Ægir - 01.02.2001, Side 40
Tómasarhnýtill,
Cottunculus thomsonii
Tómasarhnýtill, 41 cm langur, veiddist á 732 m dýpi
á grálúðuslóð vestan Víkuráls (65°50´N, 27°40´V) í
byrjun desember. Veiðiskip Snorri Sturluson RE.
Sandhverfa, Psetta maxima
Í apríl veiddist ein 30-40 cm löng sandhverfa við
Melrakkasléttu og í ágúst þrjár í kolanet á 9 m dýpi
á Hólsvík austan Raufarhafnar. Þær voru 1-3,5 kg á
þyngd. Árið 1998 veiddust tvær á svipuðum slóðum.
Í desember veiddist ein 85 cm löng og 11 kg slægð
á Suðvesturmiðum og mun hún vera með þeim
stærstu sem veiðst hafa hér við land en sandhverfa er
talin geta náð um 100 cm lengd og 25 kg þyngd.
Stærri en 70 cm eru sjaldséðar.
Lúsífer, Himantolophus groenlandicus
Í maí veiddi togarinn Snorri Sturluson RE alls sex
lúsífera sem voru 20-44 cm langir í flotvörpu á 732-
1025 m dýpi á Reykjaneshrygg og í nóvemberlok
veiddi sami togari 27 cm lúsífer á 732 m dýpi á grá-
lúðuslóðinni vestan Víkuráls (65°50´N, 27°40´V).
Litli lúsífer, Himantolophus mauli
Um miðjan maí veiddi Snorri Sturluson RE litla lús-
ífer, 14 cm langan, í flotvörpu á 1025 m dýpi á
Reykjaneshrygg (61°28´N, 27°38´V) og í september
veiddi sami togari annan 17 cm langan í flotvörpu á
659 m dýpi djúpt vestur af Bjargtöngum (65°38´N,
27°30´V).
Drekahyrna, Chaenophryne draco
Seint í maí veiddi Snorri Sturluson RE í flotvörpu
12,5 cm drekahyrnu á Reykjaneshrygg (62°00´N,
28°30´V).
Slétthyrna,
Chaenophryne longiceps
Í maí veiddi Snorri Sturluson RE slétthyrnu sem
mældist 10 cm, í flotvörpu á 842 m dýpi á Reykja-
neshrygg (61°23´N, 28°05´V).
Sædjöfull, Ceratias holboelli
Í apríl, maí og júní veiddi Snorri Sturluson RE sex
sædjöfla 18-84 cm langa á Reykjaneshrygg og í sept-
ember tvo 57 og 58 cm djúpt vestur af Bjargtöngum.
Surtur, Cryptopsaras couesi
Í apríl veiddi Snorri Sturluson RE í flotvörpu á 1098
m dýpi við Reykjaneshrygg (61°34´N, 28°24´V),
29,5 cm surt og í byrjun september annan 26 cm
langan á 659 m dýpi djúpt vestur af Bjargtöngum
(65°38´N, 27°30´V).
Tunglfiskur, Mola mola
Í desemberbyrjun veiddi Gullver NS tunglfisk sem
mældist 170 cm langur . Hann veiddist í Hvalbaks-
halla (á.a.g. 64°05´N, 13°02´V).
Í októberleiðangri á r.s. Árna Friðrikssyni RE 200
(Á7-2000) veiddust nokkrir merkilegir fiskar og eru
þessir helstir:
Stuttnefur, Hydrolagus affinis
Út af Stokksnesgrunni (63°36´N, 14°10´V), 1178-
1187 m, fjórir fiskar 100-107 cm langir.
Langnefur, Hariotta raleighana
Djúpt suðvestur af Reykjanesi (63°15´N, 26°06´V),
1027-1066 m, einn fiskur og djúpt vestur af Reykja-
nesi (63°52´N, 27°05´V), 1069-1023 m, einn fiskur.
Íslands-Færeyjahryggur (63°48´N, 13°11´V), 780-
827 m, einn fiskur. Langnefir þessir voru 57-100
cm langir.
Bleikskata, (?),
Raja (Malacoraja) kreffti
Veiddist á 1258-1300 m dýpi djúpt suðvestur af
Reykjanesi (63°06´N, 26°29´V)
Djúpskata, Raja (Rajella) bathyphila
Ein, 19,5 cm löng, veiddist á 1028-1010 m dýpi í
Grænlandssundi djúpt vestur af Bjargtöngum
(65°26´N, 28°23´V) og önnur, 82 cm löng, veiddist
á 685-712 m dýpi í Berufjarðarál (63°56´N,
13°02´V).
Hvíta skata, Raja lintea
Tvær veiddust í leiðangrinum, önnur á 388-395 m
dýpi í Rósagarðinum (63°30´N, 11°44´V). Hún var
122 cm á lengd. Hin sem mældist 102 cm veidist á
678 m dýpi suðvestur af Reykjanesi (62°50´N,
24°09´V).
Gapaldur, Eurypharynx pelecanoides
Einn veiddist á 1010-1014 m dýpi í Grænlandssundi
vestur af Látragrunni (65°03´N, 28°14´V).
40
F I S K A R
Kort sem sýnir fundarstaði vígatanna, trölla og djúpmjóra á Íslandsmiðum.