Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2007, Blaðsíða 33

Ægir - 01.06.2007, Blaðsíða 33
33 andi á mælingunni vegna fylgninnar á stærð árganga á milli ára og hins vegar að náttúrulegur breytileiki í af- föllum getur ekki verið mjög mikill. Ef svo væri þá fengjum við ekki út þessa miklu fylgni eða þetta góða samhengi. Það er hægt að skoða þetta út frá mismunandi mæli- kvörðum en niðurstaðan er alltaf hin sama. Samsvörunin er ótrúlega mikil.“ Langsótt að við séum að missa af mælingu á utanaðkomandi fiski - Í gagnrýninni á ráðgjöf Haf- rannsóknastofnunar hefur m.a. komið fram að smábá- tasjómenn, jafnt sem skip- stjórar á stærri fiskiskipum, hafi orðið varir við mjög mik- ið magn af þorski á ýmsum svæðum og slíkar fréttir hafa verið hafðar til marks um að fiskifræðingar séu á villigöt- um. Það sé einfaldlega meira af þorski á ferðinni en þeir vilji vera láta. Er það of lang- sótt skýring að telja að þorsk- urinn eða einhver hluti stofnsins haldi sig á ákveðn- um tímum utan þess svæðis sem t.d. togararallið nær til? „Því er til að svara að það hefur verið gert töluvert af því að merkja þorsk og reyndar fleiri fisktegundir og sá fiskur ætti að koma fram í veiði í einhverjum mæli á þeim svæðum sem hann gengur um. Það hefur verið þó nokk- uð um merkingar á þorski á miðlínunni á milli Íslands og Færeyja og sömuleiðis vestar eða nær Grænlandi og end- urheimtur hafa verið þokka- legar. Þorskurinn, sem merkt- ur hefur verið við miðlínuna á milli Íslands og Færeyja, hefur aðallega verið að koma fram á Færeyjahryggnum eða á Ís- landsmiðum þannig að við teljum að það sé ekki mikið af íslenskum þorski að leita á Færeyjamið. Það er hins vegar vitað að það er töluvert af þorski að vaxa upp við Græn- land og nú nýlega hafði skip- stjórinn á Hrafni Sveinbjarn- arsyni GK samband við mig og vakti athygli mína á því að þorskur færi vaxandi sem meðafli á grálúðuveiðum á Hampiðjutorginu. Hvað varð- ar þorskinn við Grænland þá benda allar vísbendingar til þess að þar sé á ferðinni grænlenskur fiskur. Vissulega virðir slíkur fiskur engar land- helgislínur en ef við værum að fá fisk í stórum stíl, t.d. frá Grænlandi, þá sæjust þess merki í vísitölunum úr togara- rallinu sem ég vitnaði til hér að framan. Þetta er ekki bara einhver massi af fiski, heldur er þetta þorskur af einhverj- um tilteknum árgöngum og við myndum sjá það ef ein- hver tiltekinn árgangur væri að skila sér utan að í umtals- verðu magni í veiði á Íslands- miðum. Ég tel það því frekar langsótta skýringu að við sé- um að missa af mælingu á ut- anaðkomandi fiski. Það eru engin nýleg dæmi um slík frá- vik hvað varðar þorskinn. Þess sjást merki hvað varðar ufsann sem er miklu meiri flökkufiskur en þorskurinn. Í raun erum við ekki að sjá neitt nýtt hvað varðar þorsk- inn. Það er ákveðin lækkun í fjölda einstaklinga og nýr ár- gangur, 2006 árgangurinn, er að bætast við. Við erum nú að meta stærð þorskstofnsins heldur lægri en í fyrra þegar mælingin var 650 þúsund tonn. 40% af mismuninum á milli ára getum við beinlínis rakið til lækkaðrar með- alþyngdar.“ Afladagbækurnar geyma mjög verðmætar upplýsingar - Enn ein gagnrýnin, sem fram hefur komið nýlega, er að ekki sé tekið mið af veiði- eða afladagbókum við ráðgjöf um heildarafla. Hverju svarar þú því? „Mér þykir dálítið skondið að heyra þessa gagnrýni utan að mér um afladagbækurnar, því þegar við sýnum þessar upplýsingar á fundum með sjómönnum þá líður aldrei á löngu áður en fundarmenn benda okkur á að ekkert sé að marka afladagbækurnar af hinum og þessum ástæðum. Undir það er alveg hægt að taka. Það eru ýmsir aðrir þættir en stofnsveiflur sem geta haft áhrif á það sem afla- dagbækurnar sýna. Þetta hafa sjómenn ítrekað bent okkur á og því notum við ekki þessi gögn beint við stofnmatið. Það breytir ekki þeirri stað- reynd að afladagbækurnar geyma mjög verðmætar upp- lýsingar og við notum þær til hliðsjónar við útreikninga á afla á sóknareiningu í ýmis veiðarfæri á ýmsum svæðum. Við skoðum hvort mikið ósamræmi sé á milli skipa. Við reynum að velja skip sem eru síður að forðast þann fisk sem við viljum skoða eða þá að við veljum tog þar sem 70% af aflanum eða meira er t.d. þorskur. Við höfðum Þ O R S K S T O F N I N N „Ef haldið verður í óbreytta aflareglu þá eru verulegar líkur á að þorskstofninn fari niður fyrir sögulegt lágmark. Aflareglan er nú 25% og miðað við stærð viðmiðunar- stofnsins nú í ársbyrjun og aflamark yfirstandandi kvótaárs þá væri hún ávísun á 178 þúsund tonna þorskkvóta,“ segir Björn Ævarr Steinarsson.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.