Frjáls verslun - 01.01.2006, Page 63
Þ
að þykir ekki lengur fréttnæmt
þótt helstu athafnamenn lands-
ins noti einkaþotur á þeytingi
sínum á milli landa. En fyrir fáum
árum var sérstaklega tekið til þess í fjöl-
miðlum ef erlendir þjóðhöfðingjar, millj-
arðamæringar, forstjórar og stórstjörnur á
sviði íþrótta og tónlistar kæmu til landsins
á einkaþotum.
„Baugsþotan“ er líklega þekktasta einka-
þotan úr fréttunum. Hún komst á spjöld
íslenskrar fréttasögu þegar Jón Ásgeir
Jóhannesson, forstjóri Baugs, lét ná í
Jón Ólafsson til landsins á einkaþotunni.
Fréttamynd ársins. Þotan komst aftur í
fréttirnar þegar hún var notuð til að flytja
skáksnillinginn Bobby Fischer til landsins
og lent var í beinni útsendingu í kastljósi
fjölmiðla. Þá hefur verið sagt frá því að
forsetafrúin hafi notað þotuna. Ekki er
vitað hvort alltaf sé um sömu þotuna að
ræða eða hvort Baugur sé með fastan leigu-
samning. Baugur Group vildi ekkert tjá sig
um þessa þotu eða ferðamáta stjórnenda
Baugs þegar Frjáls verslun spurðist fyrir
um þessa „frægu þotu“.
Björgólfur Thor Björgólfsson ferðast
um á sinni eigin einkaþotu og er það fyrir-
tæki í eigu Björgólfs Thors sem á og rekur
þotuna. Þegar sagt var frá þotu Björgólfs
Thors í fréttum á síðasta ári var sagt að
hún hefði kostað einn milljarð króna. Þá
munu önnur stórfyrirtæki, eins og Kaup-
þing banki og Actavis, nota einkaþotur í
einhverjum tilvikum þegar mikið liggur
við.
Hvað kostar ferðin með þotu?
Stóra málið er að það þykir ekki lengur til-
tökumál að nota einkaþotur í einhverjum
tilvikum. Samkvæmt upplýsingum
Frjálsrar verslunar kostar það á bilinu 1,5
til 2,5 milljónir að leigja einkaþotu til meg-
inlands Evrópu og ferðast þar um á henni.
Þoturnar taka oftast a.m.k. um átta til tíu
manns í sæti. Það getur því verið talsvert
hagræði af því að nota svona þotur þegar
funda þarf í skyndi. Það sparar augljóslega
mikinn tíma og fyrirhöfn - og viðbótar-
kostnaðurinn þarf ef til vill ekki að vera
svo mikill ef margir fljúga með þotunni
EINKAÞOTUR
ERU FYLGIFISKUR
ÚTRÁSARINNAR
F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 0 5 63