Frjáls verslun - 01.01.2006, Blaðsíða 26
26 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 6
Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs Group, er augljóslega foringinn í þeirri
viðskiptasamsteypu sem snýst um Baug og
teygir anga sína í allar áttir. Hann ræður þó
ekki ríkjum í Íslandsbanka en tengist bank-
anum náið. Jón Ásgeir hefur frekar verið
að auka umsvif sín á Íslandi en að draga
saman. Hann vinnur náið með Pálma Har-
aldssyni í Fons og Hannesi Smárasyni í FL
Group. Síðustu mánuðina hefur samvinna
Jóns Ásgeirs og Karls Wernerssonar um
eignarhald fyrirtækja þeirra í Íslandsbanka
verið að þéttast. Baugur og Milestone eiga
eignarhaldsfélagið Þátt sem á núna um 23% í
Íslandsbanka og 67% í Sjóvá. Baugur er með
20% hlut í Þætti en Milestone 80%. Karl og
systkini ráða því þessu félagi. Íslandsbanki
á tæp 9% í FL Group og FL Group á tæp
17% í Íslandsbanka. Þá fjárfesti Milestone
í Merlin-keðjunni í Danmörku með Baugi
Group og Árdegi. Jón Ásgeir Jóhannesson
er núna með mestu ítökin í FL Group ásamt
Hannesi Smárasyni. Stjórnarformaðurinn
kemur frá Baugi. Landsbankinn er skráður
fyrir öllum hlut Baugs Group í FL Group
sem og hluta af eign Oddaflugs.
Karl og systkini í Milestone starfa mjög
sjálfstætt þrátt fyrir samstarfið við Jón
Ásgeir og lítum við svo á að þau hafi völdin
í Íslandsbanka án atbeina Jóns Ásgeirs og
Baugs. Fyrir rúmu einu og hálfu ári átti
Kaupþing banki 22% hlut í Baugi Group en
sá hlutur er núna um 11,5%. Þrátt fyrir það
telst Kaupþing banki til samsteypunnar
í kringum bræðurna í Bakkavör, Lýð og
Ágúst Guðmundssyni.
Hannes Smárason, forstjóri FL Group,
er einnig hluthafi í Húsasmiðjunni og Dags-
brún. Pálmi Haraldsson í Fons er hluthafi í
Baugi, Högum, Dagsbrún, FL Group, Húsa-
smiðjunni og þá hefur hann fjárfest með
Baugi Group í Bretlandi.
Viðskiptasamsteypa:
BAUGUR (og Íslandsbanki)
Jón Ásgeir Jóhannesson er foringinn í þessari samsteypu sem snýst m.a. um Baug
Group, FL Group og Dagsbrún. Hann vinnur náið með Karli Wernerssyni í Milestone í
tengslum við Íslandsbanka - en ræður þar þó ekki ríkjum.
HELSTU EIGNIR BAUGS GROUP Á ÍSLANDI
• HAGAR (Bónus, Hagkaup, Skeljungur)
• FL GROUP (24%)
• ÞÁTTUR (20%)
• DAGSBRÚN (28%) (Og Vodafone, 365 og Securitas)
• STOÐIR (49,9%) (Kringlan, Skuggahverfi)
• HÚSASMIÐJAN (45%)
Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs. Pálmi Haraldsson, eigandi Fons. Hannes Smárason, forstjóri FL Group.
ÍSLANDSBANKI23,3%
16,4%