Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2006, Blaðsíða 6

Frjáls verslun - 01.01.2006, Blaðsíða 6
6 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 6 skuldabréfaútgáfa bankans vegna fjármögnunar íbúða- lána hans fengi hæstu mögulegu lánshæfiseinkunn, Aaa, frá lánshæfisfyrirtækinu Moody’s Investors Service, eða sömu lánshæfiseinkunn og skuldabréf útgefin af íslenska ríkinu. 4) Eru eignatengsl stærstu fjárfesta og fyrirtækja á Íslandi „óvenjulega náin og óheilbrigð“? Svar: Í frétta- skýringu Frjálsrar verslunar um eignatengsl í íslensku viðskiptalífi kemur fram að þau eru að minnka - en þau má þó sjá í þremur viðskiptasamsteypum sem allar tengjast bönkunum. Krosstengsl (ég á í þér og þú átt í mér) eru engin í kringum Landsbankann, það vottar fyrir þeim í Íslandsbanka, en þau eru mest í kringum Kaupþing banka, en varla svo sláandi að hafa þurfi af því áhyggjur. 5) Er hin mikla arðsemi bankanna eingöngu vegna hækkana á verðbréfamarkaði? Svar: Nei, bankarnir hafa sjálfir gefið út að arðsemi þeirra án tillits til gengis- hækkana á hlutabréfamarkaði sé á bilinu 20 til 30%. Á VISSAN HÁTT er erlendu greiningarfyrirtækj- unum svolítil vorkunn þegar þau skoða eignatengslin því að í einhverjum tilvikum eru „hluthafar í felulitum“ . Engu að síður er hægt að taka undir það sem Björgólfur Guðmundsson sagði á aðalfundi Landsbankans, að skýrslur erlendra greiningarfyrirtækja væru eðlilegar en að gera yrði þær kröfur að þær byggju á réttum upp- lýsingum. Landsbankinn hefur t.d. gefið það út að alls staðar þar sem Landsbankinn í Lúxemborg er skráður hluthafi, þá er um skráningu í nafni annarra að ræða. Samt var það apað upp í skýrslunni að Landsbankinn ætti í sjálfum sér. ÞETTA ER EKKI í fyrsta sinn sem áliti útlendinga á íslenskum bönkum er slegið upp með risafyrirsögnum í íslenskum fjölmiðlum. Seint á síðasta ári fékk Kaupþing banki slæma útreið í greiningu Royal Bank of Scotland sem síðan var dregin til baka vegna þess að hún var byggð á röngum forsendum. Henni var samt slegið upp hérlendis. ÖLL UMRÆÐA ER TIL góðs og ekkert er betra en rökræður um stöðu mála í íslensku viðskiptalífi. „Glöggt er gests augað,“ stendur einhvers staðar. Gætum okkar samt á því að eitthvað verður ekki að stórasannleik bara við það eitt að útlendingar segja okkur það. Jón G. Hauksson RITSTJÓRNARGREIN „ÍSLENSKIR BANKAR Á BRÁÐNANDI ÍS?“ Þetta er heiti á skýrslu sem greiningarfyrirtækið Barclays Capital gerði nýlega um stöðu íslensku viðskiptabank- anna. Skýrslan hefur vakið mikla athygli hér á landi og henni hefur verið rækilega slegið upp sem „áliti útlend- inga“ á bönkunum. Skýrslan kom út á svipuðum tíma og skýrsla annars greiningarfyrirtækis, Credit Sights, um íslensku bankana. BÆÐI FYRIRTÆKIN TELJA íslensku bankana ekki eins sterka og af sé látið og að staða þeirra sé veikari en ársskýrslur þeirra gefi til kynna - og að lánshæfis- mat þeirra sé of hátt. Viðskiptabankarnir þrír högnuðust um 94 milljarða á síðasta ári. Bæði fyrirtækin telja að hraður vöxtur bankanna þriggja, einkum með erlendum lántökum, geti valdið þeim vandræðum í framtíðinni. Ennfremur segir að hin mikla arðsemi þeirra sé til komin vegna hækkana á verðbréfamarkaði sem standist ekki til lengdar. Hins vegar stafi bönkunum mest hætta af hinu skuldsetta viðskiptaumhverfi á Íslandi. Barclays Capital og Credit Sights fjalla síðan um náin eignatengsl stærstu fjár- festa og fyrirtækja á Íslandi og tala um að þau séu „óvenjulega náin og óheilbrigð“. EN HVERSU MIKIÐ er að marka skýrslur erlendu greiningarfyrirtækjanna? Skoðum málið. 1) Eru það ný sannindi að þjóðin sé orðin skuldsett og að útrásin sé fjármögnuð með erlendum lánum og eigin fé? Svar: Nei, þetta er margrætt mál á síðustu fimm árum og spurt hefur verið hvers vegna erlendu bankarnir séu svo miklir „idjótar“ að treysta okkur fyrir fé sínu, ef okkur er ekki treystandi. 2) Stafar bönkunum mest hætta af hinu skuldsetta viðskiptaumhverfi á Íslandi? Svar: Kannski, en vöxtur bankanna liggur að mestu í auknum umsvifum erlendis og með erlendri starfsemi hafa þeir dregið úr áhætt- unni en ekki aukið hana. Stór hluti af tekjum bankanna verður núna til erlendis. 3) Eru íslensk heimili vondir skuldarar? Svar: Ekki benda vanskil til þess. Bankarnir telja að íbúðalán séu traust lán fyrir þá - þótt þeir hagnist ekki svo mikið á þeim. Kaupþing banki upplýsti nýlega að fyrirhuguð Seint á síðasta ári fékk Kaupþing banki slæma útreið í greiningu Royal Bank of Scotland sem síð- an var dregin til baka vegna þess að hún var byggð á röngum forsend- um. Henni var samt slegið upp hérlendis. EIGNATENGSL Í ÍSLENSKU VIÐSKIPTALÍFI: Eru bankarnir á bráðnandi ís?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.