Ægir - 01.06.2007, Síða 8
8
S A G A N
Álftafjörður er einn inn-
fjarða úr Ísafjarðardjúpi, milli
Skutulsfjarðar og Seyðisfjarð-
ar. Þetta er all langur fjörður
með heldur litlu undirlendi,
en þó með þægilegum eyrum
þar sem gott var að renna
hvaldýrum á land og skera.
Þeir Sauramenn skáru jafnan
hrefnur sínar við Eyrardalsá
innan Súðavíkur, en hreint
vatn var nauðsyn við hval-
skurðinn. Þorlákur Guð-
mundsson á Saurum í Álfta-
firði var frumkvöðull í smá-
hvalaveiðum á síðari öldum.
Vitað er að frumbyggjar Ís-
lands nærðust mjög af hval-
meti og ef til vill meira en
menn áður hugðu. Þorlákur
var fæddur í Eyrardal árið
1877 og var því orðinn hálf-
fimmtugur þegar hann hóf
hrefnuveiðar og aðrar smá-
hvalaveiðar árið 1913. Böðvar
frá Hnífsdal átti ágætis viðtal
við Þorlák Guðmundsson,
sem birtist í Lesbók Morg-
unblaðsins í ársbyrjun 1943.
Eiginlega er það ævintýraleg
frásögn, einkum frá sokka-
bandsárum Láka á hvalveið-
unum á litlum bátum með
frumstæðum búnaði. Reyndar
hefur tæknin breyst lítið í tím-
ans rás. Smáhvalabyssur lítið
breyst og svokallaður
þurrskutull notaður við veið-
arnar. Það var ekki fyrr en
svokallaðar vísindaveiðar hóf-
ust á hrefnu á 21. öld, að
skyldugt varð að nota
sprengju skutul við veiðarnar í
mannúðarskyni. Þetta er skut-
ull, sem Norðmenn höfðu
þróað og kenndu þeir Íslend-
ingum meðferð þeirra upp úr
síðustu aldamótum.
Fyrir utan þá ágætu heim-
ild í Lesbókinni er maður til
frásagnar um Þorlák Guð-
mundsson. Það er Kjartan
Geir Karlsson, hrefnuveiði-
maður og sjómaður í Súðavík,
sem þar er borinn og barn-
fæddur, kvæntur Salbjörgu
Þorbergsdóttur, ættaðri úr Að-
alvík norður. Kjartan Geir fór
ungur að fylgjast með föður
sínum Karli og afa sínum
Láka. Fékk snemma að fara
með þeim í veiðiferðir og tók
að munda byssuna langt fyrir
innan fermingu sem forfeður
hans.
Norðlendingar fúlsuðu við
hrefnunni
„Ég hef verið fimm eða sex
ára, þegar ég fékk fyrst að
fara með þeim, en þeir vildu
helst ekki hafa mig með. Það
mundi ekki sjást hrefna árum
saman, ef Kjartan Geir fengi
að fljóta með. Þetta var á
Möggu gömlu, sex tonna báti.
En það var sumarið 1948 sem
ég fór með upp á kaup, þá
orðinn fjórtán ára. Þeir feðgar
tóku þá á leigu Andvarann frá
Langeyri, fjórtán tonna bát og
við vorum fjórir á. Láki, Karl
faðir minn og Kristján bróðir
hans auk mín. Þá var haldið í
víking norður á Skjálfanda-
flóa, en ekkert veiddist. Færð-
um við okkur þá vestar og
það varð veiði norður af
Skagafirði. Norðlendingar
vildu ekki sjá hrefnukjöt til
átu og urðum við að tran-
sporta með hrefnuna alla leið
til Ísafjarðar. Íshúsfélag Ísfirð-
inga keypti aflann. Við skár-
um náttúrlega fyrir norðan, á
Hofsós og Skagaströnd og
Frumbyggjaveiðar
í fjórar kynslóðir
- Finnbogi Hermannsson fjallar um veiðiskap Sauramanna í Súðavík
Sú var tíðin að Norðmenn gerðu út á
hvalveiðar frá fjórum stöðum í Súðavík-
urhreppi við Ísafjarðardjúp. Uppsalaeyri
í Seyðisfirði, frá Dvergasteinseyri og
Langeyri í Álftafirði. Þorlákur Guð-
mundsson frá Saurum í Álftafirði fékk
loforð um pláss á hvalveiðibát Norð-
manna, en áður en til þess kom, yfir-
gáfu Norðmenn svæðið. Þorlákur lét það
ekki á sig fá, heldur komst yfir bát og
byssu og hóf sjálfur hvalveiðar. Synir
hans tveir, Karl og Kristján, fetuðu í fót-
spor hans og höfðu framfæri sitt meira
og minna af hvalveiðum. Og þriðja kyn-
slóðin lét ekki sitt eftir liggja. Kjartan
Geir Karlsson stundaði hrefnuveiðar í
áratugi og nú er svo komið, að sá fjórði
stundar vísindaveiðar á hrefnu og heitir
Karl Guðmundur Karlsson. Hann er nú
skipstjóri á Trausta frá Súgandafirði,
sem þegar er kominn á hrefnuveiðar á
því herrans vori 2007.
Karl Þorláksson gerir upp vaðinn en fjórði ættliður hvalveiðimanna, Karl Guðmundur Kjartansson, horfir í myndavélina.