Frjáls verslun - 01.01.2006, Blaðsíða 64
64 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 6
N O T K U N E I N K A Þ O T N A
í einu. Þetta hefur verið orðað með þeim
hætti að notkun á einkaþotu sé hliðstæð
því þegar tekinn er leigubíll í vinnuna í stað
þess að bíða eftir strætisvagni.
Fyrir nokkrum árum hóf Björn Rúriks-
son flugmaður að leigja út litla einkaþotu í
samvinnu við norskt fyrirtæki. Hugmyndin
var sú að hver sem var gæti leigt vélina, rétt
eins og að panta leigubíl, og flogið á milli
landa. Björn segir að reksturinn hafi gengið
vel á sínum tíma en að hann sé hættur
í þessum rekstri í dag. Björn segist vera
viss um að það hafi verið hann sem kom
mönnum á bragðið við að nota einkaþotur
á sínum tíma.
Þegar Björn er spurður hvert einstak-
lingur, sem langar að leigja sér einkaþotu
og fljúga til Bretlands, eigi að snúa sér segir
hann að það sé engin leiguþota staðsett á
Íslandi í dag. „Hann yrði einfaldlega að leita
til erlendra aðila og láta sækja sig.“
Með því að slá inn orð eins og „jet
charter, charter jets eða private jets“ á leit-
arvél á Netinu kemur upp fjöldi síðna hjá
fyrirtækjum sem bjóða einkaþotur til leigu
í lengri eða skemmri tíma. Til gamans var
eitt þeirra beðið um að gefa upp hvað það
mundi kosta að leigja litla þotu frá Reykja-
vík til London og aftur heim daginn eftir.
Hjá www.aircraftcharter.com fengust
þær upplýsingar að flugið mundi kosta rúm-
lega tvær milljónir og þrjúhundruð þúsund.
Þotan sem er í boði tekur sjö farþega og er
af gerðinni Lear 35 og flugið tekur um það
bil tvo tíma og fjörutíu og fimm mínútur.
Þessi upphæð er hærri en Björn Rúriksson
sagði í viðtali við Morgunblaðið síðastliðið
vor, að það kostaði fimmtán til sextán hund-
„Baugsþotan“, eins og hún
er jafnan kölluð, er líklega
þekktasta einkaþotan úr frétt-
unum. Ekki er vitað hvort um
sömu þotuna sé að ræða. Hún
varð fræg þegar Jón Ásgeir
Jóhannesson, forstjóri Baugs,
lét ná í Jón Ólafsson til lands-
ins á einkaþotunni.
Fréttamynd ársins 2004. Jón Ólafsson kemur til landsins með einkaþotu sem Baugur Group leigði undir hann vegna samningaviðræðna um
sölu á Norðurljósum.
LJ
Ó
S
M
Y
N
D
:
P
JE
T
U
R
S
IG
U
R
Ð
S
S
O
N