Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2007, Blaðsíða 25

Ægir - 01.06.2007, Blaðsíða 25
25 A U S T U R L A N D Egilsbraut 2 í Neskaupstað var í eina tíð pakkhús - m.a. nóta- og saltgeymsla - en nú er það orðið Safnahúsið á Norðfirði og hýsir þrjú afar athyglisverð söfn, sem meira en vert er að gefa sér tíma til að skoða. Þetta eru Sjóminja- og smiðjumunasafn Jósafats Hinrikssonar, Náttúrugripa- safn Austurlands og Tryggva- safn – safn sem sýnir þver- skurð af list Tryggva Ólafsson- ar. Jósafat heitinn Hinriksson, sem var hvað þekktastur fyrir smíði toghlera, safnaði mikl- um fjölda sjávarútvegstengdra muna og kom þeim fyrir í safni sem hann sjálfur setti upp í Reykjavík. Þegar Jósafat féll frá gáfu afkomendur hans safnið austur í Fjarðabyggð, en Jósafat var Norðfirðingur. Safninu, sem er afar fjölbreytt, hefur haglega verið fyrir kom- ið á miðhæð Safnahússins. Á efstu hæð hússins hefur Náttúrugripasafni Austurlands verið komið mjög skemmti- lega fyrir. Safnið, sem var áð- ur í öðru óhentugra húsnæði í Neskaupstað, var opnað á þessum nýja stað á sjómanna- daginn í vor. Sjón er sögu rík- ari. Þriðja safnið á jarðhæð Safnahússins er Tryggvasafn, sem geymir nokkur listaverka Tryggva Ólafssonar, sem er fæddur á Norðfirði árið 1940 en hefur lengi verið búsettur í Danmörku. Þessi verk eru má segja þverskurður af lista- mannsferli Tryggva. Safnahúsið á Norðfirði er opið daglega í sumar kl. 13- 17. Þriggja safna Safnhús í Neskaupstað Þessa höggmynd af Jósafat Hinrikssyni er að finna í safninu. Safnahúsið er að Egilsbraut 2 í Neskaupstað. Sjóminja- og smiðjumunasafn Jósafats Hinrikssonar er á miðhæð Safnahússins á Norðfirði. Náttúrugripasafni Austurlands hefur verið komið fyrir á skemmtilegan hátt á efstu hæð Safnahússins. Jósafat heitinn Hinriksson var mikill áhugamaður um söfnun sjávarútvegstengdra muna. Hann kom upp safni í Reykjavík, en að honum látnum gáfu afkomendur hans safnið austur í Fjarðabyggð, en Jósafat var fæddur og uppalinn á Norðfirði.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.