Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2007, Blaðsíða 18

Ægir - 01.06.2007, Blaðsíða 18
18 A U S T U R L A N D Það hefur verið prýðileg línu- veiði á Austfjarðamiðum í sumar og koma bátarnir vel hlaðnir í land. Einn þessara báta er Suðurnesjabáturinn Happadís GK-16, sem í sumar er gerður út frá Norðfirði. Oft- ast er landað á Norðfirði, en þegar tíðindamann Ægis bar að var verið að landa úr Happadís á Eskifirði. Góður túr að baki, sem skilaði um sjö tonnum, uppistaðan í afl- anum var þorskur. Um skipstjórnina á Happa- dís sjá Sverrir Þór Jónsson, eigandi bátsins, og Hrannar Pétursson, sem nú stundar nám í Stýrimannaskólanum en er á sjónum á sumrin. Þeir skipta skipstjórninni með sér, aðra vikuna er Sverrir með bátinn en Hrannar hina. Hrannar skipstjóri, sem er þrí- tugur, stýrði löndunarkran- anum og svaraði jafnframt nokkrum spurningum Ægis. Fyrst var hann spurður hversu lengi hann hafi verið á sjón- um. „Ég er búinn að vera á sjó síðan ég var gutti. Ég hef fátt annað gert um dagana. Ég er núna í stýrimannanámi en er að róa á sumrin.“ - Af hverju valdirðu sjó- mennskuna? „Þetta er einfaldlega fín vinna og ágætis laun.“ - Hvað er svona heillandi við sjóinn? „Peningarnir.“ - Það er ekki rómantíkin við sjómennskuna sem heillar þig? „Nei, þetta er alls ekki rómantískt starf. Það er lítil rómantík fólgin í því að vera umkringdur strákum úti á sjó!” - Af hverju eruð þið að róa hér fyrir austan? „Hér er gott fiskirí. Við ró- um 25-40 mílur út af Norfirði og þar höfum við verið að fá svona sjö til átta tonn á dag. Það hefur verið almennt gott fiskirí á línu og raunar hefur fiskast á öll veiðarfæri í vet- ur.“ - Hvað finnst þér um nið- urskurð þorskveiðiheimilda? „Mér finnst það alveg frá- leitt. Í vetur hefur verið mok- fiskirí á öll veiðarfæri á öllum veiðisvæðum. Í því ljósi eru tillögur fiskifræðinga sér- kennilegar. Í rauninni held ég að þyrfti að auka við þorsk- veiðarnar í staðinn fyrir að draga úr þeim.“ - Hvernig virðist þessi þorskur sem þið eruð nú að veiða vera á sig kominn? „Hann virðist vera svangur, það vantar loðnuna. Þess vegna tekur hann línuna.“ - Eruð þið að veiða kvóta útgerðarinnar? „Nei, okkur er skaffaður kvóti. Útgerðin á engan kvóta. Við höfum verið að veiða fyrir Eskju og H.Péturs- son í Garðinum.“ - Róið þið stíft? „Já, við gerum það. Við er- um með skiptiáhöfn og keyr- um því stíft á þetta. Við erum fjórir í einu um borð og tveir í fríi. Við verðum hér fyrir austan í allt sumar og löndum yfirleitt á Norðfirði. Þessi löndun hér á Eskifirði er und- antekning.“ - Hvenær farið þið út? „Það er misjafnt. Í gær- kvöld fórum við t.d. klukkan tíu og erum nú að landa um miðjan dag hér á Eskifirði. Við vorum sem sagt að í alla nótt.“ - Þetta hlýtur að vera erfitt. Lítið um svefn? „Þetta venst. Ég legg mig þegar við erum búnir að landa og förum síðan aftur út í kvöld. Þetta er ekkert mál á björtum sumarnóttum.“ Happadís á fullri ferð á leið til hafnar á Eskifirði. Hrannar Pétursson stýrir löndunarkrananum á Eskifirði. Veiðin var góð þennan dag, sjö tonn fengust á línuna á einum sólarhring. Fín vinna og ágætis laun

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.