Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2003, Blaðsíða 24

Ægir - 01.06.2003, Blaðsíða 24
24 S A F N A M Á L brakka og settum upp litla sýningu. Sumarið 1991 kom sú hugmynd upp að efna til hátíðar um verslun- armannahelgina á Siglufirði og byggja hana á gömlu síldarrómantíkinni og útkoman varð fyrsta Síldaræv- intýrið á Siglufirði um verslunarmannahelgi, sem tókst mjög vel og dró til sín gríðarlega margt fólk.“ Formleg vígsla safnsins 1994 „Í kjölfarið gerðu bæjaryfirvöld sér betur grein fyrir því að endurbygging Róaldsbrakka og safnuppbygg- ingin hefði mikið að segja fyrir bæjarfélagið og mér er mjög minnisstætt þegar þáverandi bæjarstjóri og bæjarritari komu til mín og sögðu að nú væri mál til komið að Siglufjarðarbær tæki þátt í þessari upp- byggingu. Næsta ár styrkti bæjarfélagið okkur mjög myndarlega og þá gátum við lokið við endurbætur brakkans að utan, við smíðuðum bryggjur við húsið og tókum neðstu hæð þess í notkun fyrir sýningu. Síldarminjasafnið var síðan tekið formlega í notkun við hátíðlega athöfn þann 9. júlí 1994. Að þremur árum liðnum var að fullu lokið við endurbyggingu Róaldsbrakka og komið fyrir sýningum á öllum hæð- um hússins,“ rifjar Örlygur Kristfinnsson upp. Bræðsluminjahúsið Grána Síðustu níu ár hefur markvisst verið haldið áfram uppbyggingu Síldarminjasafnsins og hefur hún vakið verðskuldaða athygli. Árið 1996 voru lögð drög að frekari uppbyggingu safnsins með byggingu bræðsluhúss og síðar bátahúss. Hugmyndirnar fengu strax góðar viðtökur, jafnt heima á Siglufirði sem annars staðar. Þáverandi menntamálaráðherra, Björn Bjarnason, hreifst af hugmyndinni og úr varð að ráðuneytið lagði málinu lið með framlagi sem var þá áætlað þriðjungur af kostnaði við uppbyggingu beggja húsa. „Við hófum þá strax undirbúning að byggingu bræðsluminjahússins, sem við köllum Gránu. Húsið var síðan reist árin 1999 og 2000. Frá árinu 1993 höfðum við safnað miklu magni af mun- um inn í bræðsluhúsið og það má segja að á þessu ári, 2003, höfum við lokið við gerð bræðslusýningar- innar.“ Tæki úr verksmiðjunum í Ingólfsfirði og á Hjalteyri „Bræðsluiðnaðurinn er að sjálfsögðu mjög stór þáttur í þessari sögu. Það merkilega var að hér á Siglufirði, þar sem voru starfræktar níu bræðsluverksmiðjur, var lítið sem ekkert til af tækjum og tólum sem minntu á þennan mikla iðnað í bænum. Menn höfðu keppst við að laga sig að nútímanum og forða því að bærinn breyttist í draugabæ. Húsin voru rifin og tækjabún- aðinum fargað, ýmist var hann seldur í brotajárn eða grafinn í jörð. Við sáum að við yrðum því að leita út fyrir bæinn og úr varð að við fengum leyfi til þess að taka vélar og tæki úr tveimur gömlum síldarverk- smiðjum, annars vegar í Ingólfsfirði á Ströndum og hins vegar á Hjalteyri við Eyjafjörð. Í þessar verk- smiðjur gerðum við út marga leiðangra á vörubílum og sóttum stóra sem smáa gripi. Þeim höfum við síð- an púslað saman hérna í bræðsluhúsinu og úr hefur orðið, að því er ég tel, áhugaverð sýning,“ segir Ör- lygur og lætur þess getið að bræðsluhúsið hafi einnig nýst sem afbragðs gott menningarhús. Sem dæmi hafi þar verið haldnar listsýningar og fjölbreyttir tónleikar, m.a. í tengslum við árlega Þjóðlagahátíð á Síldarminjasafnið hefur smám saman verið að skapa sér nafn, bæði hér heima og erlendis. Gestum safnsins hefur fjölgað ár frá ári og með auknum umsvifum má gera ráð fyrir að þeim eigi eftir fjölga verulega á næstu árum.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.