Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2007, Blaðsíða 10

Ægir - 01.06.2007, Blaðsíða 10
10 S A G A N steikja það lengi, þá verði það seigt og hart. Ágætt sé svo að gera sósu og sjóða það um hríð í sósunni. Kjartan Geir segir að lund- irnar séu lausastar í sér, en honum þyki best kjötið úr bakvöðvanum, svona úr mið- bakinu. Rengið af hrefnukjöt- inu er súrsað með undirflátt- unni, sem er kjötið næst reng- inu eða fitunni. Rengið úr Hvalfirðinum var hins vegar laust við undirfláttuna, enda þótt örlítið kjöt hafi stundum fylgt með á bitunum. Þessa minnist skrásetjari frá þeirri tíð, þegar það lostæti var á boðstólum í verslunum. Fjórði ættliðurinn tekinn við Fjórði ættliðurinn frá Saurum, Karl Guðmundur Kjartansson, fæddur ‘69, er tekinn til við hrefnuveiðar og hefur verið um borð frá því að veiðar voru hafnar í vísindaskyni. Var meðal annars með Kon- ráði Eggertssyni á Halldóri Sigurðssyni fyrstu vertíðina. Þeir fengu annað þeirra tveggja fyrstu dýra sem veidd- ust eftir langt hlé. Það veidd- ist í Vigurálnum í Ísafjarð- ardjúpi á sunnudagsmorgni og var skorið um borð inni við Æðey. Karl Guðmundur er nú um borð í Trausta ÍS við hrefnuveiðar og þegar þessar línur voru settar á blað 18. maí sl. hafði ein hrefna veiðst og var henni landað austur á Hornafirði. Tveir drengir frumvaxta voru staddir í heim- sókn á meðan á viðtali stóð, Kjartan Geir Karlsson yngri og Eggert Haraldssonar, Konráðs- sonar hrefnuskyttu Eggerts- sonar á Ísafirði. Drengirnir voru ekki í vafa um, að þeir ætluðu að feta í fótspor feðr- anna og verða hrefnuskyttur. Þar höfum við það. 1500 hvalir skotnir Að framan var þess getið, að Kristján Karlsson frá Saurum hefði stundað hrefnuveiðar með þeim langfeðgum. Kristj- án fór til starfa í Hvalstöðinni í Hvalfirði og var þar sautján vertíðir. Hann var löngum skytta á Hval 9 og skaut 1500 stórhveli. Er talið að enginn maður hafi skotið fleiri dýr en Kitti. Eftir að hvalveiðum var hætt árið 1986 var hann kyndari uppfrá og hélt hita á verksmiðjunni. Háhyrningar gerðu mikinn usla í veið- arfærum netabáta fyrir sunn- an á síðustu öld og var tekið til þess bragðs að varpa sprengjum á háhyrningavöð- urnar. Kristján Karlsson fékk það hlutverk að fara með Agnari Guðmundssyni, hvala- skipstjóra, í þær drápsferðir. Kitti var þá á útkíkki í gler- kúffli sem var framan á Nept- uneflugvélum setuliðsins á Keflavíkurflugvelli. Þarna í kúfflinum var góð útsýni og þar skyggnist hann eftir hvalavöðum. Þegar vaða birt- ist var reyksprengju kastað niður til að marka staðinn og síðan voru sprengjur látnar falla og lífið murkað úr há- hyrningnum í stórum stíl. „Þetta voru grossalegar aðfar- ir,“ sagði Kristján Þorláksson. Líklega eins gott að hvalavinir sem komnir eru til nokkurs aldurs, séu búnir að gleyma þessum aðförum. Loðdýradeildin En það var fleira en hrefna sem þeir Saurafeðgar skutu sér til lífsframfæris. Verð á tófuskinnum var geypihátt á fyrrihluta nítjándu aldar og margir lágu fyrir tófu í því skyni að koma skinninu í verð. Allir lögðu þeir stund á tófuveiðar og lágu langtímum saman í gærupokum í bið eft- ir tófunni. Þorlákur Guð- mundsson sagði frá þessum veiðum í Lesbók Morg- unblaðsins á sinni tíð. Borið var út fyrir tófuna ofan við fjöruborð. Síðan hlóð skot- maðurinn sér grjótbyrgi og skreið í pokann sinn. Þá tók oft við löng bið. Hann sagðist hafa legið úti eina sjö tíma á Sjötúnahlíð við Álftafjörð frostaveturinn mikla 1917 til 1818 í 35 stiga frosti. Þá var gengt á ís yfir Álftafjörð sem og allt Ísafjarðardjúp. Lengst hafði hann legið 17 tíma hreyfingarlaus, þangað til tófa kom í skotfæri. Kjartan Geir, sonarsonur hans sat líka fyrir tófu: „Það var borið niður fyrir refinn, alls konar hræ, hross, fuglar og hvað sem var. Síðan var hróflað upp einhverju byrgi og hafst þar við í gæru- poka. Aðallega lágum við á Sjötúnahlíðinni hér handan Álftafjarðar. Rerum þá á skektu yfir fjörðinn. Þeir feðg- ar voru einnig mikið í Hest- firði, reru þangað sömuleiðis á skektu og voru þar allar nætur. Ekki var vaninn að hafa neitt með sér og það var ekki fyrr en undir það síðasta að ég hafði með mér kaffi á Þorlákur Guðmundsson frá Saurum ásamt hundi sínum Vali. Karl Þorláksson með ófullburða hrefnukálf. Kjartan Geir að spyrða bútung. Sonardóttirin Mekkin Silfá lærir handbrögðin. Amma hennar, Salbjörg, tekur líka til höndum.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.