Ægir

Volume

Ægir - 01.02.2001, Page 29

Ægir - 01.02.2001, Page 29
29 E R L E N T Norska fyrirtækið Primex í Haugesund, sem framleiðir kítín úr rækjuskel, hefur tapað umtalsverðum fjármunum undanförnum árum en þrátt fyrir það lítur forstjóri þess, Ståle Birkeland, björtum augum til framtíðar. Fyrirtækið hefur fengið GRAS (Generally Recognized As Save) viðurkenninguna í Bandaríkjunum fyrir framleiðslu sína, ChitoClear, sem er kristalstært þegar því er blandað í vatn en vatn blandað kítíni frá Asíulöndum verður gruggugt. Sölustjóri Primex, Bjarte Langhelle, telur að gæði framleiðslunnar opni fyrir- tækinu mikla möguleika í Bandaríkjun- um og þar muni verða mikilvægasta markaðssvæði þess í framtíðinni. Ástæð- una segir hann vera sívaxandi eftirspurn eftir náttúrlegum efnum þar vestra til að blanda í margs konar iðnaðarvörur. Þolinmóðir eigendur Vegna GRAS viðurkenningarinnar munu hluthafar loksins fá greitt fyrir þolin- mæði sína eftir margra ára útgjöld og út- gáfu nýrra hlutabréfa. Ståle Birkeland vill þó ekki reyna að spá hvenær fjárfesting í fyrirtækinu fer að gefa arð, en útilokar ekki að það verði kannski eftir tvö ár. „Við leggjum nú kapp á að vinna og undirbúa markaðinn. Það er margra ára vinna en nú lítur út fyrir að ýmsar dyr séu að opnast í Bandaríkjunum,“ segir Birkeland. Auk góðs útlits þar vestra spillir ekki að Japanir hafa nú þegar pantað 80 tonn, sem nemur um þriðjungi af ársfram- leiðslu fyrirtækisins. 40 tonn af rækjuskel BioHenk í Tromsö er eina fyrirtækið í Noregi annað en Primex sem framleiðir kítín úr rækjuskel, mest fyrir snyrtivöru- iðnaðinn. Daglega vinnur Primex um 80 tonn af rækjuskel. Dótturfyrirtæki eru á Finns- nes í Troms og Hasvik í Finnmark. Þau sjá um hráefnisöflun. „Mikilvægast fyrir okkur er að hráefnið sé eins ferskt og mögulegt er,“ segir Birkeland. Í fyrra framleiddi Primex um 200 tonn af kítíni, sem er næstum 40% aukning frá árinu 1999. Bjartsýni á framtíð kítínframleiðslu úr rækjuskel

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.