Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2007, Blaðsíða 15

Ægir - 01.06.2007, Blaðsíða 15
15 A U S T U R L A N D Sjóminjasafn Austurlands á Eskifirði er í gömlu verslunar- húsi sem verslunarfélagið Örum & Wulff byggði á öðrum áratug nítjándu aldar. Um fjörutíu árum síðar keypti Carl D. Tulinius, sem var starfs- maður verslunarfélagsins, verslunina og rak hana til dauðadags árið 1905. Þá tóku afkomendur hans við og ráku verslunina til ársins 1912 undir nafninu C.D. Tulinius efterfölgere. Þá var byggt nýtt verslunarhús og festist þá nafnið Gamla búð við þetta fornfræga hús. Á síðustu öld þjónaði hús- ið, auk verslunar, sem pakk- hús, fiskgeymsla, veiðarfæra- geymsla o.fl. Endurbygging hússins hófst árið 1968 og 1983 var því verki lokið og sjóminjasafn opnað í húsinu. Skemmtileg umgjörð Þegar gengið er inn í safnið er í raun komið inn í kram- búð, ekki ósvipaðri þeirri sem talið er að hafi verið hér á ár- um áður í húsinu. Gaman er að sjá hvernig miða- og minjagripasala hefur í raun verið felld inn í þessa skemmtilegu leikmynd. Inn af krambúðinni er svo sjálft sýningarsvæðið á tveim- ur hæðum. Á neðri hæð, þar sem pakkhúsið var, er sjó- minjunum gerð skil. Fjölmargt áhugavert ber fyrir augu. Nefna má ýmsa hluti frá upp- hafi síldveiða hér við land, líkön af landnót og stauranót eða botnneti og líkan af síld- arsjóhúsi eins og Norðmenn byggðu þau hér á landi upp úr 1880. Þarna má líka sjá lík- an af hvalveiðistöð sem var í Hellisfirði á árunum 1904 til 1913. Safnið hefur að geyma lík- ön af færeyskum árabáti og Ásubergsskipinu svokallaða, sem var grafið úr jörðu í Nor- egi árið 1904 og mun vera frá víkingatímanum. Sjávarútvegi á Eskifirði er að vonum gerð ítarleg skil. Til dæmis eru í safninu líkön af nokkrum skipum Eskfirð- inga. Sýndar eru fjölmargar myndir af skipstjórnarmönn- um á Eskifirði, veiðarfæri af ýmsum toga eru sýnd o.fl. Og ekki má gleyma árabátnum, sem þarna er. Tveggja manna far frá 1916 og um borð eru ýmiskonar veiðarfæri. Á efri hæð safnsins er ýmsum öðrum atvinnugreinum gerð skil. Þar má sjá tæki og tól af ólíkum toga – t.d. búnað til brjóstsykurgerðar, skósmíða, tannlækninga, járnsmíða, framleiðslu á steinsteypurör- um, trésmíða, vinnslu á ljós- myndum, tóvinnu og svo mætti lengi telja. Sjóminjasafn Austurlands á Eskifirði: Sjávarútvegssagan í tæplega 200 ára gömlu húsi Sjóminjasafn Austurlands er í þessu fornfræga húsi – Gömlu búð á Eskifirði. Sjávarútvegi á Austurlandi, ekki síst Eskifirði, eru gerð skemmtileg skil í Gömlu búð. Í safninu eru mörg líkön, m.a. af þekktum skipum frá Eski- firði. Þessi árabátur er frá 1916 og um borð eru ýmis veiðitól.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.