Ægir

Volume

Ægir - 01.08.2002, Page 40

Ægir - 01.08.2002, Page 40
40 F Y R I RT Æ K J A K Y N N I N G Á heimasíðu fyrirtækisins – www.aukaraf.is - kemur fram að Aukaraf ehf. hafi verið stofnað árið 1996 og í upphafi hafi fyrir- tækið einungis verið verkstæði, en fljótlega hafi verið sett upp verslun með aukarafbúnað. Í dag rekur Aukaraf heildsölu, verslun og verkstæði. „Mikil reynsla er fyrir hendi í fyrirtækinu,” segir á heimasíðunni, „og sterkustu svið- in eru hljómtæki og þjófavarnar- kerfi ásamt frágangi á hvers kyns rafbúnaði í fólksbíla, jeppa, hús- bíla, vinnubíla og önnur farar- tæki.” Kynning á sjávarútvegs- sýningunni „Við höfum aðeins verið að fikra okkur inn á smábátamarkaðinn með t.d. vatnsheld box fyrir út- varpstæki, talstöðvaloftnet og „invertera” sem breyta 12 og 24 voltum í 230 volt. Við erum með umboð fyrir Magellan og vörulín- an hjá þeim hefur verið að styrkj- ast og þar á bæ eru menn í aukn- um mæli að koma með lausnir fyrir bátana. Einnig er Icom með afskaplega vandaðar VHS-tal- stöðvar og sömuleiðis stutt- bylgjustöðvar,” segir Ásgeir Örn. Á sjávarútvegssýningunni í Smáranum í Kópavogi kynnti Aukaraf m.a. vörulínuna frá Icom og segir Ásgeir Örn að viðtökurn- ar hafi verið mjög góðar. „Og síð- an höfum við fengið í okkar raðir Baldur Bragason, sem annaðist til fjölda ára viðgerðir hjá Radioþjónustu Sigga Harðar ehf. Baldur styrkir okkur og gerir okkur betur mögulegt að þjón- usta viðskiptavini okkar sem best,” segir Ásgeir Örn. Ýmislegt fyrir sjávarútveginn Samandregið segir Ásgeir að þær vörur sem Aukaraf hafi á boðstól- um fyrir sjávarútveginn séu VHS- talstöðvar og stuttbylgjustöðvar sem og UHF-talstöðvar sem eru notaðar um borð í bátunum til samskipta milli áhafnarmeðlima. „Einnig erum við með vatnshelda poka utan um ýmsan viðkvæman búnað, vatnshelda hátalara og GPS-búnað. Einnig má nefna að Icom framleiðir líka dýptarmæla og radara, sem við gerum ráð fyrir að verða með ef markaðurinn kallar eftir þeim,” sagði Ásgeir Örn Rúnarsson. Aukaraf ehf. – Skeifunni 4 í Reykjavík: Aukin áhersla á sjávarútveginn - m.a. selur fyrirtækið talstöðvar og frá japanska fyrirtækinu Icom „Upphaflega er Aukaraf fyrirtæki sem sérhæfir sig í aukarafbúnaði í öll farartæki. Við höfum hins vegar verið að færa okkur yfir í ýmsa aðra hluti sem tengjast bílum, t.d. hljómtæki, GPS-tæki og litlar talstöðvar. Í byrjun þessa árs hófum við síðan innflutning á talstöðvum frá japanska fyrirtækinu Icom. Í boði eru ýmsar gerðir talstöðva og þar á meðal tal- stöðvar sem henta mjög vel fyrir báta,” segir Ásgeir Örn Rúnarsson, sölu- og markaðsstjóri Aukarafs, sem er til húsa í Skeifunni 4 í Reykja- vík. Vígreifir starfsmenn Aukrarafs í bás fyrirtækisins á sjávarútvegssýningunni í Smáran- um í Kópavogi í byrjun september. Mynd: Sverrir Jónsson.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.