Ægir

Volume

Ægir - 01.06.2007, Page 16

Ægir - 01.06.2007, Page 16
16 A U S T U R L A N D „Auðvitað er sárt að sjá lax- eldið hérna líða undir lok, því er ekki að neita,“ sagði Ing- ólfur Sigfússon, bóndi í Mjóa- firði, þegar tíðindamaður hitti hann í fjöruborðinu í Mjóafirði þar sem hann vann að því að hreinsa eina af laxakvíunum áður en þær yrðu dregnar til Færeyja, en þar hefur fyrirtæk- ið Vestlax keypt nokkrar af kvíunum til notkunar þar ytra. Fyrirtækið Sæsilfur, sem er í eigu Samherja, hefur rekið laxeldi í Mjóafirði undangeng- in sex ár og hefur eldið skap- að umtalsverða atvinnu í Mjóafirði og styrkt stoðir bú- setu þar verulega. Það er því áfall fyrir samfélagið í Mjóa- firði þegar það er nú smám saman að líða undir lok. Ástæðan fyrir því að ákveðið var að hætta með laxeldið er m.a. sú að upp kom nýrna- veiki í seiðum sem sett voru út, sjúkdómur sem mjög erfitt hefur reynst að komast fyrir. Hins vegar hefur Samherji ákveðið að færa þorskeldi Síldarvinnslunnar inn í Sæsilf- ur og það verði starfrækt í Mjóafirði. Það verður því eftir sem áður fiskeldi í firðinum, en í mun minna mæli en áð- ur. „Við erum að byrja að huga að þorskeldinu. Fyrir liggur að veiða þorsk í gildr- ur, maður verður að afla sér þekkingar í þeim efnum hjá þeim sem hafa stundað þessa starfsemi,“ segir Ingólfur. Erfiðar samgöngur Sem stendur eru 26 með heimilisfestu í Mjóafirði, að sögn Ingólfs. Óneitanlega er fjörðurinn afskekktur. Reynd- ar er ekki svo ýkja langt frá þjóðveginum um Fagradal niður í Mjóafjörð, en leiðin niður í fjörðinn er erfið. Reyndar hefur leiðin verið stórlega bætt á undanförnum árum, en frá náttúrunnar hendi verður vegurinn alltaf erfiður viðureignar. „Hér á ár- um áður var vegurinn lok- aður meira og minna frá því í október og fram í maí, en tíð- arfarið hefur verið allt annað undanfarin ár og sl. vetur voru ekki nema nokkrar vik- ur sem við vorum ekki í vegasambandi,“ segir Ingólf- ur. Yfir vetrarmánuðina kem- ur flóabátur frá Norðfirði tvis- var í viku með nauðþurftir fyrir Mjófirðinga. Ingólfur hefur í mörg horn að líta. Eins og áður segir hef- ur hann starfað við fiskeldi Sæsilfurs, en einnig er hann fjárbóndi – með um 160 fjár. Sem sagt eldis- og fjárbóndi. Þorskur í staðinn fyrir lax í Mjóafirði Ingólfur Sigfússon, fjár- og eldisbóndi í Mjóafirði. Laxeldiskvíar í Mjóafirði, sem brátt heyra sögunni til, í bili a.m.k.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.