séu ljósmyndarar til staðar til að gera stundina ódauðlega og láta alla vita af góð- og göf- ugmennskunni. Önnur leið er að láta sem minnst fyrir þessu fara, nefna þetta aldrei í fjölmiðlum og almennt að láta vinstri hönd- ina ekki vita hvað sú hægri sýslar. Enn önnur aðferð er að leggja til vinnu í þágu góðgerðasamtaka - þá þarf velgjörðamað- urinn ekki að vera neitt auðugur heldur einungis að hafa tíma og áhuga aflögu. Hagsmunir gefenda og þiggjenda fara ekki alltaf saman: gefendurnir eru oft ekki áfjáðir í auglýsingu, ekki endilega af hæversku heldur til að kalla ekki yfir sig flóðbylgju fyrirspurna um frekari styrki. Þiggjendur vilja oft auglýsa framlagið til að auglýsa sig. Eitt af því sem mér hefur þótt athyglis- verðast að kynnast hér í Englandi er hvað þessi afstaða, að láta gott af sér leiða, er útbreidd. „Nobless oblige“ er gamalt hug- tak yfir að aðallinn/þeir sem betur mega sín séu skuldbundnir til að láta gott af sér leiða. Upp úr þessu hefur sprottið heill geiri góðgerðafélaga - varla til það málefni sem ekki á sér styrktarfélag. Samtök þeirra, National Council for Voluntary Organisations, NCVO, áætla að í fyrra hafi aðildarfélögunum hlotnast 8,2 milljarðar punda sem samsvarar því að hvert mannsbarn hafi gefið 170 pund, um 18 þúsund krónur. Flestir gefenda, 21%, gefa til læknisrannsókna enda eru nokkur slík félög meðal öflugustu félag- anna. Stærðarmunur félaganna er mikill: 1,6% af stærstu félögunum fá 60% framlaga - og já, stór hluti framlaga kemur reyndar frá ríkinu núorðið. Gjafmildi sem námsefni Fyrstu kynnin af góðgerðahugsunarhættinum voru þegar yngsti sonur minn byrjaði hér 14 ára í skóla. Í hverri viku var umslag látið ganga í bekknum og krakkarnir hvattir að gefa eitt- hvað, þó ekki væri nema 10 pens, í tiltekið málefni. Þá vikuna kom svo fulltrúi við- komandi góðgerðafélags og kynnti félagið með því að tala yfir krökkunum á sal í hádeginu. Skólinn og félögin höfðu því sam- starf þannig að félögin fá úthlutað hvert sinni viku. Einnig tók skólinn þátt í árlegri tveggja vikna landssöfnun, í styrktarsjóð hermanna, sem kallast „valmúa-áheitið“, „poppy-appeal“, - nafnið er í minningu víg- valla fyrri heimstyrjaldarinnar þar sem val- múinn. Ef þið hafði einhvern tímann verið í Englandi og velt fyrir ykkur af hverju allir væru með pappavalmúa í barminum þá er þetta skýringin. Yfir veturinn var haldið bókhald yfir hvað mikið safnaðist í hverjum bekk og auðvitað keppni þar um. Mesta sem ég man að bekkur safnaði var tvö þúsund pund, um 220 þúsund krónum sem er dálagleg upphæð. Auk vikulega umslagsins keppt- ust krakkarnir við annað, þvoðu til dæmis bíla kennaranna sem þá létu andvirði þvott- arins renna í sjóð bekkjarins, héldu íþrótta- samkomur eða „playstation“-samkomur. Þeir krakkar sem leggja sig fram í söfn- uninni eru þegar komnir með gott innlegg á „lífshlaupið“ sitt. Það eru líka margir krakkar sem taka sér ársfrí eftir stúdents- próf og vinna þá við fjársöfnun fyrir góð- gerðafélög eða gera það sama eftir háskóla- nám. Slík vinna er launuð en reynslan er víða mikils metin þegar fólk sækir um vinnu. Sama gildir um mannaráðningar hér almennt: oft spurt hvort viðkomandi leggi góðgerðafélögum lið. Að leggja sitt af mörkum Sumir þeirra fullorðnu, sem helga svona félögum krafta sína, hafa uppgötvað að það er skemmti- legt, gefandi og áhugavert að nýta menntun og reynslu í öðru umhverfi en það er vant. Einn kunningi minn er lögfræðingur, sér- hæfður í fyrirtækjalögum og vann fyrir stórfyrirtæki fyrir stóran pening. Þegar hann komst á fimmtugsaldur vildi hann reyna annað en verndaðan vinnustað vel- stæðs lögfræðings. Núna sinnir hann stór- fyrirtækjum tvo daga vikunnar en hina þrjá vinnur hann fyrir samtök sem leitast við að efla skilning og áhuga krakka á lýðræði svo þau verði virkir þegnar. Hann er miklu sælli og glaðari með lífið en áður. Mörg fyrirtæki eru tengd góðgerðarfé- lögum þannig að þau lána starfsfólkið til félaga í vinnutímanum. Oft eru þetta félög sem starfa í hverfinu, hjálpa til dæmis krökkum að lesa - nýlegar tölur sýna að tólf milljónir fullorðinna eru svo stirðlæsir að þeir geta ekki lesið af viti. Önnur fyrir- tæki fella góðmennskuna inn í fyrirtækið. Troika er til dæmis lítið ráðgjafafyrirtæki steinsnar frá Piccadilly og hefur sett upp Troika Foundation, sem ramma um góð- gerðastarfsemi fyrirtækisins, beint að heimilislausum, börnum í erfiðleikum og umönnun krabbameinssjúklinga. Auðmannalistinn - og listi yfir gjafmilda Þegar Sunday Times birtir árlegan auð- mannalista sinn í apríl fylgir listi yfir hverjir gefa mest í góðgerðamál, auk þess sem blaðið birtir ítarlegar leiðbeiningar um hvernig eigi að gefa. Gjafir eru auk þess skattamál, frádráttarbærar. Miðað við tekjur var Elton John sá gjafmildasti á listanum í fyrra, gaf um 12% eigna sinna. Hann stofnsetti sitt eigið góð- gerðarfélag 1992 til að sporna við eyðni og hefur síðan gefið 30 milljónir punda, 3,3 milljarða króna. Málefnið valdi hann því hann er hommi, sá svo marga félaga sína veikjast og deyja og fannst hann sjálfur heppinn að sleppa. Að sögn kunnugra ver hann um fimmt- ungi tíma síns í stofnunina. Hann veit vel að hann þarf lítið að hafa fyrir að safna miðað við aðra því nafnið hans er mikils virði: hann safnaði milljón með því að bjóða upp fötin sín, en hann er líka ólatur að heimsækja þær stofnanir sem hann styður og umgangast sjúka og deyjandi. Annar poppari, gítarleikarinn Eric Clapton, notar einnig nafnið vel, var 8. á listanum, gaf um 2% af auði sínum 2004. Það árið safnaði hann 5,5 milljónum dala í New York, bauð upp gítarinn sinn og annað dót fyrir stofnun sem rekur afvötnunar- og hjálparstöð fyrir eiturlyfja- og drykkjusjúk- linga - annað dæmi þar sem reynsla gefand- ans markar styrktarsviðið en hefur einnig styrkt málefni barna. Potter-skaparinn JK Rowling hefur látið að því liggja að hún
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.