Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2006, Blaðsíða 70

Frjáls verslun - 01.01.2006, Blaðsíða 70
KYNNING70 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 6 Rafmagn á Íslandi er selt á samkeppnismarkaði frá og með 1. janúar 2006 í samræmi við lög sem Alþingi samþykkti í mars 2003 um vinnslu, flutning, dreifingu og viðskipti með raforku. Allir stærri notendur, það er að segja þeir sem nota 100 kW afl eða meira, gátu valið sér raforkusala frá og með 1. janúar 2005. Aðrir landsmenn öðluðust þetta sama viðskiptafrelsi 1. jan- úar síðastliðinn og geta nú samið um rafmagnskaup af þeim sem þeir kjósa helst. Landsnet hf. er stofnað á grundvelli þessara laga og hóf starf- semi sína 1. janúar 2005. Hlutverk Landsnets er að annast flutning raforku og kerfisstjórnun samkvæmt ákvæðum III. kafla raforku- laga og gegnir fyrirtækið lykilhlutverki í þeirri markaðsvæðingu á raforku sem stendur nú yfir. Þórður Guðmundsson er forstjóri Landsnets og segir hann fyr- irtækið vel undirbúið til að takast á við hið mikla hlutverk sem því er ætlað í orkumálum landsmanna: „Segja má að ferlið hefjist 2001 þegar Landsnet var hluti af Landsvirkjun, en síðastliðin tvö ár höfum við verið á fullu í þessum undirbúningi. Okkur er fyrst og fremst ætlað að annast rekstur flutningskerfis á raforku á Íslandi, sjá til þess að þeir aðilar sem eru í samkeppni á raforkumarkað- inum geti átt viðskipti. Í því samhengi má segja að flutningskerfið sé markaðstorg raforkunnar þar sem viðskiptin fara fram. Þetta gengur þannig fyrir sig að framleiðendur rafmagns borga fyrir að koma raforkunni inn á flutningskerfið og þeir sem kaupa rafork- una borga fyrir úttekt hennar af flutningskerfinu.“ Lækkun kostnaðar Raforkuumhverfið skiptist í fjóra þætti, framleiðslu, flutning, dreifingu og sölu. „Flutningur og dreifing er sérleyfisstarfsemi en samkeppni ríkir í framleiðslu og sölu. Okkar hlutverk er fyrst og fremst það að sjá til þess að orkusamningar sem aðilar gera sín á milli gangi eftir og tökum við að okkur að flytja raforkuna fyrir samningsaðila,“ segir Þórður. „Markmið okkar er að verð á flutningi raforkunnar fari lækk- andi á komandi árum og höfum við þegar tekið ákveðin skref í þá átt. Þannig lækkar gjaldskrá til dreifiveitna um 1% að nafnverði í ár og stefnum við að frekari árangri á komandi árum. Rekstur og viðhald flutningskerfisins hefur lækkað umtalvert á liðnum árum og má þann árangur að verulegu leyti rekja til samstarfsverkefnis sem við höfum tekið þátt í um nokkuð skeið. Þar er um að ræða samanburðargreiningu á kostnaði við að eiga og reka raforku- flutningsmannvirki sem 25 erlend flutningsfyrirtæki eiga aðild að. Þetta gerum við til að skapa samkeppnisanda í starfseminni og til að leita uppi bestu lausnir sem hafa skilað öðrum fyrirtækjum í samanburðarhópnum góðum árangri á liðnum árum. Er málum nú svo komið að kostnaðarstig Landsnets í rekstri og viðhaldi er það þriðja lægsta í samanburðarhópnum.“ Þórður bendir einnig á að einungis um 10% af þeim kostnaði, sem hinn almenni notandi greiðir fyrir raforku, sé vegna flutnings, en þetta hlutfall sé hærra hjá aflmældum notendum. „Þó svo að flutningurinn sé ekki stór hluti af raforkureikningnum er það mark- mið okkar að þetta hlutfall lækki enn frekar.“ Markaðsverð á raforku Að sögn Þórðar er virkjun markaðsumhverfisins einn mikilvægasti þátturinn í starfsemi Landsnets: „Eitt mikilvægasta verkefnið sem við vinnum að í dag er að leita heimilda til að reka skyndimarkað með raforku á Íslandi. Hann er hugsaður til að örva samkeppni með því að gefa aðilum á þessum markaði tækifæri til að kaupa og selja raforku. Það hefur löngum verið vandi hér á landi að það er ekki til neitt markaðsverð fyrir raforku því verðið er bundið í föstum samningum milli aðila. Með skyndimarkaði vonumst við til að örva markaðsumhverfið og þar með samkeppnina og ýta þannig á að raforkuverð fari lækkandi. Því fyrr sem slíkur markaður kemst á laggirnar og verður virkur, því fyrr getum við staðið undir þeim LYKILHLUTVERK Í MARKAÐS VÆÐINGU RAFORKUMÁLA LANDSNET HF.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.