Ægir - 01.02.2001, Blaðsíða 38
Jónbjörn Pálsson
Höfundar eru
starfsmenn
Hafrannsóknar-
stofnunarinnar
Gunnar Jónsson
Þessar tegundir eru flundra, Platichthys flesus, sem
veiddist í september 1999 en sex fiskar skiluðu sér
árið 2000, trölli, Lamprogrammus shcherbackevi og
djúpmjóri, Lycodes terraenovae. Auk þess veiddust
aðrar mjög sjaldséðar tegundir eins og rauðskinni,
Barbourisia rufa, sá fjórði hér við land, hornfiskur,
Belone belone, e.t.v. sá fjórði hér, bleikmjóri,
Lycodes luetkeni, tveir fiskar nr. fjögur og fimm á Ís-
landsmiðum og rósafiskur, Rhodichthys regina, tveir
fiskar en þessi tegund veiddist hér í Ingólfsleið-
angrinum 1995-’96 og síðan hafa ekki margir rósa-
fiskar veiðst á Íslandsmiðum. Auk þeirra fiska sem
bárust til Hafrannsóknastofnunar fréttist af öðrum
m.a. í dagblöðum.
Hér á eftir verður gerð grein fyrir helstu sjaldséð-
um fiskum ársins 2000 en áður er rétt að geta þess að
í október árið 2000 barst Hafrannsóknastofnun mjög
sjaldséður fiskur sem veiðst hafði í desember árið
1999, en það er svartskoltur, Brotulotaenia crassa.
Hann veiddist á svokallaðri. Jökultungu í Faxaflóa á
238 m dýpi og mældist 64 cm og var 900 g á þyngd.
Veiðiskip var Klakkur SH. Þetta er annar fiskur teg-
undarinnar á Íslandsmiðum en sá fyrsti veiddist í júlí
1998.
Loks er getið nokkurra fiska sem veiddust í leið-
angri á rs. Bjarna Sæmundssyni í júní og júlí árið
1999 en birting á niðurstöðum þeirra rannsókna hef-
ur dregist.
Sæsteinsuga, Petromyzon marinus
Í byrjun september fréttist af einni 70 cm langri sæ-
steinsugu sem veiddist á Fjöllunum suðvestur af
Reykjanesi. Þá veiddist önnur viku af september í
botnvörpu Júlíusar Geirmundssonar ÍS á 439 m dýpi
norður af Víkurál. Hún mældist 80 cm. Sú þriðja,
sem var 87 cm löng, veiddist um miðjan september á
110 m dýpi á línu Staðarbergs GK skammt undan
Grindavík.
Brandháfur, Hexanchus griseus
Samkvæmt frétt í Morgunblaðinu (Úr Verinu) þ. 6.
sept. 2000 veiddist í byrjun september 135 cm
brandháfshrygna, 10 kg á þyngd, á línu á 92 m dýpi
rétt austan við Elliðaey við Vestmannaeyjar. Veiði-
skip var Sævaldur VE.
Það hafa þá fengist sjö brandháfar við Ísland á síð-
ustu öld (1920 til ársloka 2000).
Kambháfur, Pseudotriakis microdon
Seint í maí veiddust þrír í net Hafnarrastar ÁR, sem
var við tilraunaveiðar á skötusel, á 421 m dýpi í
Síðugrunnskanti (63°16´N, 17°09´V). Einn var
mældur og var hann 112 cm. Þá veiddust sjö hæng-
ar, 210-248 cm langir og 22-26 kg (slægðir) í byrj-
un júní undan Suðurlandi við sömu tilraunaveiðar á
sama skipi.
Þeim smá fjölgar kambháfunum sem veiðast á Ís-
landsmiðum. Á árunum 1900 til ársloka 2000 feng-
ust hér a.m.k. 25 kambháfar á svæðinu frá Ingólfs-
höfða vestur í Skerjadjúp.
Græðisangi, Holtbyrnia anomala
Einn 14,5 cm langur græðisangi veiddist á Reykja-
neshrygg í maí eða júní.
Marangi, Holtbyrnia macrops
Marangi, 30,5 cm, veiddist á 1098 m dýpi vestan við
Reykjaneshrygg (61°34´N, 28°24´V) í apríl og tveir,
17 og 18, 5 cm veiddust á 832-915 m dýpi á svipuð-
um slóðum (62°00´N, 28°05´V) í lok maí.
Úthafsangi, Maulisia microlepis
Úthafsangi, 27 cm langur, veiddist í apríl á 1098 m
dýpi vestan við Reykjaneshrygg (61°34´N,
28°24´V).
Einnig veiddust tveir angar sem ekki reyndist unnt
Sjaldséðir fiskar á
Íslandsmiðum árið 2000
Árið 2000 barst fjöldi sjaldséðra fisktegunda til Hafrannsóknastofnunar.
Einnig veiddust nokkrir sjaldséðir fiskar í leiðöngrum Hafrannsókna-
stofnunar. Þrjár þessara tegunda hafa ekki áður veiðst á Íslandsmiðum
svo kunnugt sé. Ein þeirra veiddist reyndar í september árið 1999 en
kom ekki á Hafrannsóknastofnun fyrr en í mars 2000.
38
F I S K A R