Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2007, Blaðsíða 32

Ægir - 01.06.2007, Blaðsíða 32
32 inástæðu þess að við erum að fá jafn lélega nýliðun og raun ber vitni. Við höfum einfald- lega verið að veiða of mikið undanfarin ár og um 50% af þorskinum eru veidd áður en fiskurinn nær kynþroska. Rannsóknaniðurstöður benda sömuleiðis til að stórar hrygn- ur gefi lífvænlegri seiði en þær smærri, auk þess sem stóru hrygnurnar dreifa hrygningunni á lengra tíma- bil,“ segir Björn Ævarr en hann segir að binda megi vissar vonir við að bann við notkun neta með möskva stærri en átta tommu, sem sett var janúar 2005, valdi því að stærra hlutfall nýjustu ár- ganganna nái því að komast í hóp stórþorska en verið hefur undanfarin ár. Maður breytir ekki tommustokknum í miðri mælingu - Á undanförnum árum hefur komið fram hörð gagnrýni á það hvernig staðið er að svo- kölluðu togararalli. Því er haldið fram að vegna um- hverfisaðstæðna í hafinu hafi þorskur og annar fiskur leitað á aðrar slóðir og því sé lítið vit að ríghalda í mælingar á tog- stöðvum sem allir skipstjórar eru sammála um að vart gefi bein úr sjó núorðið. Hverju svarar þú þessari gagnrýni? „Því er fljótsvarað. Þegar togstöðvarnar í togararallinu voru valdar á sínum tíma þá fengum við reynda skipstjóra til að velja helming togstöðv- anna. Hinar völdum við af handahófi. Þegar við skoðum vísitölur úr togararöllunum þá kemur í ljós að aflinn er held- ur minni á hinum handahófs- völdu stöðvum en á skipstjór- aslóðunum en það breytir því ekki að það er mikil samsvör- un á milli þeirra á milli ára og þær gefa sömu mynd. Annað, sem skiptir verulegu máli, er að við erum með það þétt net togstöðva að við teljum að við náum að dekka það svæði sem breytt útbreiðsla gæti náð til. Við höfum tekið saman upplýsingar um út- breiðslu afla allra veiðarfæra allt í kringum landið og birt í skýrslum okkar og þegar þær eru skoðaðar og bornar sam- an við togstöðvarnar í togara- rallinu þá getum við einfald- lega spurt: „Hvar sleppur þorskurinn?“ Það er einfald- lega verið að dekka allt svæð- ið í kringum landið. Jafnvel þótt aðeins væri tekinn helm- ingurinn af togstöðvunum þá er niðurstaðan hin sama. Ef togstöðvarnar væru ekki jafn margar og raun ber vitni þá ætti sú gagnrýni, sem fram hefur komið á framkvæmd togararallsins, vissulega rétt á sér. Eins og við stöndum að þessu þá get ég fullyrt að ís- lenska togararallið er með minnstu skekkju sem þekkist alls staðar þar sem slíkar mælingar eru gerðar,“ segir Björn Ævarr en hann við- urkennir að auðvitað megi segja, eftir á að hyggja, að ef verið væri að fara af stað með togararallið í dag þá hefðu menn, í ljósi fenginnar reynslu, e.t.v. viljað standa aðeins öðruvísi að einstaka þáttum rallsins. Nú skipti hins vegar öllu máli að gera hlut- ina alltaf nákvæmlega eins. „Ég hef sagt við menn að maður breyti ekki tomm- ustokknum í miðri mælingu og sú staðreynd er farin að síast inn hjá jafnvel þeim sem hvað harðast hafa gagnrýnt framkvæmd togararallanna. Ég hef sömuleiðis sýnt mönn- um hve mikil fylgni er í breytileika fjölda einstaklinga úr einstökum árgöngum í vísitölunum úr togararöll- unum. Við erum t.d. með mat á ástandi eða fjölda þriggja ára þorska úr einu ralli og niðurstöðurnar úr sambæri- legri mælingu á fjögurra ára þorski, eða sama árgangi ári síðar, er ótrúleg og skýrir 91% af breytileikanum á milli ára. Þetta liggur nánast á beinni línu. Þetta segir mér tvennt. Annars vegar að mark sé tak- Þ O R S K S T O F N I N N Við erum nú að meta stærð þorskstofnsins heldur lægri en í fyrra þegar mælingin var 650 þúsund tonn. 40% af mismuninum á milli ára getum við beinlínis rakið til lækkaðrar meðalþyngdar. Aðalvandinn við afladagbækurnar er sá að það hafa orðið miklar framfarir í veiðitækni og það skekkir samanburðinn. Sömuleiðis hefur stýring útgerðarfyr- irtækjanna á sókn skipanna í einstakar tegundir orð- ið til þess að afladagbækurnar gefa ekki sömu mynd og þær gerðu fyrir einhverjum árum. Smábátahöfnin á Borgarfirði eystri. Mynd: Ágúst Ólafsson.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.