Ægir

Volume

Ægir - 01.07.2010, Page 25

Ægir - 01.07.2010, Page 25
25 F R É T T I R Kvót inn 2010-2011 Nýtt kvótaár hófst hinn 1. september. Alls er úthlutað 288.042 tonnum, samanborið við 310.451 tonn, sem úthlutað var við upphaf síðasta fiskveiðiárs. Úthlutun aflaheimilda ræðst af ákvörðun sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um leyfilegan heildarafla á hverju fiskveiðiári og orsakast þessi skerðing helst af lækkun leyfilegs heildarafla í ýsu og nokkrum flatfisktegundum. Auk þessa er ekki úthlutað aflamarki í úthafsrækju líkt og áður, þar sem þær veiðar hafa verið gefnar frjálsar á næsta fiskveiðiári. Ekki hefur verið gefinn út leyfilegur heildarafli í síld og því er ekki úthlutað aflamarki í síld. Sé litið til úthlutunar í þorskígildistonnum er aukning, þ.e. 270.373 þorskígildistonnum er úthlutað nú við upp- haf fiskveiðiárs 2010/2011 samanborið við 256.687 í fyrra. Þessi aukning á úthlutun í þorskígildistonnum er tilkomin vegna breytinga til hækkunar á þorskígildisstuðlum nokkurra tegunda. HB Grandi hf. er það fyrirtæki sem hefur yfir mestum aflaheimildum í lögsögunni að ráða en næst koma Brim hf. og Samherji hf. Milli fiskveiðiára varð fækkun í úthlutun til fiskiskipa um 34 og dreifist hún milli útgerðarflokka. Á næstu síðum er að finna töflur og samantektir um kvótaúthlutunina, skiptingu milli skipa, hafna, fyrirtækja og svo framvegis.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.