Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2007, Blaðsíða 27

Ægir - 01.06.2007, Blaðsíða 27
27 Yfirlit yfir stöðu dýptarmælinga vegna sjókortagerðar við Íslands frá 1930-2004. Svæði þar sem skipulegar mælingar hafa farið fram eru blálituð. Grænar og rauðar línur eru mörk sjókorta. S J Ó M Æ L I N G A R kveðið á um að ríki sem eru aðilar að sáttmálanum vilji leggja sig eftir samstarfi um sjómælingar á fjölþjóðlegum grunni, sem byggi á starfi IHB, í þeim tilgangi að auð- velda siglingar og gera þær öruggari með því að bæta sjókort og tilheyrandi sjó- ferðagögn á heimsvísu. Aðild- arríki IHO eru nú 76. - Samhæfing starfs sjómæl- ingastofnana einstakra landa. - Að stuðla að samræmi í gerð sjókorta og siglingarita. - Að hlutast til um að tekn- ar verði upp áreiðanlegar og árangursríkar aðferðir í fram- kvæmd sjómælinga og nýt- ingu þeirra gagna. - Að stuðla að þróun vís- inda á sviði sjómælinga og tækni sem beitt er í lýsandi haffræði (e. descriptive ocea- nography). Höfin þekja um 70% yfir- borðs jarðarinnar. Stærstur hluti hafanna eru djúphafs- svæði og hryggjasvæði, sam- tals um ¾ af flatarmáli hafs- botnsins. Annað eru land- grunn umhverfis eyjar og meginlönd. Landgrunn eru misvíðfem við lönd heimsins, sums staðar er landgrunnið mjó ræma en annars staðar stórir flákar. Landgrunnið við Ísland er býsna stórt, sérstak- lega við landið vestanvert. Að auka öryggi sjófarenda Íslenska orðið „sjómælingar“ (e. hydrography) er notað yfir kerfisbundnar mælingar á sjávardýpi í þeim tilgangi að kortleggja hafsbotninn. Á ensku er skilgreining þess eft- irfarandi: That branch of app- lied science which deals with the measurement and desc- ription of the physical features of the navigable portion of the earth’s surface and adjoining coastal areas, with special reference to their use for the purpose of navigation (IHO - Manual on Hydrography 2005). Frá siglingafræðilegum sjónarhóli má segja að sjó- mælingar séu gerðar til að tryggja örugga siglingu með því að staðsetja boða, grunn og sker. Skip á siglingu at- hafna sig, á yfirborðinu, efstu 5-10 metrunum miðað við al- genga djúpristu en mesta djúprista risaolíuskipa er á bilinu 30-40 m. Út frá þessum forsendum má álykta að „grynningar“ á allt að 40-50 m dýpi, þurfi að vera þekktar ef sjómælingar eiga að þjóna til- gangi sínum. Sjókortagerð miðar fyrst og fremst að því að auka öryggi sjófarenda. Traust það sem skipstjórnandi leggur á sjó- kort byggir á þeirri vissu að dýptarmælingarnar uppfylli kröfur sem alþjóðasamfélagið hefur komið sér saman um. Sjómælingar hófust hér við land fyrir ríflega 200 árum. Hið fyrsta eiginlega sjókort, sem var af Reykjavík, var gef- ið út 1788. Framan af voru dýpisupplýsingar á kortum litlar en með tímanum, og eft- ir því sem tækni við mælingar batnaði, urðu þær sífellt meiri og betri. Uppfærð í samræmi við nýjar upplýsingar Íslendingar komu fyrst að sjó- mælingum við landið á ár- unum 1930-1932 en fram að því höfðu Danir einir sinnt mælingunum. Frá upphafi hefur áhersla verið lögð á mælingar á svæðum umhverf- is landið þar sem siglingaleið- ir eru varasamar. Hefur það haft forgang. Dæmi um slík svæði eru t.d. í Breiðafirði og úti fyrir Hornströndum. Sjókort eru að sjálfsögðu uppfærð í samræmi við nýjar upplýsingar á hverjum tíma en e.t.v. kemur það mörgum á óvart að enn eru í umferð sjókort sem byggja á meira en 100 ára gömlum dýptarmæl- ingum. Dæmi um slíkt er sjó- kort nr. 73 sem nær frá Glett- inganesi, sunnan Borgarfjarð- ar eystri að Hlöðu í Breið- dalsvík. Kortið var teiknað og gefið út í Kaupmannahöfn 1944 en dýptarmælingarnar sem það byggir voru gerðar 1898. Ný útgáfa kortsins er væntanleg í sumar og er sú útgáfa byggð á nýjum dýpt- armælingum frá árunum 2003 og 2004. (Millifyrirsagnir eru blaðsins).

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.