Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2007, Blaðsíða 40

Ægir - 01.06.2007, Blaðsíða 40
40 M E N N T U N Ákveðið hefur verið að hefja aftur stýrimannanám í Vest- mannaeyjum og verður það sjálfstæð eining innan Fram- haldsskólans í Eyjum. Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vest- mannaeyjum, fagnar því mjög að ákveðið hafi verið að hefja þetta nám á ný og segir það mikilvægt fyrir samfélagið í Eyjum og sjávarútveginn almennt að styrkja stoðir menntunar á þessu sviði. Gert er ráð fyrir að 15-20 nemend- ur stundi nám á fyrsta stigi stýrimannanámsins í vetur og eru þeir bæði úr Eyjum og af fastalandinu. „Þetta er mjög stórt mál fyrir bæjarfélagið og ég tel að það sé í raun stórt mál fyrir landsbyggðina alla að ekki sé lögð sú kvöð á landsbyggð- arfólk sem vill stunda störf um borð í fiskiskipum og vill mennta sig á þessu sviði að það þurfi ekki að búa í Reykjavík í þrjú ár á meðan á námi stendur. Hér er í það minnsta kominn valkostur þar sem húsnæðisverðið er mun lægra en í Reykjavík. Hér er fjölskylduvænt umhverfi og samfélag sem lifir og hrærist í sjávarútvegi. Í þessu umhverfi fer vel á því að mennta skip- stjórnarmenn,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Eyjum, í samtali við Ægi. Skipstjórnarnám var síðast í boði í Eyjum árið 1999, en þá voru gerðar breytingar á skipstjórnarmenntun í landinu og í kjölfarið lagðist skip- stjórnarnámið í Eyjum af. Í vetur verður sem sagt boðið upp á fyrsta stig námsins og þess er vænst að veturinn 2008-2009 verði boðið upp á fyrsta og annað stig og síðan koll af kolli. Elliði segir alveg ljóst að nokkrir af þeim Eyja- mönnum sem koma til með að stunda þetta nám í Eyjum í vetur hefðu ekki sótt sér þessa menntun til Reykjavík- ur og því sé afar mikilvægt að geta boðið upp á námið í Eyj- um. „Mér sýnist allt stefna í að í vetur verði hér fleiri nemendur til fyrsta stigs í skipstjórn en í Fjöltækniskól- anum í Reykjavík. Við finnum það að margir landsbyggð- armenn vilja frekar stunda þetta nám hér en í höf- uðborginni. Eins og ég segi er húsnæðisverð hér lægra en í Reykjavík og einnig hefur það sitt að segja að hér geta nemendur mjög auðveldlega sótt sér aukatekjur með því að fara í túr og tú – t.d. á ver- tíðinni og fríum sem gefast.“ Þarf að efla menntun á þessu sviði Elliði segir mikla þörf á að efla menntun á þessu sviði í landinu. „Staðan í sjávarútvegi hvað þetta varðar er graf- alvarleg. Það er þegar orðin vöntun á stýrimönnum og vélstjórum og ég lít svo á að ein af þeim leiðum sem færar eru sé að gera menntunina aðgengilegri. Sjávarútvegur er stundaður á landbyggðinni og við eigum að mínu mati að vera þar með rannsóknir í sjávarútvegi og sömuleiðis menntun,“ segir Elliði, en námið í Eyjum verður unnið í nánu samstarfi við Fjöltækni- skólann, sem verður Eyja- mönnum innan handar með faglega þróun og gæðavottun á námið. „Sjávarútvegur er lífæð samfélagsins hér í Eyjum og okkur ber að veita honum þá þjónustu sem nauðsynleg er. Menntunin er einn af þeim þáttum. Það er ekki ofsögum sagt að Vestmannaeyjar eru lifandi kennslustofa í sjávarút- vegi,“ segir Elliði Vignisson. Skipstjórnarnám hefst aftur í Vestmannaeyjum í haust eftir átta ára hlé: „Lifandi kennslustofa í sjávarútvegi” Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum. Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Myndir: Óskar P. Friðriksson/Vestmannaeyjum.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.