Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2006, Blaðsíða 63

Frjáls verslun - 01.01.2006, Blaðsíða 63
Þ að þykir ekki lengur fréttnæmt þótt helstu athafnamenn lands- ins noti einkaþotur á þeytingi sínum á milli landa. En fyrir fáum árum var sérstaklega tekið til þess í fjöl- miðlum ef erlendir þjóðhöfðingjar, millj- arðamæringar, forstjórar og stórstjörnur á sviði íþrótta og tónlistar kæmu til landsins á einkaþotum. „Baugsþotan“ er líklega þekktasta einka- þotan úr fréttunum. Hún komst á spjöld íslenskrar fréttasögu þegar Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, lét ná í Jón Ólafsson til landsins á einkaþotunni. Fréttamynd ársins. Þotan komst aftur í fréttirnar þegar hún var notuð til að flytja skáksnillinginn Bobby Fischer til landsins og lent var í beinni útsendingu í kastljósi fjölmiðla. Þá hefur verið sagt frá því að forsetafrúin hafi notað þotuna. Ekki er vitað hvort alltaf sé um sömu þotuna að ræða eða hvort Baugur sé með fastan leigu- samning. Baugur Group vildi ekkert tjá sig um þessa þotu eða ferðamáta stjórnenda Baugs þegar Frjáls verslun spurðist fyrir um þessa „frægu þotu“. Björgólfur Thor Björgólfsson ferðast um á sinni eigin einkaþotu og er það fyrir- tæki í eigu Björgólfs Thors sem á og rekur þotuna. Þegar sagt var frá þotu Björgólfs Thors í fréttum á síðasta ári var sagt að hún hefði kostað einn milljarð króna. Þá munu önnur stórfyrirtæki, eins og Kaup- þing banki og Actavis, nota einkaþotur í einhverjum tilvikum þegar mikið liggur við. Hvað kostar ferðin með þotu? Stóra málið er að það þykir ekki lengur til- tökumál að nota einkaþotur í einhverjum tilvikum. Samkvæmt upplýsingum Frjálsrar verslunar kostar það á bilinu 1,5 til 2,5 milljónir að leigja einkaþotu til meg- inlands Evrópu og ferðast þar um á henni. Þoturnar taka oftast a.m.k. um átta til tíu manns í sæti. Það getur því verið talsvert hagræði af því að nota svona þotur þegar funda þarf í skyndi. Það sparar augljóslega mikinn tíma og fyrirhöfn - og viðbótar- kostnaðurinn þarf ef til vill ekki að vera svo mikill ef margir fljúga með þotunni EINKAÞOTUR ERU FYLGIFISKUR ÚTRÁSARINNAR F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 0 5 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.