Ægir

Årgang

Ægir - 01.07.2010, Side 56

Ægir - 01.07.2010, Side 56
56 H V A L V E I Ð A R „Ég reikna með að við getum verið að í hvalveiðum og -vinnslu til mánaðamóta sept- ember - október. Þetta hefur gengið mjög vel á vertíðinni og sér í lagi þegar haft er í huga hversu lengi þessi mannvirki stóðu ónotuð,“ seg- ir Gunnlaugur Gunnlaugsson, stöðvarstjóri í hvalstöðinni í Hvalfirði. Leyft er að veiða 150 langreyðar í sumar og þegar komið var fram í byrjun september höfðu um 110 dýr komið á land. Tveir hvalbátar eru við veiðar en þær hófust í byrjun júlí. Gunnlaugur segir að síðan þá hafi bátarnir get- að verið að veiðum nánast samfellt. „Mér er óhætt að segja að þetta hafi gengið vel hjá okk- ur í sumar, bæði veiðarnar og einnig vinnslan á öllum stöð- um í landi. Til viðbótar útgef- inn kvóta fyrir þetta ár eigum við 25 dýr frá kvótanum í fyrra þannig að í heildina megum við veiða 175 dýr. Aðallega er það undir tíðar- farinu komið hvernig okkur gengur að ná þeim en við getum þá geymt eitthvað af kvóta til næsta árs ef hann næst ekki í ár,“ segir Gunn- laugur. Atvinnuskapandi veiðar Hvalveiðarnar og vinnsla hvalafurða veits um 170 manns vinnu í sumar og skipta því verulegu máli fyrir atvinnulífið. Hvalkjötið er verðmætasta afurð hvalsins og er kjötið unnið fyrir Jap- ansmarkað, skorið í 14 kílóa stykki, pakkað og fryst. Sú vinnsla fer fram að stærstum hluta í hvalstöðinni í Hvalfirði og einnig á Akranesi. Vinnsla á hvalaafurðum fer einnig fram á vegum Hvals hf. í Hafnarfirði. „Stærstur hluti af okkar starfsfólki starfaði einnig við þetta í fyrra. Það skapast í kringum þetta ekta vertíðar- stemning og fólk er viljugt að koma aftur. Síðan eru margir af okkar starfsmönnum með reynslu frá fyrri árum,“ segir Gunnlaugur en unnið er í hvalstöðinni á tveimur átta tíma vöktum. Hann bendir á að unnar séu afurðir úr öllu hráefninu og hvalurinn því vel nýttur. Fyrir utan kjöt og spik fæst mjöl og lýsi úr beinum og innvolsi. „Hér er hvert einasta snitti nýtilegt, segir Gunn- laugur. Mest verðmæti í kjötinu Aðspurður segir hann bátana veiða hvalina við vestanvert landið, fyrst og fremst út af Hvalfirðinum. „Bátarnir hafa 24 tíma frá þeir þeir veiða fyrra dýrið til að ná öðru og koma þannig með tvö dýr í land. Síðan tekur okkur hátt í sólarhring að koma hráefninu í gegnum verksmiðjuna eftir að í land er komið. Kjötið er verðmætasti hluti hráefnisins og skiptir miklu að vanda til verka frá því dýrið er veitt og þar til kjötið er komið í pakkningar þannig að gæði þess séu sem best,“ en Gunn- laugur segir erfitt að segja til um það nákvæmlega hversu mikið fellur til af kjöti af hverju dýri. „Ástæðan er sú að dýrin geta verið misjafn- lega feit og kjötmikil þannig að það er breytilegt hversu mikið þau gefa af kjöti,“ segir Gunnlaugur Gunnlaugsson, stöðvarstjóri í hvalstöðinni í Hvalfirði. Hvalurinn skorinn í Hvalstöðinni. Margir fá vinnu við þessa vinnslu í sumar. Hvalvertíðin hefur gengið vel það sem af er: Um 170 manns í vinnu við hvalveiðar og -vinnslu Smiðjuvegi 66 • 200 Kópavogi Sími 580 5800 • www.landvelar.is Þróardælur Tveir hvalbátar hafa verið á vertíðinni í sumar. Búist er við að hún standi út septembermánuð.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.