Ægir - 01.02.2001, Qupperneq 28
Æ G I S V I Ð T A L I Ð
28
Gegn öllum lögmálum
Að loknum mælingum fyrir vestan var haldið á
loðnuslóð fyrir austan land. „Sveinn Sveinbjörnsson
fór austur fyrir á Bjarna Sæmundssyni í janúar og þá
fannst mun minna af loðnu en menn höfðu vonast til.
Á því gátu verið tvær skýringar. Annað hvort að ein-
faldlega væri ekki meira magn á svæðinu en mæling-
arnar gáfu til kynna eða þá að loðnan væri komin suð-
ur undir hitaskilin út af sunnanverðum Austfjörðum.
Við fórum austur fyrir til þess að rannsaka þetta
betur og fundum nokkuð stórar torfur, sem síðan
gáfu all góða veiði. Einkum hefur togurunum geng-
ið vel. Fljótt á litið sýnist mér vera nokkru minna af
loðnu fyrir austan land en út af Vestfjörðum, en
ástandið fyrir austan er þó mun skárra en mælingarn-
ar í janúar gáfu til kynna. Þetta er samskonar loðna
og fyrir vestan, stór og falleg með tiltölulega háu
hlutfalli af fjögurra ára fiski. En það er sá undarlegi
munur á að hrognafyllingin fyrir austan er miklu
minni en í loðnunni fyrir vestan. Þetta er þveröfugt
við það sem venjulegt er og því má segja að á þessu
herrans ári snúi allir hófar öfugt á merinni.“
Hjálmar segir það engin ný tíðindi að loðnan
bregði út af hinu venjulega mynstri og enn komi hún
vísindamönnum á óvart. „Fyrir mig persónulega er
þetta auðvitað hið besta mál, maður hefur þá eitthvað
að gera á meðan,“ segir Hjálmar og hlær við. „Manni
finnst það auðvitað helvíti skítt að hafa varið doktors-
verkefni um þetta kvikindi úti í Bergen árið 1994 og
standa svo gapandi yfir svona tiltölulega einföldum
hlut, að því er maður telur, en er það greinilega alls
ekki!“
Mikið af loðnu í sjónum
Hjálmar Vilhjálmsson segist ekki sjá annað en að al-
mennt verði þessi loðnuvertíð ljómandi góð. „Við
eigum eftir að fara nákvæmlega ofan í gögn úr þess-
um leiðangri, en ég get ekki betur séð en að menn
ættu að vera nokkuð ánægðir með útkomuna.“
- Kemur loðnan þér alltaf jafn mikið á óvart?
„Já, eiginlega má segja það. Það má kannski orða
það svo að ég er mjög hamingjusamur þegar loðnan
gerir það sem ég held að hún muni gera. Þorskurinn
er vissulega mjög háður loðnunni, hún er jú aðal
ætistegund hans. Það er því mikið í húfi og óneitan-
lega er maður svolítið á nálum um að gera einhverja
vitleysu í þessum loðnurannsóknum.“
Hjálmar segir ekki auðvelt að spá fyrir um loðnu-
veiðarnar næstu árin út frá stofnmælingum í þessum
leiðangri á Árna Friðrikssyni. „Ég get ekkert sagt til
um veiðarnar á næstu tveim árum. En hitt er svo ann-
að mál að ég var ekkert óhress með þær mælingar
sem voru gerðar á loðnunni síðastliðið haust og er enn
ánægðari með þær eftir það sem ég sá í þessum leið-
angri. Þessar mælingar hafa sem sagt staðfest að það
er mikið af loðnu í sjónum og hún er mjög vel á sig
komin.“
-Hver er helsta skýringin á því?
„Það virðist vera sterkt samband á milli vaxtar og
viðgangs loðnunnar og ástands sjávar fyrir norðan
land. Þegar sjórinn er hlýr fyrir norðan virðist loðnan
hafa það gott, jafnvel þótt hún sæki æti sitt langt
norður í höf. Síðastliðið sumar var sjór óvenju hlýr
fyrir norðan land og loðnan hafði það því nokkuð
huggulegt.“
Loðnan er góð fyrir svanga!
Loðnan er sem kunnugt er alveg sérstaklega eftirsótt-
ur fiskur austur í Japan. Þar þykir hún einstakur
herramanns matur. En á Íslandi er annað uppi á ten-
ingnum. Hér þykja þeir skrítnir sem leggja sér loðnu
til munns. Hjálmar Vilhjálmsson segir að einhvern
veginn hafi aldrei myndast hefð fyrir því hér á landi
að borða þessa mikilvægu útflutningsvöru. „Sjálfur
hef ég borðað loðnu og finnst hún ekki góð. Ef hún er
steikt verður bragðið heldur beiskt. Fyrir svangan
mann er allt í lagi að borða loðnuna, en þegar maður
er orðinn sæmilega saddur og ætlar að halda áfram að
borða sér til ánægju, þá vandast málið! Ég get verið
sammála Jóni Grímssyni, vélstjóra, sem í eina tíð var
á Árna Friðrikssyni. Einu sinni steikti kokkurinn á
Árna loðnu handa okkur, en Jón lét sér fátt um finn-
ast. Kokkurinn spurði hann hvort honum litist ekki
á loðnuna? Þá urraði Jón á hann og sagði: „Ég kýs nú
heldur að sjá hana annars staðar en á matborðinu!
„Þessar mælingar hafa
sem sagt staðfest að
það er mikið af loðnu
í sjónum og hún er
mjög vel á sig komi,“
segir Hjálmar.