Ægir - 01.06.2007, Side 35
35
sem munu koma til með að
halda veiðinni uppi næstu
fimm árin. Það er ekkert
meira að sækja. Ég hefði ekk-
ert á móti því að gerð væri
stefnumörkun til t.d. 10 til 15
ára í senn því það þarf eina
til tvær kynslóðir af þorski til
þess að við náum að koma
ástandi þorskstofnsins í það
horf sem allir vilja sjá. Við
viljum ná hrygningarstofn-
inum upp í yfir 300 þúsund
tonn og aldurssamsetningin í
stofninum þarf að vera rétt.
Við gætum hugsanlega náð
þessu takmarki á árabilinu
2012 til 2015 ef farið verður
eftir ráðgjöf okkar og um-
hverfisskilyrði verða ekki
þeim mun óhagstæðari. Ef við
fáum góðan árgang á þessu
ári, þá munu líða fjögur til
fimm ár þangað til sá fiskur
kemur inn í veiðina af fullum
þunga. Við erum því að tala
um að það geti tekið 10 til 15
ár að byggja þorskstofninn
upp. Vegna þess held ég að
það sé mjög mikilvægt að
móta stefnu til langs tíma og
ákveða hér og nú að taka
þennan slag. Ég veit að Evr-
ópusambandið er að gera
þetta og það tengist svoköll-
uðu Jóhannesarborgarsam-
komulagi, sem ég held reynd-
ar að Íslendingar séu aðilar
að, en í því felst að stefna að
því að byggja fiskstofna upp í
þá stærð sem gefur hámarks-
afrakstur fyrir árið 2015. Ég
held að það væri hollt fyrir
okkur að fylgja þessu for-
dæmi.“
- Mælir þá ekkert gegn því
að gefinn sé út jafnstöðuafli
til einhverra ára?
„Ég hef svo sem ekkert á
móti því en ef fara ætti þá
leið nú þyrfti t.d. aflamarkið í
þorski að vera töluvert lægra
en 130 þúsund tonn. Annars
væri verið að taka of mikla
áhættu. Ég bendi á að ef við
værum að nýta þorskstofninn
með kjörsókn, eins og t.d. er
gert hvað varðar síldina, hum-
arinn og steinbítinn, þá væri
þorskkvótinn ekki nema 60 til
70 þúsund tonn. Það væri sú
veiðidánartala (0,2) sem
myndi gefa hagstæðasta hlut-
fallið á milli sóknar og afla en
við erum nú að vinna með
þrisvar sinnum hærri tölu
(0,6).“
Það er hægt að byggja upp
stofninn innan núverandi
kerfis
- Í kjölfar ráðgjafar Hafrann-
sóknastofnunar hvað varðar
þorskkvóta næsta fiskveiðiárs,
hefur komið fram hörð gagn-
rýni og það sem vekur e.t.v.
hvað mesta athygli eru yfirlýs-
ingar Sturlu Böðvarssonar,
forseta Alþingis og fyrrum
sam gönguráðherra, og Einars
Odds Kristjánssonar alþingis-
manns. Sturla sagði kvóta-
kerfið hafa brugðist og Einar
Oddur vill færa hafrannsókn-
ir yfir til háskóla landsins.
Hvað finnst þér um þessa
gagnrýni?
„Það kemur mér s.s. ekki á
óvart að einstaka stjórnmála-
menn skuli segja svona lagað.
Hins vegar held ég að lausnin
felist ekki í fiskveiðistjórn-
unarkerfinu. Hún felst fyrst
og fremst í því að takmarka
afla og sókn í samræmi við
ráðgjöf fiskifræðinga og það
er út af fyrir sig hægt að gera
í hvaða fiskveiðistjórnunar-
kerfi sem er.“
- Nú er sagt að það hafi
mistekist að byggja upp þorsk-
stofninn og fiskveiðistjórn-
uninni er kennt um?
„Við sjáum enga annmarka
á því að hægt sé að byggja
upp þorskstofninn innan nú-
gildandi kerfis með því að
takmarka aflann. Við höfum
bent á að það hefur ekki ver-
ið farið eftir ráðgjöf okkar. Til
þess þarf bara vilja,“ segir
Björn Ævarr Steinarsson.
Viðtal: Eiríkur St. Eiríksson.
Þ O R S K S T O F N I N N
„Ef menn fara þessa leið og ákveða þorskkvóta upp á 130 þúsund tonn, þá eru góðar líkur á að hægt verði að halda í horfinu hvað varðar veiðistofninn og að einhverjar
líkur séu á því að hrygningarstofninn vaxi. Þetta þýðir í raun að menn geta heldur ekki búist við meiri afla næstu fjögur árin en af þessari stærðargráðu,“ segir Björn
Ævarr.