Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2003, Blaðsíða 8

Ægir - 01.06.2003, Blaðsíða 8
8 F R É T T I R Samtök eigenda sjáv- arjarða bíða nú eftir afstöðu ríkisstjórnar- innar til þeirra óska samtakanna að eig- endur sjávarjarða um allt land fái á nýjan leik virtan og stað- festan í lögum rétt þeirra til útræðis. Ómar Antonsson, for- maður samtakanna, telur að ef ríkisvaldið taki ekki undir óskir Samtaka eigenda sjávarjarða geti vel svo farið að málið verði til lykta leitt fyrir dómstólum. Fyrir um tveimur árum voru Samtök eigenda sjávarjarða stofn- uð og voru stofnaðilar rétt um 500 talsins. Ætla má að um eitt þúsund sjávarjarðir séu á Íslandi, þar af er trúlega um fimmtungur þeirra í eigu ríkisins. Markmið samtakanna eru annars vegar að fá útræðisrétt sjávarjarða virtan á ný og staðfestan í gildandi lögum um stjórn fiskveiða og hins vegar að vinna að því að eignarréttindi sjávarjarða innan netlaga og eign- arhlutdeild í sjávarauðlindinni verði virt og í heiðri höfð. Vitnað til Jónsbókar Ómar Antonsson segir óumdeilt að eigendur sjávarjarða hafi rétt til sjávarins undan jörðum sínum og í því sambandi vitnar hann til ákvæða í rekabálki Jónsbókar, sem sótt eru í Grágás. Þar kemur fram að eigandi sjávarjarðar eigi skýlausan rétt á öllu sjávargagni fyrir landi sínu innan við netlög, 115 metra færi út frá stór- straumsfjörumörkum. Svipar til þjóðlendumálsins Ómar segir að um margt svipi þetta mál til þjóðlendumálsins svokallaða, sem endaði fyrir dóm- stólum. Hér sé um stórmál að ræða fyrir eigendur þessara jarða - þetta sé byggðapólitískt mál. „Þetta er vissulega erfitt verkefni, en við erum samt að reyna að nudda í þessu,“ segir Ómar og tekur fram að málið sé margþætt. Það taki til atvinnuréttar, hlunn- indaréttar, einkaréttar og eigna- réttar. Með lögum um stjórn fisk- veiða á sínum tíma hafi á einu augabragði verið á brott numinn réttur eigenda sjávarjarða til þess að sækja sér fisk, nema það sem kallað er að veiða sér í soðið. „Löggjafinn úthlutaði mönnum veiðirétti á þessum svæðum að okkur forspurðum og nú viljum við fá viðurkenndan rétt okkar til veiða í samræmi við lögbundinn Samtök eigenda sjávarjarða: Erum seinþreyttir til vandræða - segir formaður samtakanna, sem berjast fyrir því að sjávarjarðir fái útræðisrétt virtan á ný og staðfestan í lögum um stjórn fiskveiða „Við teljum að í raun hafi ríkisvaldið stolið hafsvæðum við landið og ráðstafað þeim í fullkomnu heimildarleysi. Sérfræðingar sem hafa farið yfir málið telja borðleggjandi að þetta sé unnið mál fyrir dómstólum,“ segir Ómar Antonsson. Mynd: Bændablaðið. Formaður Samtaka eigenda sjávarjarða segir að þetta mál taki til atvinnuréttar, hlunnindaréttar, einkaréttar og eigna- réttar. Reki er og hef- ur ætíð talist til hlunninda. Mynd: Bændablaðið.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.