Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2007, Blaðsíða 23

Ægir - 01.06.2007, Blaðsíða 23
23 sókn um vinnu frá íslenskri konu. Það hefur líka orðið sú breyting að vinnslu- húsunum er lokað í nokkrar vikur yfir sumarmánuðina og því eru það ekki jafn mikil uppgrip fyrir unglinga að vinna á sumrin í fiski. Þetta getur líka haft þau áhrif að ekki skapist lengur sú hefð í sjávarplássunum að vinna í fiski eins og hér á árum áður.“ Burðarfyrirtæki á Eskifirði Eftir að þau hjónin Þorsteinn Kristjáns- son og Björk Aðalsteinsdóttir keyptu alla hluti Kristins Aðalsteinssonar í Eskju og Fjárfestingarfélaginu Bleiksá ehf. fara þau með langstærstan hlut í fyrirtækinu. Eskja er tvímælalaust burðarfyrirtæki í atvinnulífinu á Eskifirði og því er kannski ekki óeðlilegt að spyrja hvort Þorsteinn upplifi það svo að sem aðaleigendur í Eskju séu þau hjónin með „byggðarlagið á herðunum”? „Nei, ég hef ekki þá tilfinningu. Yfir á Reyðarfirði er komið hið öfluga fyrirtæki Alcoa Fjarðaál og það hefur létt þessari ábyrgð af okkur. Hjá Fjarðaáli starfar fólk héðan frá Eskifirði, sumir þessara starfs- manna störfuðu áður hjá okkur í Eskju. Mér hefur þótt mjög jákvætt og nauðsyn- legt fyrir þetta samfélag hér að fá þetta stóra fyrirtækið hingað inn á svæðið. Ég lít engan veginn svo á að Fjarðaál sé ógnun við sjávarútveginn hér. Síður en svo.“ Breytingar á eignarhaldi Vissulega var það stór ákvörðun fyrir þau hjón Þorstein og Björk að stórauka hlut sinn í Eskju þegar sú staða kom upp sl. vetur. Kom ekkert annað til greina en að kaupa? „Jú, vissulega voru ýmsir aðrir möguleikar í stöðunni. Til dæmis sá möguleiki að við seldum okkar hlut, sem var beinn 33ja prósenta eignarhlutur og síðan hlutur í Fjárfestingarfélaginu Bleiksá sem var stofnað á sínum tíma um kaup á 33% hlut Elfars Aðalsteinssonar. Eigendur að Bleiksá voru við hjónin, Kristinn Aðalsteinsson, Eskja sjálf, Tryggingamiðstöðin og Skeljungur. Eftir þau viðskipti sem áttu sér stað síðastlið- inn vetur höldum við hjónin á okkar hlut, hlut Kristins og Eskju og Trygginga- miðstöðin og Skeljungur eiga síðan á móti okkur í Bleiksá. Í það heila höldum við hjónin nú á ríflega 80% eignarhlut í Eskju og aðrir eignarhlutar skiptast á Tryggingamiðstöðina og Skeljung. Í mín- um huga kom ekki til greina að selja okkar hlut í fyrirtækinu. Mér fannst og finnst mikilvægt að heimamenn stjórni þessu fyrirtæki og hafi um það að segja hvernig það þróast.“ A U S T U R L A N D Hólmatindur veiðir bolfisk fyrir vinnsluna á Eskifirði. Birt með leyfi Eskju. Nýjasta skip Eskju, uppsjávarveiðiskipið Aðalsteinn Jónsson. Birt með leyfi Eskju. Jón Kjartansson – áður Hólmaborg – er öflugt uppsjávarveiðiskip. Birt með leyfi Eskju.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.