Ægir - 01.06.2007, Side 4
4
Af hvalveiðum Sauramanna
Í eina tíð héldu Norðmenn úti öfl-
ugum hvalveiðum frá fjórum stöðum í
Súðavíkurhreppi við Ísafjarðardjúp.
Einn þessara staða varSaurar í Álfta-
firði. Í fjórar kynslóðir hafa þeir
Sauramenn tileinkað sér hvalveiðar.
Fyrst Þorlákur Guðmundsson, þá syn-
ir hans tveir, Karl og Kristján, síðan
Kjartan Geir Karlsson, sem stundaði hrefnuveiðar í áratugi og
loks Karl Guðmundur Karlsson, sem nú er skipstjóri á Trausta
frá Súgandafirði.
Sjaldgæfir fiskar á Íslandsmiðum
Jónbjörn Pálsson, sérfræðingur á Haf-
rannsóknastofnuninni, hefur sem fyrr
tekið saman yfirlit um sjaldgæfa fiska
á Íslandsmiðum. Í þessu tölublaði birtist grein hans um sjald-
gæfa fiska á Íslandsmiðum árið 2006 og er óhætt að segja að
þar komi margur furðufiskurinn við sögu.
Maður er alltaf að sjá eitthvað
nýtt
„Mig minnir að móðurbróðir mín-
um hafi fundist að ég þyrfti að fá
eitthvað að gera. Þá fór ég fyrst á
sjóinn. Ég sé ekki eftir því. Þó
svo að þetta virðist vera einhæft,
þá er það ekki raunin. Maður er
alltaf að sjá eitthvað nýtt,“ sagði
Fáskrúðsfirðingurinn og trillukarl-
inn Ari Sveinsson, þegar Ægir ræddi við hann á bryggjunni á
Fáskrúðsfirði.
Vonandi unnt að vinna upp-
sjávarfisk í auknum mæli í
landi
„Ég vænti þess að við get-
um farið að vinna uppsjáv-
arfiskinn í auknum mæli í
landi. Ef norsk-íslenska síld-
in fer til dæmis að færa sig
á þær slóðir sem hún var í
gamla daga gætu opnast
ýmsir möguleikar á frekari
vinnslu síldarinnar í landi.
Ég sé hins vegar ekki fyrir
mér nýtt síldarævintýri, en engu að síður gæti vel komið til
aukin vinnsla á síldinni í landi, t.d. síldarsöltun ef markaðir eru
fyrir hendi,“ segir Þorsteinn Kristjánsson, stjórnarformaður
Eskju á Eskifirði, sem ásamt konu sinni Björk Aðalsteinsdótt-
ur, á meirihluta hlutafjár í Eskju. Þorsteinn er í Ægisspjalli.
Horft til lengri tíma
„Ég hefði ekkert á móti því að
gerð væri stefnumörkun til t.d. 10
til 15 ára í senn því það þarf eina
til tvær kynslóðir af þorski til þess
að við náum að koma ástandi
þorskstofnsins í það horf sem allir
vilja sjá. Við viljum ná hrygning-
arstofninum upp í yfir 300 þúsund
tonn og aldurssamsetningin í
stofninum þarf að vera rétt. Við
gætum hugsanlega náð þessu tak-
marki á árabilinu 2012 til 2015 ef farið verður eftir ráðgjöf
okkar og umhverfisskilyrði verða ekki þeim mun óhagstæðari,“
segir Björn Ævarr Steinarsson, sviðsstjóri veiðistjórnunarsviðs
Hafrannsóknastofnunarinnar, m.a. í ítarlegu viðtali við Ægi um
stöðu þorskstofnsins.
Vökvadælur
Vökvamótorar
Stjórnbúnaður
Skútuvogi 6 • 104 Reykjavík • Sími 510 4100 • www.danfoss.isDanfoss hf
Útgefandi:
Athygli ehf. ISSN 0001-9038
Ritstjórn:
Athygli ehf. Hafnarstræti 82, Ak ur eyri.
Sími 461-5151.
Ritstjóri:
Óskar fiór Hall dórs son (ábm.)
Sími 461-5135. GSM 898-4294.
Net fang: osk ar@athygli.is
Augl‡singar:
Athygli ehf. Sí›umúli 1. Reykjavík.
Sími 515-5200. Net fang: augl@athygli.is
Augl‡singastjóri:
Inga Ágústsdóttir. Sími 515-5206.
GSM 898-8022. Net fang: inga@athygli.is
Hönnun&umbrot:
Athygli ehf. Sí›umúli 1. Reykjavík.
Sími 515-5200.
Prentun:
Gutenberg ehf.
Áskrift:
Hálfsársáskrift a› Ægi kostar 3600 kr.
Áskriftar símar 515-5200 & 515-5205
Aðalmynd á forsíðu tók Sigurður Bogi Sævarsson.
ÆG IR kem ur út 11 sinn um á ári.
Eft ir prent un og ívitn un er heim il,
sé heim ild ar get i›.
E F N I S Y F I R L I T
8
12
17
20
30