Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2007, Blaðsíða 29

Ægir - 01.06.2007, Blaðsíða 29
29 S J Ó M Æ L I N G A R Miðlun á ENC Miðlun á rafrænum sjókortum á sér aðallega stað í gegnum svæðisbundnar miðstöðvar, og var sú fyrsta, Primar, sett á laggirnar í Noregi. Síðar var önnur stofnsett í Bretlandi, IC-ENC. Strangt gæðaeftirlit og samvinna þessara aðila tryggir gæði og samræmt útlit. Landhelgisgæslan hefur samið við bresku miðstöðina um að miðla íslensku ENC kort- unum. Staðan á Íslandi Fullyrða má að í flestum skip- um og bátum á Íslandi séu notuð einhverskonar stafræn kort. Gæðin eru misjöfn. Sum þeirra er erfitt eða ómögulegt að uppfæra, þannig að segja má að notendur séu oft og tíðum með óuppfærð og ótraust gögn. Sjómælingasvið Landhelgisgæslunnar ber enga ábyrgð á þeim stafrænu kortum sem eru í notkun í dag, utan þeirra sem gefin eru út af Sjómælingum Ís- lands. Sjómælingasvið Landhelg- isgæslunnar hefur hafið fram- leiðslu á ENC kortum. Í árs- byrjun 2006 var fyrsta íslenska kortið gefið út. Núna eru komin út fimm íslensk ENC kort. Stefnt er að því að ljúka þremur til viðbótar á árinu 2007. Athugasemdir: 1. Sjómælingasvið er annað tveggja kjarnasviða Landhelgisgæslu Íslands. Allar útgáfur sviðsins eru gefnar út undir nafni Sjómælinga Íslands. 2. Reglugerðir 122/2004 og 189/1994. 3. SOLAS-samþykktin frá 1974 er alþjóða- samþykkt um öryggi mannslífa á hafinu. Skammstafanir og tenglar: AIS Automatic Identification System – Sjálfvirkt auðkenniskerfi ECDIS Electronic Chart Display & Inform- ation System – Rafrænt sjókorta- og upplýsingakerfi ECS Electronic Chart Systems – Rafræn sjókortakerfi ENC Electronic Navigational Charts – Rafræn sjókort IC-ENC International Centre for ENCs – Al- þjóðleg miðstöð fyrir rafræn sjókort IHO International Hydrographic Organiza- tion – Alþjóðasjómælingastofnunin IMO International Maritime Organization – Alþjóðasiglingamálastofnunin Mynd 1. Þekja ENC korta. Heimild: www.primar-stavanger.org/ Ísfell ehf • Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5200 500 • isfell@isfell.is Starfstöðvar Ísfells og Ísnets: • Ísnet Akureyri - Fiskitangi • Ísfell / Ísnet Hafnarfjörður - Óseyrarbraut 28 • Ísnet Hornafjörður - Ófeigstanga • Ísnet Húsavík - Uggahúsi • Ísnet Sauðárkrókur - Háeyri 1 • Ísnet Vestmannaeyjar - Flötum 19 • Ísnet Þorlákshöfn - Óseyrarbraut 28 www.isfell.is Dragnótatógin, sem þú getur treyst

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.