Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2003, Blaðsíða 19

Ægir - 01.06.2003, Blaðsíða 19
19 E Y J A B R Æ Ð U R rekkageymslu. Með stækkun Ís- heima höfum við tæplega tvöfald- að frystirýmið hjá okkur og allt flutningaferlið verður mun mark- vissara og hagkvæmara“ segir Hinrik Örn. Auk stærri Ísheima hafa verið gerðar miklar úrbætur á hafnar- svæði Samskipa á Holtabakka. Heildarlengd Hafnarbakka í dag er um 500 metrar og jafnframt var innsiglingin dýpkuð, sem gerir það að verkum að nú geta allt að fimm togarar auk flutn- ingskips Samskipa legið í einu við bryggju. Sveiflur í útflutningi sjávarafurða Hinrik Örn segir að jafnan séu miklar sveiflur í gámaútflutningi sjávarafurða, sem að sjálfsögu haldast í hendur við aflabrögð á hverjum tíma. „Það er líka mis- munandi hvernig varan er flutt til viðskiptavina erlendis. Sem dæmi eru loðnuafurðir fluttar til Asíu í gámum, en Rússarnir taka þær á „trömpurum“, segir Hinrik Örn. Hinrik Örn Bjarnason, deildarstjóri útflutningsdeildar Samskipa. Myndir: Eitt stopp/Hreinn Magnússon. Eyjamaður í húð og hár Hinrik Örn Bjarnason er Eyjamaður í húð og hár. Hann bjó þar allar götur þar til leiðin lá í Verslunar- skólann í Reykjavík og síðar nam hann viðskipta- fræði við Háskóla Íslands og útskrifaðist árið 1998. Hann starfaði um tíma hjá sölufyrirtækinu Icebrit í Bretlandi, en árið 1999 gerðist hann innkaupa- og sölustjóri hjá SÍF. Við deildarstjórn útflutningsdeild- ar Samskipa tók hann í mars sl. Hinrik er 31 árs, giftur Önnu Jónínu Sævarsdótt- ur. Þau eiga tvær dætur, Björgu Huldu 6 ára og Birgittu Hrönn 3 ára. „Það má segja að ég hafi alltaf tengst sjávarútveg- inum á einn eða annan hátt. Ég er fæddur og uppal- inn í Eyjum og vann flest sumur í fiskvinnslu og netagerð. Á háskólaárunum vann ég hjá Íslenskum sjávarafurðum og því má segja að ég hafi alla tíð ver- ið tengdur þessum heimi á einn eða annan hátt. Það er mikill kostur í þessu starfi hjá Samskipum að hafa þennan bakgrunn og geta talað sama tungumál og viðskiptavinir okkar í sjávarútveginum.“

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.