Frjáls verslun - 01.01.2006, Blaðsíða 81
F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 6 81
S A G A N Á B A K V I Ð A U G L Ý S I N G U N A
Í annarri situr ungur maður í niður-
níddri íbúð og segir frá því hvernig hann
reddaði vinningi móður sinnar í horn eftir
að hafa gleymt að endurnýja.
Í þeirri síðustu lýsa ung hjón vand-
ræðum sínum við að útskýra fyrir syn-
inum alla peningana sem allt í einu eru
komnir inn á heimilið. Þessum sjónvarps-
auglýsingum er síðan fylgt eftir með aug-
lýsingum í prentmiðlum.
Sagan á bak við auglýsinga
„Sagan á bak við þessar auglýsingar er
sú að á hverju ári eru dregnir út um
tvö hundruð milljónamæringar hjá Happ-
drætti Háskóla Íslands, en það eru afar
fáir sem þekkja það fólk,“ segir Jón Árna-
son hjá auglýsingastofunni Góðu fólki.
„Við viljum gjarnan segja sögu vinn-
ingshafanna, en fæstir í þessari aðstöðu
vilja stíga fram og sýna sig. Við búum í
litlu samfélagi og vinningshafar eru ekk-
ert að auglýsa fyrir vinum og nágrönnum
að þeir hafi dottið í lukkupottinn,“ segir
Jón.
Jón segir að margir milljónamæringar
geti hugsað sér að segja sögu sína, en
þeir vilji ekki þekkjast á mynd. „Þegar
á að búa til felumynd af vinningshafa þá
verður hún að vera jákvæð og skemmti-
leg. Það er ekki hægt að rugla mynd af
andliti þeirra eða nota aðrar aðferðir
þannig að maður fái á tilfinninguna að
viðkomandi sé í felum vegna þess að
hann hafi gert eitthvað af sér. Þetta er
í eðli sínu mjög kómískt vandamál sem
allir gætu hugsað sér að glíma við og
það hlýtur að vera jákvætt að geta ekki
komið fram vegna þess að maður er svo
heppinn!“ segir Jón.
Dagur Kári leikstýrði auglýsingunum
fyrir HHÍ, en hann gerði líka Thule-auglýs-
ingarnar þar sem tveir Danir voru í aðal-
hlutverkum. „Þetta er létt og skemmtilegt
og við höfum orðið vör við að fólk kann
að meta þennan húmor,“ segir Jón að
lokum.
Bynjólfur Sigurðsson, forstjóri Happ-
drættis Háskólans, sagðist upplifa auglýs-
ingarnar jákvætt þótt hann viðurkenndi
að sumar myndirnar, t.d. kanínuhausinn,
væru ekki í sínum stíl. „Við erum gam-
algrónir, en síungir í anda og auglýsing-
arnar bera þess merki.“
Hann reddaði vinningi móður sinnar í horn eftir að hafa sjálfur
gleymt að endurnýja.
Hjón útskýra fyrir syninum alla peningana sem allt í einu eru komnir
inn á heimilið.
Dagur Kári leikstýrði auglýsingunum fyrir
HHÍ, en hann gerði líka Thule-auglýsing-
arnar fyrir nokkrum árum þar sem tveir
Danir voru í aðalhlutverkum.