Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2007, Blaðsíða 9

Ægir - 01.06.2007, Blaðsíða 9
9 S A G A N einnig á Sauðárkrók. En ekki viðlit að Skagfirðingar keyptu sér nýtt hrefnukjöt í soðið. Þetta voru samt ágætis mat- arkaup, því að alltaf var mið- að við helming af dilkakjöts- verði, og þetta var beinlaus biti. Þeir hefðu heldur viljað éta rottukjöt en þetta helvíti. Við fórum þrjá túra norður á Andvaranum og ég man að við komum með fimm hrefn- ur úr einum þeirra. Íshús- félagið borgaði ágætlega fyrir kjötið, enda höfðu þeir nógan markað fyrir það. Annars voru veiðarnar stundaðar í Ísafjarðardjúpi og innfjörðum og einnig vestur í Arnarfirði. Afi sálugi var mikið þar til að mynda. Kjötið seldist alltaf, bæði manna á milli, og einnig í verslanir. Þá pöntuðu bænd- ur í Djúpinu hrefnukjöt upp á veturinn eins og til dæmis í Æðey. Þar kom fyrir að við skárum hrefnur í höfninni. Reykjanesskóli keypti líka mikið af hrefnukjöti fyrir mötuneytið. Við frystum það í Súðavík og sendum inneftir í bitum. Það var líka tíðum handagangur í öskjunni, þeg- ar selt var á bryggjunni, bæði á Ísafirði og í Bolungarvík. Hrefnukjötið var alþýðufæða og þótti góð búbót hjá fólki. Snemma urðu hæg heimatök- in að geyma hrefnukjöt í Súðavík, en þar var frystihús sett á laggirnar árið 1942 og hét Frosti. Hægt er að geyma hrefnukjöt í frysti svona í ár, ef það er ekki vakúmpakkað. Það þornar með aldrinum. En vakúmpakkað er hægt að geyma það lengur.“ Gömlu mennirnir skutu Langur tími leið, áður en Kjartan Geir fór að skjóta. Gamli maðurinn Þorlákur skaut meðan hans naut við og þá tók Kalli við. Og það var ekki fyrr en um 1970 að Kjartani Geir veittist sá trún- aður að munda hrefnubyss- una og fýra af. En hvað þarf hvalaskytta að tileinka sér til að ná árangri? „Ég held það sé bara ró- legheit, menn verða að vera í jafnvægi, en þó fljótir að skjóta, þegar dýrið kemur í færi. Maður hefur bæði séð það og heyrt, að menn eru á fullri ferð og allt endar í rugli. Yfirleitt er færið þetta tíu, fimmtán faðmar, kannski upp í tuttugu. Maður skýtur ekki nema í lítilli fjarlægð og samt getur skot geigað. Kunn er sagan af Ellefsen á Sólbakka í Önundarfirði, þegar hann hugðist ráða hvalaskyttu. Maður einn kom til hans og sagðist aldrei hafa skotið feil- skot á ævinni. „Heyrðu góði, komdu þér heim,“ svaraði þá Ellefsen. Kjartan Geir gerir ekki mikið úr fjölda fangaðra dýra, en á einni vertíðinni veiddust 30 hrefnur. Hann segir að sér hafi boðist á sínum tíma að taka þátt í hrefnuveiðifyr- irtækinu Flóka á Barðaströnd, en sig hafi ekki beint langað til þess að skuldbinda sig þar. Hann hefði aftur á móti selt þeim afla og voru hrefnurnar sóttar á vörubíl að vestan og verkaðar á Brjánslæk. Það fyrirtæki varð því miður að hætta starfsemi, þegar hval- veiðar voru bannaðar á ní- unda áratugnum. Varð þá nokkur héraðsbrestur í at- vinnulífinu á Barðaströnd því fjöldi fólks hafði atvinnu hjá Flóka, sem var ágætt fyr- irtæki. Hófst nú nokkur umræða í stofunni í Súðavík um hvern- ig best væri að matreiða hrefnukjötið. Kjartani Geir finnst það hvað best soðið með spikinu. Segist vera hálf- gerður villimaður og vilji hafa þetta sem einfaldast. Ekkert sérlega hrifinn af grilluðu hrefnukjöti, frekar en öðrum grillmat. Segist éta hann samt, sé hann í boði. Hann segir að kjötið sé líka ágætt steikt. Húsfreyjan á heimilinu, Sal- björg Þorbergsdóttir, leggur orð í belg um matseldina og segist yfirleitt steikja hrefnu- kjötið. Láti það gjarnan liggja í eggjablöndu, en ekki í mjólk sem einnig sé gert. Skeri síð- an kjötið í þunnar sneiðar og steiki það á pönnu upp úr raspi eða bara hveiti. Kemur reyndar upp í hugann, að ennþá er ekki boðið upp á sérstakt hrefnukrydd í krydd- hillum verslana. Hrefnukjötið er barið og það má ekki Kristján Karlsson skaut 1500 hvali þegar hann starfaði í Hvalfirði. Hann smíðaði hvalbyssur úr hvaltönnum þegar um hægðist í Hvalfirði, sem eru mikil listasmíð. Karl Þorláksson flensar hrefnu við Eyr- ardalsá í Álftafirði.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.